Ennþá fullt af laxi í Urriðafossi Karl Lúðvíksson skrifar 4. ágúst 2020 07:18 Flott dagsveiði og kvótanum náð í Urriðafossi. Mynd: Stefán Sigurðsson Veiðin í Urriðafossi er búin að vera mjög góð í sumar en heildarveiðin þar var komin í 793 laxa fyrir viku þegar síðustu tölur voru teknar saman. Heildarveiðin á svæðinu núna fer að detta í 900 laxa og það er ennþá mikið af laxi á svæðinu bæði í þrepunum í fossinum sjálfum en líka á veiðistöðunum þar fyrir neðan Vaður og Skerpolli sem eru fyrstu veiðistaðirnir fyrir neðan Urriðafoss. Það var hópur spænskra veiðimanna að ljúka veiðum í gær og þær urðu að hætta veiðum kl 18:00 því kvótinn var kominn á allar stangirnar sem segir meira en mörg orð um það magn af laxi sem er ennþá á svæðinu. Það eru góðar göngur ennþá og nokkuð ljóst að svæðið í heild á eftir að fara yfir 1.000 laxa ef þetta heldur svona áfram. Tilraunsvæðin við Þjótanda og Þjórsártún hafa verið að gefa mjög fína veiði og er mikið af laxi á nokkrum stöðum. Stangveiði Mest lesið Heimildarmynd um afleiðingar sjókvíaeldis Veiði Flókadalsá að fyllast af bleikju Veiði Sautján punda urriði dreginn úr Þingvallavatni Veiði Hróarslækur kominn yfir 100 laxa Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Lokatalan úr Nesi í Aðaldal er 370 laxar Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Veiðitímanum að ljúka í vötnunum Veiði Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði
Veiðin í Urriðafossi er búin að vera mjög góð í sumar en heildarveiðin þar var komin í 793 laxa fyrir viku þegar síðustu tölur voru teknar saman. Heildarveiðin á svæðinu núna fer að detta í 900 laxa og það er ennþá mikið af laxi á svæðinu bæði í þrepunum í fossinum sjálfum en líka á veiðistöðunum þar fyrir neðan Vaður og Skerpolli sem eru fyrstu veiðistaðirnir fyrir neðan Urriðafoss. Það var hópur spænskra veiðimanna að ljúka veiðum í gær og þær urðu að hætta veiðum kl 18:00 því kvótinn var kominn á allar stangirnar sem segir meira en mörg orð um það magn af laxi sem er ennþá á svæðinu. Það eru góðar göngur ennþá og nokkuð ljóst að svæðið í heild á eftir að fara yfir 1.000 laxa ef þetta heldur svona áfram. Tilraunsvæðin við Þjótanda og Þjórsártún hafa verið að gefa mjög fína veiði og er mikið af laxi á nokkrum stöðum.
Stangveiði Mest lesið Heimildarmynd um afleiðingar sjókvíaeldis Veiði Flókadalsá að fyllast af bleikju Veiði Sautján punda urriði dreginn úr Þingvallavatni Veiði Hróarslækur kominn yfir 100 laxa Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Lokatalan úr Nesi í Aðaldal er 370 laxar Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Veiðitímanum að ljúka í vötnunum Veiði Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði