Gamla Liverpool stjarnan vill komast aftur í ensku úrvalsdeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 14:15 Daniel Sturridge endaði tíma sinn hjá Liverpool sem Evrópumeistari. Getty/Quality Sport Images Daniel Sturridge yfirgaf Liverpool og ensku úrvalsdeildina sem Evrópumeistari í júní 2019 en núna vill hann komast aftur til Englands. Daniel Sturridge er að leita sér að nýju félagi eftir að hafa endað skyndilega tímabilið sitt með tyrkneska félaginu Trabzonspor þegar hann var dæmdur í fjögurra mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum tyrkneska knattspyrnusambandsins. Sturridge hefur ekkert spilað síðan í mars en segist vera búinn að æfa vel á heimili sínu í Los Angeles í Bandaríkjunum. Sturridge fór í viðtal hjá Sky Sports og sagðist þar vera tilbúinn í næsta kafla á sínum ferli. "I really feel like I have unfinished business in the Premier League" @DanielSturridge is eyeing a return to England this summer More from the exclusive interview: https://t.co/t3H82QEX9M pic.twitter.com/XxHxJHRdQX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 11, 2020 „Ég á möguleika á því að spila út um allan heim en ég er enskur leikmaður og hef alltaf elskað að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Daniel Sturridge við Sky Sports. „Ég trúi því að ég hafi enn margt fram að færa fyrir ensku úrvalsdeildina og ég vil segja að hún sé fyrsti kostur hjá mér. Mér finnst ég eiga eitthvað óklárað þar og vil helst frá að spila þar aftur,“ sagði Sturridge. „Ég er tilbúinn til að spila í öðrum deildum svo að ég er ekki bara að skoða ensku úrvalsdeildina. Það væri góður kostur fyrir mig að koma aftur til Englands og gera mitt besta þar,“ sagði Sturridge. Daniel Sturridge segist eiga mikið eftir enn. Hann skoraði 4 mörk í 11 deildarleikjum með Trabzonspor. „Ég er mjög spenntur, hef aldrei verið hungraðri og er mjög einbeittur á næsta kafla á mínum ferli,“ sagði Sturridge. Sturridge verður 31 árs í næsta mánuði en hann hefur skorað 105 í 306 leikjum í enska boltanum með Manchester City, Chelsea, Bolton, Liverpool og West Brom. „Ég vil halda því fram að ég sé einn af betri kostunum fyrir liðin. Ég er með lausan samning og ég hef spilað fyrir mörg af stærstu félögum heimsins. Ég er klár í að hjálpa liði að ná árangri og vil fá að vera stór hluti af þeirra framtíðarplönum,“ sagði Sturridge. „Ég trúi því að það sé enn nóg eftir í þessum fótum. Ég hef vissulega verið lengi að en ég á nóg eftir,“ sagði Daniel Sturridge. Enski boltinn Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Sjá meira
Daniel Sturridge yfirgaf Liverpool og ensku úrvalsdeildina sem Evrópumeistari í júní 2019 en núna vill hann komast aftur til Englands. Daniel Sturridge er að leita sér að nýju félagi eftir að hafa endað skyndilega tímabilið sitt með tyrkneska félaginu Trabzonspor þegar hann var dæmdur í fjögurra mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum tyrkneska knattspyrnusambandsins. Sturridge hefur ekkert spilað síðan í mars en segist vera búinn að æfa vel á heimili sínu í Los Angeles í Bandaríkjunum. Sturridge fór í viðtal hjá Sky Sports og sagðist þar vera tilbúinn í næsta kafla á sínum ferli. "I really feel like I have unfinished business in the Premier League" @DanielSturridge is eyeing a return to England this summer More from the exclusive interview: https://t.co/t3H82QEX9M pic.twitter.com/XxHxJHRdQX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 11, 2020 „Ég á möguleika á því að spila út um allan heim en ég er enskur leikmaður og hef alltaf elskað að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Daniel Sturridge við Sky Sports. „Ég trúi því að ég hafi enn margt fram að færa fyrir ensku úrvalsdeildina og ég vil segja að hún sé fyrsti kostur hjá mér. Mér finnst ég eiga eitthvað óklárað þar og vil helst frá að spila þar aftur,“ sagði Sturridge. „Ég er tilbúinn til að spila í öðrum deildum svo að ég er ekki bara að skoða ensku úrvalsdeildina. Það væri góður kostur fyrir mig að koma aftur til Englands og gera mitt besta þar,“ sagði Sturridge. Daniel Sturridge segist eiga mikið eftir enn. Hann skoraði 4 mörk í 11 deildarleikjum með Trabzonspor. „Ég er mjög spenntur, hef aldrei verið hungraðri og er mjög einbeittur á næsta kafla á mínum ferli,“ sagði Sturridge. Sturridge verður 31 árs í næsta mánuði en hann hefur skorað 105 í 306 leikjum í enska boltanum með Manchester City, Chelsea, Bolton, Liverpool og West Brom. „Ég vil halda því fram að ég sé einn af betri kostunum fyrir liðin. Ég er með lausan samning og ég hef spilað fyrir mörg af stærstu félögum heimsins. Ég er klár í að hjálpa liði að ná árangri og vil fá að vera stór hluti af þeirra framtíðarplönum,“ sagði Sturridge. „Ég trúi því að það sé enn nóg eftir í þessum fótum. Ég hef vissulega verið lengi að en ég á nóg eftir,“ sagði Daniel Sturridge.
Enski boltinn Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Sjá meira