„Vorum bara allt í einu á eigin vegum og enginn að passa upp á okkur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. janúar 2020 11:15 Guðrún Sigurbjörnsdóttir varð að flýja land um helgina þegar hún tók þátt í Miss Global. „Við vöknuðum klukkan sjö um morguninn til að fara í förðun og æfa á sviðinu þar sem við höfðum ekki æft þar áður. Þegar við komum beið okkar lítið tjald úti við sviðið sem við áttum að skipta um föt í. Á meðan Miss Global Mexíkó fékk öll búningsherbergin sem var undir öllu sviðinu út af fyrir sig. Við biðum í nokkra tíma eftir að komast á sviðið en fengum svo svör um að einhver mexíkósk söngkona þyrfti að æfa sín atriði og kæmumst við því ekki að. Þess vegna var keppninni frestað um þrjár klukkustundir,“ segir Guðrún Sigurbjörnsdóttir í samtali við Vísi en hún tók þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó um helgina. Keppnin er frábrugðin öðrum fegurðarsamkeppnum fyrir þær sakir að hún er sú eina sem leyfir konum sem hafa átt börn að taka þátt. Það má með sanni segja að keppnin hafi ekki farið vel fram og varð hreinlega allt vitlaust á lokakvöldinu. Svo virðist sem mikið spillingarmál hafi komið upp í tengslum við keppnina eins og Vísir greindi frá í gær. Guðrún varð í rauninni að flýja land strax eftir keppni. Búið var að tilkynna um þær konur sem væru í efstu tíu sætunum. Allt í einu birtist maður á sviðinu og tilkynnir að búið sé að bæta við einni konu og því væru 11 konur komnar í úrslit. Því næst mætir sami maður á sviðið og tilkynnir að sjö keppendum til viðbótar hafi verið bætt við og alls væru þá 18 konur komnar áfram í úrslitin. Til að byrja með tóku 60 konur þátt í Miss Global og því greinilega maðkur í mysunni. Guðrún eignaðist margar vinkonur úti. „Eigandi keppninnar og borgarstjórinn sem var að halda keppnina úti sem var líka sponsari Miss Mexico fóru a fund ásamt fleirum. Við vissum ekkert hvað væri að gerast og héldum að það væri verið að hætta við keppnina. En svo var ekki og loksins byrjaði showið. Við fengum þær fréttir fljótlega að Mexíkó þyrfti að vinna og að dómararnir hefðu fengið úthlutað blaði með nöfnum keppenda sem hefðu borgað fyrir að lenda í sæti. Við ákváðum nokkrar að við myndum ekki taka þátt í þessu lengur og ákváðum að yfirgefa svæðið,“ segir Guðrún en þá var fljótlega tilkynnt að búið væri bæta við fleiri sætum, topp 10 orðið að topp 18 til að reyna að friða stelpurnar. Afþakkaði að lenda í topp 11 „Ég var svo allt í einu beðin um að vera í topp 11. Ég afþakkaði það ásamt fleiri stelpum sem voru einnig beðnar um að koma aftur á sviðið. Fleiri stelpur ákváðu að yfirgefa svæðið ásamt sigurvegaranum frá því í fyrra. Þá ákvað eigandinn að krýna ekki Miss Mexíkó sem sigurvegara og þess vegna kom borgarstjórinn á sviðið og ákvað að blása keppnina af. Ein af keppendunum tók af skarið og lét áhorfendur vita hvað væri á seyði. Þá var hætt við útsendinguna og keppnin blásin af.“ Hún segir að eftir að keppnin var blásin af hafi eigandi keppninnar ákveðið að handvelja þær sem ættu að verma efstu þrjú sætin. Guðrún sér ekki eftir því að hafa tekið þátt. En var Guðrún hrædd þarna úti? „Við fengum þau skilaboð að við værum ekki óhultar lengur og þyrftum að drífa okkur út á flugvöll. Eigandi keppninnar hafði sjálfur farið úr landi um leið og keppninni var lokið og við vorum bara allt í einu á eigin vegum og enginn að passa upp á okkur,“ segir Guðrún sem var úti í Mexíkó í þrjár vikur. „Við lögðum mikla vinnu í dagskrána fyrir loka kvöldið þannig það var auðvitað mjög leiðinlegt að keppnin hafi endað í þessari martröð. Okkur þótti alltaf mjög athugavert frá byrjun hvað Miss Global Mexíkó fékk mikla sérmeðferð. En ég skil af hverju það var núna.“ Lærði margt og mikið Hún segist hafa ákveðið að taka þátt í keppninni til að fara vel út fyrir þægindarammann. „Og læra að dansa, kynnast nýju fólki og nýrri menningu. Ég fór í viðtöl, bæði i sjónvarpi og útvarpi og fór í myndatökur og kom fram á sviði fyrir framan nokkur þúsund manns og í beinni í sjónvarpi. Ég eignaðist yndislegar vinkonur og minningar sem munu endast fyrir lífstíð. Ég uppfyllti allar mínar kröfur og kem heim sterkari útgáfa af sjálfri mér sem ég er ótrúlega stolt af. Þó að lokakvöldinu hafi á endanum verið aflýst vegna deilu á milli eiganda keppninnar og þess sem var að halda hana í Mexíkó, þá náði ég að njóta þess að vera á sviðinu áður en að það gerðist. Ég ætla að reyna að halda í góðu minningarnar og læra af þessari lífsreynslu í stað þess að líða illa yfir því hvernig lokakvöldið fór.“ Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir atburðarrásina á laugardagskvöldið. Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Upplausn í Miss Global og Guðrúnu sagt að flýja land Guðrún Sigurbjörnsdóttir tók þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó um helgina. 20. janúar 2020 11:48 Keppir í einu fegurðarsamkeppninni sem leyfir mæður: „Við erum ekki minna fallegar þó við höfum átt barn“ Guðrún Sigurbjörnsdóttir mun keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó í janúar næstkomandi. 26. október 2019 15:00 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
„Við vöknuðum klukkan sjö um morguninn til að fara í förðun og æfa á sviðinu þar sem við höfðum ekki æft þar áður. Þegar við komum beið okkar lítið tjald úti við sviðið sem við áttum að skipta um föt í. Á meðan Miss Global Mexíkó fékk öll búningsherbergin sem var undir öllu sviðinu út af fyrir sig. Við biðum í nokkra tíma eftir að komast á sviðið en fengum svo svör um að einhver mexíkósk söngkona þyrfti að æfa sín atriði og kæmumst við því ekki að. Þess vegna var keppninni frestað um þrjár klukkustundir,“ segir Guðrún Sigurbjörnsdóttir í samtali við Vísi en hún tók þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó um helgina. Keppnin er frábrugðin öðrum fegurðarsamkeppnum fyrir þær sakir að hún er sú eina sem leyfir konum sem hafa átt börn að taka þátt. Það má með sanni segja að keppnin hafi ekki farið vel fram og varð hreinlega allt vitlaust á lokakvöldinu. Svo virðist sem mikið spillingarmál hafi komið upp í tengslum við keppnina eins og Vísir greindi frá í gær. Guðrún varð í rauninni að flýja land strax eftir keppni. Búið var að tilkynna um þær konur sem væru í efstu tíu sætunum. Allt í einu birtist maður á sviðinu og tilkynnir að búið sé að bæta við einni konu og því væru 11 konur komnar í úrslit. Því næst mætir sami maður á sviðið og tilkynnir að sjö keppendum til viðbótar hafi verið bætt við og alls væru þá 18 konur komnar áfram í úrslitin. Til að byrja með tóku 60 konur þátt í Miss Global og því greinilega maðkur í mysunni. Guðrún eignaðist margar vinkonur úti. „Eigandi keppninnar og borgarstjórinn sem var að halda keppnina úti sem var líka sponsari Miss Mexico fóru a fund ásamt fleirum. Við vissum ekkert hvað væri að gerast og héldum að það væri verið að hætta við keppnina. En svo var ekki og loksins byrjaði showið. Við fengum þær fréttir fljótlega að Mexíkó þyrfti að vinna og að dómararnir hefðu fengið úthlutað blaði með nöfnum keppenda sem hefðu borgað fyrir að lenda í sæti. Við ákváðum nokkrar að við myndum ekki taka þátt í þessu lengur og ákváðum að yfirgefa svæðið,“ segir Guðrún en þá var fljótlega tilkynnt að búið væri bæta við fleiri sætum, topp 10 orðið að topp 18 til að reyna að friða stelpurnar. Afþakkaði að lenda í topp 11 „Ég var svo allt í einu beðin um að vera í topp 11. Ég afþakkaði það ásamt fleiri stelpum sem voru einnig beðnar um að koma aftur á sviðið. Fleiri stelpur ákváðu að yfirgefa svæðið ásamt sigurvegaranum frá því í fyrra. Þá ákvað eigandinn að krýna ekki Miss Mexíkó sem sigurvegara og þess vegna kom borgarstjórinn á sviðið og ákvað að blása keppnina af. Ein af keppendunum tók af skarið og lét áhorfendur vita hvað væri á seyði. Þá var hætt við útsendinguna og keppnin blásin af.“ Hún segir að eftir að keppnin var blásin af hafi eigandi keppninnar ákveðið að handvelja þær sem ættu að verma efstu þrjú sætin. Guðrún sér ekki eftir því að hafa tekið þátt. En var Guðrún hrædd þarna úti? „Við fengum þau skilaboð að við værum ekki óhultar lengur og þyrftum að drífa okkur út á flugvöll. Eigandi keppninnar hafði sjálfur farið úr landi um leið og keppninni var lokið og við vorum bara allt í einu á eigin vegum og enginn að passa upp á okkur,“ segir Guðrún sem var úti í Mexíkó í þrjár vikur. „Við lögðum mikla vinnu í dagskrána fyrir loka kvöldið þannig það var auðvitað mjög leiðinlegt að keppnin hafi endað í þessari martröð. Okkur þótti alltaf mjög athugavert frá byrjun hvað Miss Global Mexíkó fékk mikla sérmeðferð. En ég skil af hverju það var núna.“ Lærði margt og mikið Hún segist hafa ákveðið að taka þátt í keppninni til að fara vel út fyrir þægindarammann. „Og læra að dansa, kynnast nýju fólki og nýrri menningu. Ég fór í viðtöl, bæði i sjónvarpi og útvarpi og fór í myndatökur og kom fram á sviði fyrir framan nokkur þúsund manns og í beinni í sjónvarpi. Ég eignaðist yndislegar vinkonur og minningar sem munu endast fyrir lífstíð. Ég uppfyllti allar mínar kröfur og kem heim sterkari útgáfa af sjálfri mér sem ég er ótrúlega stolt af. Þó að lokakvöldinu hafi á endanum verið aflýst vegna deilu á milli eiganda keppninnar og þess sem var að halda hana í Mexíkó, þá náði ég að njóta þess að vera á sviðinu áður en að það gerðist. Ég ætla að reyna að halda í góðu minningarnar og læra af þessari lífsreynslu í stað þess að líða illa yfir því hvernig lokakvöldið fór.“ Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir atburðarrásina á laugardagskvöldið.
Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Upplausn í Miss Global og Guðrúnu sagt að flýja land Guðrún Sigurbjörnsdóttir tók þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó um helgina. 20. janúar 2020 11:48 Keppir í einu fegurðarsamkeppninni sem leyfir mæður: „Við erum ekki minna fallegar þó við höfum átt barn“ Guðrún Sigurbjörnsdóttir mun keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó í janúar næstkomandi. 26. október 2019 15:00 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Upplausn í Miss Global og Guðrúnu sagt að flýja land Guðrún Sigurbjörnsdóttir tók þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó um helgina. 20. janúar 2020 11:48
Keppir í einu fegurðarsamkeppninni sem leyfir mæður: „Við erum ekki minna fallegar þó við höfum átt barn“ Guðrún Sigurbjörnsdóttir mun keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó í janúar næstkomandi. 26. október 2019 15:00