Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur Stefán Árni Pálsson skrifar 24. júlí 2020 13:30 Ólafur Stefánsson er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Í viðtalinu fara þeir Sölvi um víðan völl og ræða meðal annars um mikilvægi þess að þora að fara út fyrir boxið. En talið berst líka að handboltanum og þess hvaða augum Óli lítur handboltann núna þegar komin er smá fjarlægð. „Núna eftir svona fimm ára pásu finn ég að ég væri alveg til í að fara inn í það Maður saknar klefans og enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Maður þarf alltaf að fá fjarlægðina til að átta sig á hversu fagurt það var,” segir Óli um tímabilið þegar íslenska landsliðið náði hápunkti. Hann segir að á milli leikmannana muni alltaf ríkja bræðralag og einhver ósýnileg tenging sem muni halda ævilangt: „Það er náttúrulega þráður sem slitnar aldrei…þó að þú hittir þá ekkert mikið. En það að hafa farið svona langa leið með mörgum mönnum er eins og ósýnilegur fallegur þráður sem fer ekkert.“ Eins og þekkt er hefur Óli Stef farið vægast sagt óhefðbundnar leiðir undanfarin ár og hefur bara ýtt á bensíngjöfina í því ef eitthvað er: „Þetta er eins og í öllum góðum ævintýramyndum. Hetjan þarf að leggja sig í hættur og sumir koma ekki til baka. Þú getur klúðrað öllu á yfirborðinu og fólk spyr: „Hvað varð um þennan gaur, hann var einu sinni þetta og hitt, en ég er alltaf mín þjóðhetja,“ segir Óli í viðtalinu við Sölva. „Það eru alls konar gildrur á leiðinni...sumir verða allt of heilagir og margir festast í alls konar, en svo ég taki „spoiler“ á þetta þá er endastöðin er alltaf hér og nú. Þessi stund hérna hjá okkur. Í raun og veru snýst andleg vegferð um að fá aftur skynjunina sem þú hafðir sem barn. Í mjög stuttu máli.” Í viðtalinu fara Sölvi og Óli Stef yfir bræðralagið sem myndaðist hjá Silfurlifinu frá Ólympíuleikunum í Peking, það að þora að fara út fyrir boxið, elta draumana, hvernig við getum hlúið sem best að börnunum okkar og margt margt fleira. Viðtal Sölva við Ólaf má sjá hér að neðan. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira
Ólafur Stefánsson er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Í viðtalinu fara þeir Sölvi um víðan völl og ræða meðal annars um mikilvægi þess að þora að fara út fyrir boxið. En talið berst líka að handboltanum og þess hvaða augum Óli lítur handboltann núna þegar komin er smá fjarlægð. „Núna eftir svona fimm ára pásu finn ég að ég væri alveg til í að fara inn í það Maður saknar klefans og enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Maður þarf alltaf að fá fjarlægðina til að átta sig á hversu fagurt það var,” segir Óli um tímabilið þegar íslenska landsliðið náði hápunkti. Hann segir að á milli leikmannana muni alltaf ríkja bræðralag og einhver ósýnileg tenging sem muni halda ævilangt: „Það er náttúrulega þráður sem slitnar aldrei…þó að þú hittir þá ekkert mikið. En það að hafa farið svona langa leið með mörgum mönnum er eins og ósýnilegur fallegur þráður sem fer ekkert.“ Eins og þekkt er hefur Óli Stef farið vægast sagt óhefðbundnar leiðir undanfarin ár og hefur bara ýtt á bensíngjöfina í því ef eitthvað er: „Þetta er eins og í öllum góðum ævintýramyndum. Hetjan þarf að leggja sig í hættur og sumir koma ekki til baka. Þú getur klúðrað öllu á yfirborðinu og fólk spyr: „Hvað varð um þennan gaur, hann var einu sinni þetta og hitt, en ég er alltaf mín þjóðhetja,“ segir Óli í viðtalinu við Sölva. „Það eru alls konar gildrur á leiðinni...sumir verða allt of heilagir og margir festast í alls konar, en svo ég taki „spoiler“ á þetta þá er endastöðin er alltaf hér og nú. Þessi stund hérna hjá okkur. Í raun og veru snýst andleg vegferð um að fá aftur skynjunina sem þú hafðir sem barn. Í mjög stuttu máli.” Í viðtalinu fara Sölvi og Óli Stef yfir bræðralagið sem myndaðist hjá Silfurlifinu frá Ólympíuleikunum í Peking, það að þora að fara út fyrir boxið, elta draumana, hvernig við getum hlúið sem best að börnunum okkar og margt margt fleira. Viðtal Sölva við Ólaf má sjá hér að neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira