Sportpakkinn: Refirnir geta komist í úrslit í fyrsta sinn í 20 ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2020 18:15 Jamie Vardy snýr aftur í kvöld. vísir/getty Það ræðst í kvöld og annað kvöld hvaða lið leika til úrslita í enska deildabikarnum. Aston Villa mætir Leicester City í kvöld og Manchester liðin, City og United, eigast við annað kvöld. Arnar Björnsson fór yfir leik Villa og Leicester. Markahrókurinn Jamie Vardy verður með Leicester í kvöld. Hann meiddist í 4-1 sigri á West Ham á miðvikudaginn í síðustu viku og var ekki með þegar Leicester vann Brentford í ensku bikarkeppninni á laugardag. Vardy er markahæstur í úrvalsdeildinni, er búinn að skora 17 mörk en hefur ekki skorað í fimm síðustu leikjum. Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester, segir að þótt hann sé ekki búinn að jafna sig ætli hann að tefla honum fram. Kelechi Iheanacho gæti spilað með Vardy í framlínunni. Strákurinn skoraði gegn Brentford um helgina. Það var hans sjöunda mark í tólf leikjum á leiktíðinni. Nampalys Mendy og Wes Morgan verða ekki með en Wilfred Ndidi gæti spilað sinn fyrsta leik í langan tíma eftir meiðsli. Heilum 23 stigum munar á liðunum í úrvalsdeildinni. Villa er í 16. sæti en Leicester í því þriðja. Brasilíumaðurinn Wesley, sem Aston Villa keypti á 22 milljónir punda frá Club Brugge síðastliðið sumar, sleit krossbönd í hné á nýársdag og spilar ekki meira í vetur. Villa sótti annan leikmann í belgísku deildina, Mbwana Samatta kom til félagsins í síðustu viku. Hann var keyptur frá Genk á tíu milljónir punda. Aston Villa hefur átta sinnum komist í úrslit deildabikarsins, síðast fyrir 10 árum þegar liðið tapaði fyrir Manchester United, 2-1. Síðast vann liðið deildabikarinn 1996, vann þá Leeds 3-0 í úrslitum. Það var fimmti sigur liðsins í deildabikarnum. Leicester hefur fimm sinnum komist í úrslit þessarar keppni, síðast fyrir 20 árum, vann þá Aston Villa í undanúrslitum og Tranmere Rovers í úrslitaleiknum, 2-1. Klippa: Sportpakkinn: Villa og Leicester berjast um sæti í úrslitaleiknum Enski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Leicester ekki komist í úrslit deildabikarsins síðan Arnar lék með liðinu Leicester City getur komist í úrslitaleik enska deildabikarsins í fyrsta sinn í 20 ár. 28. janúar 2020 13:30 Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira
Það ræðst í kvöld og annað kvöld hvaða lið leika til úrslita í enska deildabikarnum. Aston Villa mætir Leicester City í kvöld og Manchester liðin, City og United, eigast við annað kvöld. Arnar Björnsson fór yfir leik Villa og Leicester. Markahrókurinn Jamie Vardy verður með Leicester í kvöld. Hann meiddist í 4-1 sigri á West Ham á miðvikudaginn í síðustu viku og var ekki með þegar Leicester vann Brentford í ensku bikarkeppninni á laugardag. Vardy er markahæstur í úrvalsdeildinni, er búinn að skora 17 mörk en hefur ekki skorað í fimm síðustu leikjum. Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester, segir að þótt hann sé ekki búinn að jafna sig ætli hann að tefla honum fram. Kelechi Iheanacho gæti spilað með Vardy í framlínunni. Strákurinn skoraði gegn Brentford um helgina. Það var hans sjöunda mark í tólf leikjum á leiktíðinni. Nampalys Mendy og Wes Morgan verða ekki með en Wilfred Ndidi gæti spilað sinn fyrsta leik í langan tíma eftir meiðsli. Heilum 23 stigum munar á liðunum í úrvalsdeildinni. Villa er í 16. sæti en Leicester í því þriðja. Brasilíumaðurinn Wesley, sem Aston Villa keypti á 22 milljónir punda frá Club Brugge síðastliðið sumar, sleit krossbönd í hné á nýársdag og spilar ekki meira í vetur. Villa sótti annan leikmann í belgísku deildina, Mbwana Samatta kom til félagsins í síðustu viku. Hann var keyptur frá Genk á tíu milljónir punda. Aston Villa hefur átta sinnum komist í úrslit deildabikarsins, síðast fyrir 10 árum þegar liðið tapaði fyrir Manchester United, 2-1. Síðast vann liðið deildabikarinn 1996, vann þá Leeds 3-0 í úrslitum. Það var fimmti sigur liðsins í deildabikarnum. Leicester hefur fimm sinnum komist í úrslit þessarar keppni, síðast fyrir 20 árum, vann þá Aston Villa í undanúrslitum og Tranmere Rovers í úrslitaleiknum, 2-1. Klippa: Sportpakkinn: Villa og Leicester berjast um sæti í úrslitaleiknum
Enski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Leicester ekki komist í úrslit deildabikarsins síðan Arnar lék með liðinu Leicester City getur komist í úrslitaleik enska deildabikarsins í fyrsta sinn í 20 ár. 28. janúar 2020 13:30 Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira
Leicester ekki komist í úrslit deildabikarsins síðan Arnar lék með liðinu Leicester City getur komist í úrslitaleik enska deildabikarsins í fyrsta sinn í 20 ár. 28. janúar 2020 13:30