Góð veiði í Miðfjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 8. ágúst 2020 12:00 Stórlax sem veiddist nýlega í Miðfjarðará Mynd: Midfjardara lodge FB Þessi fyrirsögn þarf ekkert að koma mikið á óvart enda er Miðfjarðará fyrir löngu búin að sanna sig sem ein besta sjálfbæra veiðiá landins. Síðastu viku í uppfærðum veiðitölum á vefnum www.angling.is þá var veiðin síðustu viku 191 lax á 10 stangir og heildarveiðin í ánni komin í 920 laxa. Veiðin síðustu þrjár vikur hefur verið nokkðu stöðug í um 200 löxum á viku þrátt fyrir að úrhelli og flóð hafi gert veiðimönnum erfitt fyrir þegar rigning var sem mest. Það er mikið af laxi í ánni og nóg eftir af veiðitímanum. Síðsumarsveiðin er oft og iðulega drjúg sem getur þýtt að Miðfjarðará gæti alveg eins teygt sig langleiðina í 2.000 laxa og flestir sem þekkja ánna vel og liggja yfir veiðitölum á landsvísu eru þegar farnir að hafa orð á því að það sé fátt sem geti komið í veg fyrir það að Miðfjarðará verði aflahæst sjálfbæru ánna þetta sumarið. Þeir sem eiga eftir að prófa að veiða í Miðfjarðará ættu að hafa samband við Rafn leigutaka því við heyrðum í honum fyrir stuttu og þá voru einhverjar örfáar stangir eftir í ágúst og september sem er frekar óvenjulegt en það er óhætt að segja að fyrir utan góða veiði í ánni er þetta klárlega ein fjölbreyttasta veiðiá landsins sem gefur reglulega stórlaxa og síðsumarið er jú eins og við vitum sá tími þegar stóru hængarnir fara á stjá. Stangveiði Mest lesið Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Rússneskar laxveiðar á Loftleiðum Veiði Gjörbylting fyrir starfsfólk í Langá Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Vænir sjóbirtingar í Leirá Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði
Þessi fyrirsögn þarf ekkert að koma mikið á óvart enda er Miðfjarðará fyrir löngu búin að sanna sig sem ein besta sjálfbæra veiðiá landins. Síðastu viku í uppfærðum veiðitölum á vefnum www.angling.is þá var veiðin síðustu viku 191 lax á 10 stangir og heildarveiðin í ánni komin í 920 laxa. Veiðin síðustu þrjár vikur hefur verið nokkðu stöðug í um 200 löxum á viku þrátt fyrir að úrhelli og flóð hafi gert veiðimönnum erfitt fyrir þegar rigning var sem mest. Það er mikið af laxi í ánni og nóg eftir af veiðitímanum. Síðsumarsveiðin er oft og iðulega drjúg sem getur þýtt að Miðfjarðará gæti alveg eins teygt sig langleiðina í 2.000 laxa og flestir sem þekkja ánna vel og liggja yfir veiðitölum á landsvísu eru þegar farnir að hafa orð á því að það sé fátt sem geti komið í veg fyrir það að Miðfjarðará verði aflahæst sjálfbæru ánna þetta sumarið. Þeir sem eiga eftir að prófa að veiða í Miðfjarðará ættu að hafa samband við Rafn leigutaka því við heyrðum í honum fyrir stuttu og þá voru einhverjar örfáar stangir eftir í ágúst og september sem er frekar óvenjulegt en það er óhætt að segja að fyrir utan góða veiði í ánni er þetta klárlega ein fjölbreyttasta veiðiá landsins sem gefur reglulega stórlaxa og síðsumarið er jú eins og við vitum sá tími þegar stóru hængarnir fara á stjá.
Stangveiði Mest lesið Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Rússneskar laxveiðar á Loftleiðum Veiði Gjörbylting fyrir starfsfólk í Langá Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Vænir sjóbirtingar í Leirá Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði