Framkvæmdastjóri Ferrari býst ekki við rafbíl fyrr en eftir árið 2025 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. janúar 2020 07:00 Ferrari Roma er nýjasta gerðin af Ferrari. Vísir/Ferrari Framkvæmdastjóri Ferrari, Louis Camilleri sagði í samtali við Reuters að fyrirtækið muni ekki framleiða sinn fyrsta rafbíl fyrr en í fyrsta lagi árið 2025. Að sögn Camilleri þarf rafhlöðutæknin að ná meiri framförum ef hún á að henta Ferrari. Eldri áætlanir ítalska framleiðandans gerðu ráð fyrir rafbíl snemma á 3 áratug 21. aldar, sumsé nú á næstu árum. Þessar áætlanir hafa breyst og frestun orðið ef marka má orð framkvæmdastjórans. Louis Camilleri, framkvæmdastjóri Ferrari segir rafbíla á dagskrá, en ekki alveg strax.Vísir/Getty „Það eru veruleg vandamál sem þarf að leysa þegar kemur að bílum, sem snúa að hleðslutíma. Það mun koma að því að það verði rafbíll framleiddur af Ferrari en það er eftir 2025. Ekki í náinni framtíð,“ sagði Camilleri. Ferrari hefur þó gefið út að vinna sé hafið við þróun og undirbúning rafbíls. „Við erum að skoða ýmsar útfærslur aflgjafa og erum að reyna að átta okkur á hvað er skilvirkast og hvað hentar sýn okkar fyrir Ferrari bíla framtíðarinnar,“ bætti Camilleri við. Það má því búast við raf-Ferrari á þessum áratug. Bílar Tengdar fréttir Ungstirnið gerir fimm ára samning við Ferrari Ferrari hefur verðlaunað Charles Lecrec með nýjum samningi. 23. desember 2019 18:30 Ferrari Roma kynntur til sögunnar Ferrari kynnti í gær til leiks nýjasta bílinn í sinni framleiðslu, Ferrari Roma. Roma er nefndur eftir höfuðborg Ítalíu Róm. Ferrari Roma er tveggja sæta sportbíll. 14. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent
Framkvæmdastjóri Ferrari, Louis Camilleri sagði í samtali við Reuters að fyrirtækið muni ekki framleiða sinn fyrsta rafbíl fyrr en í fyrsta lagi árið 2025. Að sögn Camilleri þarf rafhlöðutæknin að ná meiri framförum ef hún á að henta Ferrari. Eldri áætlanir ítalska framleiðandans gerðu ráð fyrir rafbíl snemma á 3 áratug 21. aldar, sumsé nú á næstu árum. Þessar áætlanir hafa breyst og frestun orðið ef marka má orð framkvæmdastjórans. Louis Camilleri, framkvæmdastjóri Ferrari segir rafbíla á dagskrá, en ekki alveg strax.Vísir/Getty „Það eru veruleg vandamál sem þarf að leysa þegar kemur að bílum, sem snúa að hleðslutíma. Það mun koma að því að það verði rafbíll framleiddur af Ferrari en það er eftir 2025. Ekki í náinni framtíð,“ sagði Camilleri. Ferrari hefur þó gefið út að vinna sé hafið við þróun og undirbúning rafbíls. „Við erum að skoða ýmsar útfærslur aflgjafa og erum að reyna að átta okkur á hvað er skilvirkast og hvað hentar sýn okkar fyrir Ferrari bíla framtíðarinnar,“ bætti Camilleri við. Það má því búast við raf-Ferrari á þessum áratug.
Bílar Tengdar fréttir Ungstirnið gerir fimm ára samning við Ferrari Ferrari hefur verðlaunað Charles Lecrec með nýjum samningi. 23. desember 2019 18:30 Ferrari Roma kynntur til sögunnar Ferrari kynnti í gær til leiks nýjasta bílinn í sinni framleiðslu, Ferrari Roma. Roma er nefndur eftir höfuðborg Ítalíu Róm. Ferrari Roma er tveggja sæta sportbíll. 14. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent
Ungstirnið gerir fimm ára samning við Ferrari Ferrari hefur verðlaunað Charles Lecrec með nýjum samningi. 23. desember 2019 18:30
Ferrari Roma kynntur til sögunnar Ferrari kynnti í gær til leiks nýjasta bílinn í sinni framleiðslu, Ferrari Roma. Roma er nefndur eftir höfuðborg Ítalíu Róm. Ferrari Roma er tveggja sæta sportbíll. 14. nóvember 2019 14:00