„Fannst ég aldrei verða nógu horuð, þó að ég væri komin í buxnastærð fyrir börn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. júlí 2020 10:30 Margrét hefur heldur betur gengið í gegnum margt. Margrét Gnarr hefur náð lengst allra Íslendinga í fitness-heiminum og er eini Íslendingurinn hefur fengið þátttökurétt á Olympía, þar sem öflugustu keppendur heims mætast. Þar keppti hún í tvígang, áður en hún hætti í íþróttinni, þar sem hún var farin að ganga nærri heilsu sinni. Hún segist hafa verið komin með mikil vandamál í meltingarfærum og átröskun. Margrét Gnarr er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. ,,Ég líka fékk hjartsláttartruflanir og það var í raun stærsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að hætta. Ég fór í tékk af því að ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall. Hjartað var oft að stoppa og ég missti andann. Og það var eitt skiptið sem ég var á einhverju brennslutæki og allir litir urðu allt í einu skærir og ég hætti að skynja hvenær fæturnir mínir snertu jörðina og þá varð ég hrædd og fór beint upp á heilsugæslu og þá kom í ljós að ég var með hættulega lágt Kalíum og jafnvægi á steinefnum var komið í algjört rugl,” segir Margrét Gnarr. Svakalegt álag á líkamann Þarna varð Margrétt raunverulega hrædd um eigin heilsu og ákvað að hætta að keppa. ,,Ég þróaði með mér iðrabólgu, sem varð verst árið 2017. Ég varð svo veik að ég gat oft ekki gengið af verkjum í maganum, þetta er svakalegt álag á líkamann að borða svona lítið í svona langan tíma,“ segir Margrét, sem segist hafa verið orðin verulega rugluð og komin með mjög brenglaða líkamsímynd. Klippa: Fannst ég aldrei verða nógu horuð, þó að ég væri komin í buxnastærð fyrir börn ,,Þegar ég byrjaði að keppa var mér sagt að ég væri ekki með nógan vöðvamassa, svo að ég fór að vinna í því. Svo var mér sagt að ég væri orðin allt of stór, þannig að ég fór að reyna að minnka mig og ég var í raun orðin ekki neitt, en samt fannst mér ég alltaf vera of stór og þetta er eitthvað sem hefur fylgt mér mjög lengri, frá því ég var yngri og var með anorexíu og fannst ég aldrei verða nógu horuð, þó að ég væri komin í buxnastærð fyrir börn og var ekki neitt.” Hún segir vandamál með líkamsímynd í þessum geira alls ekki einskorðast við kvenfólk ,,Þetta er líka með karlmenn í fitness geiranum, þeir sem eru að keppa í vaxtarækt, að þeir eru einhvern vegin alltaf of litlir, finnst þeim. Þeir sjá ekki í speglinum að þeir séu að bæta á sig vöðvamassa. Það eru margir að díla við þetta og ég starfa sem einkaþjálfari og sé þetta hjá báðum kynjum.“ Í viðtalinu ræða Margrét og Sölvi um fitness-heiminn, átraskanir, samfélagsmiðla, skuggabönn, pabba hennar Jón Gnarr og margt margt fleira. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Sjá meira
Margrét Gnarr hefur náð lengst allra Íslendinga í fitness-heiminum og er eini Íslendingurinn hefur fengið þátttökurétt á Olympía, þar sem öflugustu keppendur heims mætast. Þar keppti hún í tvígang, áður en hún hætti í íþróttinni, þar sem hún var farin að ganga nærri heilsu sinni. Hún segist hafa verið komin með mikil vandamál í meltingarfærum og átröskun. Margrét Gnarr er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. ,,Ég líka fékk hjartsláttartruflanir og það var í raun stærsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að hætta. Ég fór í tékk af því að ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall. Hjartað var oft að stoppa og ég missti andann. Og það var eitt skiptið sem ég var á einhverju brennslutæki og allir litir urðu allt í einu skærir og ég hætti að skynja hvenær fæturnir mínir snertu jörðina og þá varð ég hrædd og fór beint upp á heilsugæslu og þá kom í ljós að ég var með hættulega lágt Kalíum og jafnvægi á steinefnum var komið í algjört rugl,” segir Margrét Gnarr. Svakalegt álag á líkamann Þarna varð Margrétt raunverulega hrædd um eigin heilsu og ákvað að hætta að keppa. ,,Ég þróaði með mér iðrabólgu, sem varð verst árið 2017. Ég varð svo veik að ég gat oft ekki gengið af verkjum í maganum, þetta er svakalegt álag á líkamann að borða svona lítið í svona langan tíma,“ segir Margrét, sem segist hafa verið orðin verulega rugluð og komin með mjög brenglaða líkamsímynd. Klippa: Fannst ég aldrei verða nógu horuð, þó að ég væri komin í buxnastærð fyrir börn ,,Þegar ég byrjaði að keppa var mér sagt að ég væri ekki með nógan vöðvamassa, svo að ég fór að vinna í því. Svo var mér sagt að ég væri orðin allt of stór, þannig að ég fór að reyna að minnka mig og ég var í raun orðin ekki neitt, en samt fannst mér ég alltaf vera of stór og þetta er eitthvað sem hefur fylgt mér mjög lengri, frá því ég var yngri og var með anorexíu og fannst ég aldrei verða nógu horuð, þó að ég væri komin í buxnastærð fyrir börn og var ekki neitt.” Hún segir vandamál með líkamsímynd í þessum geira alls ekki einskorðast við kvenfólk ,,Þetta er líka með karlmenn í fitness geiranum, þeir sem eru að keppa í vaxtarækt, að þeir eru einhvern vegin alltaf of litlir, finnst þeim. Þeir sjá ekki í speglinum að þeir séu að bæta á sig vöðvamassa. Það eru margir að díla við þetta og ég starfa sem einkaþjálfari og sé þetta hjá báðum kynjum.“ Í viðtalinu ræða Margrét og Sölvi um fitness-heiminn, átraskanir, samfélagsmiðla, skuggabönn, pabba hennar Jón Gnarr og margt margt fleira. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Sjá meira