450.000 króna fegrunarstyrkir til bænda í Ásahreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2020 19:30 Mikil ánægja er hjá bændum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu en hver sveitabær fær tæplega hálfa milljón í styrk frá sveitarfélaginu til að fegra umhverfi bæjarins í sumar. Það er alltaf gaman að koma í Ásahrepp og skoða sig um í sveitinni því þar er snyrtilegt og flestir bæir þannig til fyrirmyndar. Um 260 íbúar búa í hreppnum, sem er mjög vel stæður vegna tekna af virkjunum á hálendinu. Hreppsnefnd ákvað í vor að veita bændum og búaliði 450.000 króna fegrunarstyrk vegna sérstaks fegrunarátaks, sem hefur farið fram í sumar og stendur fram á haust. 70 lögbýli munu fá styrkinn, sem þýðir rúmlega 30 milljónir króna í útgjöld frá hreppnum. Ellisif M. Bjarnadóttir, sem er garðyrkjufræðingur og nemandi í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands var ráðin til að stýra verkefninu. „Verkefnið gengur út á fegrun á því sem fyrir er, það eru t.d. margir að fá sér möl í hlaðið, bæta skýli í kringum ruslatunnur, mála húsin sín, bera viðarvörn á grindverk, pallasmíði og fleiri verkefni af ýmsum toga. Þetta verkefni er alveg til fyrirmyndar, maður dauðöfundar fólkið sem býr hérna,“ segir Ellisif, sem býr sjálf í Bláskógabyggð. Jónas bóndi í Kálfholti og fyrrverandi oddviti sveitarfélagsins, sem er hæstánægður með framtak Ásashrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ellisif hefur heimsótt 70 bæi í sumar sem fá allir styrkinn og veitt bændum ráðgjöf og tekið verkin út hjá þeim. „Það er virkilega skemmtilegt að allir íbúar sveitarfélagsins fái svona framtak. Önnur sveitarfélög mættu svo sannarlega taka Ásahrepp til fyrirmyndar fyrir löngu, hér er t.d. malbikað við alla bæi, upplýst með ljósastaurum við öll hús og búið leggja heitt vatn, en það hafa kannski ekki allir sömu aðstöðu og Ásahreppur,“ segir Jónas Jónsson, bóndí í Kálfholti. Hulda Brynjólfsdóttir, bóndi á Tyrfingsstöðum tekur undir orð Jónasar. „Já, þetta er frábært framtak og hvetur til þessað maður geri snyrtilegt í kringum sig, það er mjög jákvætt. Við ætum að steypa stétt hérna fyrir framan húsið þannig að maður geti farið út og notið þess að vera út í sólinni og njóta íslenska sumarsins. Svo ætlum við að gera eldstæði líka þannig að það verði hægt að kveikja upp í arni hérna úti og hafa það huggulegt, kannski grilla,“ segir Hulda. Þegar fegrunarverkefni Ásahrepps lýkur í haust verður boðað til uppskeruhátíðar þar sem bændur og búalið munu fagna fallegri sveit. Ellisif og Hulda að spjalla saman um framkvæmdirnar sem eru að fara af stað á Tyrfingsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ásahreppur Landbúnaður Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Mikil ánægja er hjá bændum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu en hver sveitabær fær tæplega hálfa milljón í styrk frá sveitarfélaginu til að fegra umhverfi bæjarins í sumar. Það er alltaf gaman að koma í Ásahrepp og skoða sig um í sveitinni því þar er snyrtilegt og flestir bæir þannig til fyrirmyndar. Um 260 íbúar búa í hreppnum, sem er mjög vel stæður vegna tekna af virkjunum á hálendinu. Hreppsnefnd ákvað í vor að veita bændum og búaliði 450.000 króna fegrunarstyrk vegna sérstaks fegrunarátaks, sem hefur farið fram í sumar og stendur fram á haust. 70 lögbýli munu fá styrkinn, sem þýðir rúmlega 30 milljónir króna í útgjöld frá hreppnum. Ellisif M. Bjarnadóttir, sem er garðyrkjufræðingur og nemandi í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands var ráðin til að stýra verkefninu. „Verkefnið gengur út á fegrun á því sem fyrir er, það eru t.d. margir að fá sér möl í hlaðið, bæta skýli í kringum ruslatunnur, mála húsin sín, bera viðarvörn á grindverk, pallasmíði og fleiri verkefni af ýmsum toga. Þetta verkefni er alveg til fyrirmyndar, maður dauðöfundar fólkið sem býr hérna,“ segir Ellisif, sem býr sjálf í Bláskógabyggð. Jónas bóndi í Kálfholti og fyrrverandi oddviti sveitarfélagsins, sem er hæstánægður með framtak Ásashrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ellisif hefur heimsótt 70 bæi í sumar sem fá allir styrkinn og veitt bændum ráðgjöf og tekið verkin út hjá þeim. „Það er virkilega skemmtilegt að allir íbúar sveitarfélagsins fái svona framtak. Önnur sveitarfélög mættu svo sannarlega taka Ásahrepp til fyrirmyndar fyrir löngu, hér er t.d. malbikað við alla bæi, upplýst með ljósastaurum við öll hús og búið leggja heitt vatn, en það hafa kannski ekki allir sömu aðstöðu og Ásahreppur,“ segir Jónas Jónsson, bóndí í Kálfholti. Hulda Brynjólfsdóttir, bóndi á Tyrfingsstöðum tekur undir orð Jónasar. „Já, þetta er frábært framtak og hvetur til þessað maður geri snyrtilegt í kringum sig, það er mjög jákvætt. Við ætum að steypa stétt hérna fyrir framan húsið þannig að maður geti farið út og notið þess að vera út í sólinni og njóta íslenska sumarsins. Svo ætlum við að gera eldstæði líka þannig að það verði hægt að kveikja upp í arni hérna úti og hafa það huggulegt, kannski grilla,“ segir Hulda. Þegar fegrunarverkefni Ásahrepps lýkur í haust verður boðað til uppskeruhátíðar þar sem bændur og búalið munu fagna fallegri sveit. Ellisif og Hulda að spjalla saman um framkvæmdirnar sem eru að fara af stað á Tyrfingsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Ásahreppur Landbúnaður Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira