Fjölnismenn eftir Kjarval komnir aftur til Íslands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 17:23 Verkið hangir uppi í sýningarsal Smiðjunnar. aðsend Málverkið Fjölnismenn eftir Jóhannes Kjarval er komið aftur til Íslands. Myndin er til sýnis og sölu í Smiðjunni Listhúsi en verkið hefur verið um árabil í Danmörku. Verkið var keypt af Íslendingi á uppboði í Kaupmannahöfn í byrjun desember og kemur það upphaflega úr dánarbúi Ragnars í Smára. Verkið er af Fjölnismönnum, þeim Brynjólfi Péturssyni lögfræðingi, Jónasi Hallgrímssyni skáldi og náttúrufræðingi, Konráði Gíslasyni málfræðingi og Tómasi Sæmundssyni guðfræðingi og presti. Fjórmenningarnir voru skólabræður í Bessastaðaskóla og voru saman við nám við Kaupmannahafnarháskóla á fjórða áratugi nítjándu aldar. Þeir Fjölnismenn stofnuðu tímaritið Fjölni árið 1834 þar sem þeir kynntu nýjar hugmyndir um sjálfstæði og frelsi þjóðarinnar, gagnrýndu samtímann á Íslandi og þar birtust mörg þekktustu ljóða Jónasar í fyrsta skipti. Þegar verkið var boðið upp í lok síðasta árs hjá Bruun og Rasmussen í Kaupmannahöfn var það verðlagt á 150 þúsund danskar krónur, sem samsvarar um 2,5 milljónum íslenskra króna. Myndlist Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Málverkið Fjölnismenn eftir Jóhannes Kjarval er komið aftur til Íslands. Myndin er til sýnis og sölu í Smiðjunni Listhúsi en verkið hefur verið um árabil í Danmörku. Verkið var keypt af Íslendingi á uppboði í Kaupmannahöfn í byrjun desember og kemur það upphaflega úr dánarbúi Ragnars í Smára. Verkið er af Fjölnismönnum, þeim Brynjólfi Péturssyni lögfræðingi, Jónasi Hallgrímssyni skáldi og náttúrufræðingi, Konráði Gíslasyni málfræðingi og Tómasi Sæmundssyni guðfræðingi og presti. Fjórmenningarnir voru skólabræður í Bessastaðaskóla og voru saman við nám við Kaupmannahafnarháskóla á fjórða áratugi nítjándu aldar. Þeir Fjölnismenn stofnuðu tímaritið Fjölni árið 1834 þar sem þeir kynntu nýjar hugmyndir um sjálfstæði og frelsi þjóðarinnar, gagnrýndu samtímann á Íslandi og þar birtust mörg þekktustu ljóða Jónasar í fyrsta skipti. Þegar verkið var boðið upp í lok síðasta árs hjá Bruun og Rasmussen í Kaupmannahöfn var það verðlagt á 150 þúsund danskar krónur, sem samsvarar um 2,5 milljónum íslenskra króna.
Myndlist Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira