Gæti þetta orðið titill númer 20 hjá Liverpool en ekki titill númer 19? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 09:30 Fyrirliðinn Vincent Kompany og knattspyrnustjórinn Manuel Pellegrini eftir að Manchester City vann enska meistaratitilinn vorið 2014 og svo Steven Gerrard eftir mistökin á móti Chelsea 2014. Samsett/Getty Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið mjög hart á brotum Manchester City á reglunum yfir rekstur fótboltafélaga en enska úrvalsdeildin gæti einnig refsað ensku meisturunum. Samkvæmt skýrslunni um rannsókn CFCB hjá UEFA, nefndar um rekstur fótboltafélaga, þá kalla þessi brot einnig á rannsókn heima fyrir það er hjá ensku úrvalsdeildinni. Brotin sem UEFA hefur nú dæmt Manchester City fyrir í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni áttu sér stað á árunum 2012 til 2016. Möguleg refsing væri að taka stig af City liðinu og slíkur stigamissir gæti síðan kostað liðið titil. BREAKING: Manchester City's Premier League title in 2014 is now UNDER THREAT with potential backdated points deduction. [@MailSport]https://t.co/le9Hkw8Jyr— Anfield Edition (@AnfieldEdition) February 15, 2020 Vorið 2014 vann Manchester City enska meistaratitilinn eftir æsispennandi baráttu við Liverpool. Liverpool tapaði næstsíðasta heimaleiknum á móti Chelsea og missti síðan niður 3-0 forystu á móti Crystal Palace. Það þýddi að Manchester City komst upp í efsta sætið og vann enska meistaratitilinn með tveggja stiga forskoti. Þetta var einmitt tímabilið þar sem Steven Gerrard komst næst því að vinna langþráðan Englandsmeistaratitil á sautján árum sínum hjá Liverpool. Hann gaf hins vegar mark í leiknum á móti Chelsea og varð aldrei Englandsmeistari með Liverpool, fyrr en kannski núna sex árum seinna. Manchester City hefur þegar gefið það út að félagið ætlar að berjast hatramlega gegn refsingu UEFA og hefur hótað tíu ára lögfræðideilum. City menn vilja frekar eyða miklum peningum í lögfræðinga en að borga Knattspyrnusambandi Evrópu þessar sektir. Viðbrögð Manchester City voru eins og hjá félagi sem þótt að sér vegið með dómi UEFA. Þar verður því ekkert sparað í þessari baráttu. Það verður athyglisvert að sjá hvað enska úrvalsdeildin gerir í þessu máli. Reglur ensku úrvalsdeildarinnar eru ekki eins strangar hjá Knattspyrnusambandi Evrópu og þar hefur félag leyfi til að tapa 105 milljónum pund á þriggja ára tímabili. Enska úrvalsdeildin treystir hins vegar jafnframt á það að félögin skili inn réttum tölum um reksturinn. Manchester City heldur því fram að allar þeirra tölur séu sannar og réttar en nefndin hjá UEFA var ekki sammála því. Imagine! https://t.co/OTOH0CiVaU— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 16, 2020 Stuðningsmenn Liverpool hefðu örugglega þegið slíka „gjöf“ á sínum tíma en flestir vilja örugglega fá núna að enda þrjátíu ára bið með því að fagna langþráðum titli í vor. Væri titillinn í vor hins vegar titill númer tuttugu en ekki númer nítján þá væri Liverpool liðið búið að jafna við Mancester United á toppnum yfir flesta Englandsmeistaratitla. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið mjög hart á brotum Manchester City á reglunum yfir rekstur fótboltafélaga en enska úrvalsdeildin gæti einnig refsað ensku meisturunum. Samkvæmt skýrslunni um rannsókn CFCB hjá UEFA, nefndar um rekstur fótboltafélaga, þá kalla þessi brot einnig á rannsókn heima fyrir það er hjá ensku úrvalsdeildinni. Brotin sem UEFA hefur nú dæmt Manchester City fyrir í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni áttu sér stað á árunum 2012 til 2016. Möguleg refsing væri að taka stig af City liðinu og slíkur stigamissir gæti síðan kostað liðið titil. BREAKING: Manchester City's Premier League title in 2014 is now UNDER THREAT with potential backdated points deduction. [@MailSport]https://t.co/le9Hkw8Jyr— Anfield Edition (@AnfieldEdition) February 15, 2020 Vorið 2014 vann Manchester City enska meistaratitilinn eftir æsispennandi baráttu við Liverpool. Liverpool tapaði næstsíðasta heimaleiknum á móti Chelsea og missti síðan niður 3-0 forystu á móti Crystal Palace. Það þýddi að Manchester City komst upp í efsta sætið og vann enska meistaratitilinn með tveggja stiga forskoti. Þetta var einmitt tímabilið þar sem Steven Gerrard komst næst því að vinna langþráðan Englandsmeistaratitil á sautján árum sínum hjá Liverpool. Hann gaf hins vegar mark í leiknum á móti Chelsea og varð aldrei Englandsmeistari með Liverpool, fyrr en kannski núna sex árum seinna. Manchester City hefur þegar gefið það út að félagið ætlar að berjast hatramlega gegn refsingu UEFA og hefur hótað tíu ára lögfræðideilum. City menn vilja frekar eyða miklum peningum í lögfræðinga en að borga Knattspyrnusambandi Evrópu þessar sektir. Viðbrögð Manchester City voru eins og hjá félagi sem þótt að sér vegið með dómi UEFA. Þar verður því ekkert sparað í þessari baráttu. Það verður athyglisvert að sjá hvað enska úrvalsdeildin gerir í þessu máli. Reglur ensku úrvalsdeildarinnar eru ekki eins strangar hjá Knattspyrnusambandi Evrópu og þar hefur félag leyfi til að tapa 105 milljónum pund á þriggja ára tímabili. Enska úrvalsdeildin treystir hins vegar jafnframt á það að félögin skili inn réttum tölum um reksturinn. Manchester City heldur því fram að allar þeirra tölur séu sannar og réttar en nefndin hjá UEFA var ekki sammála því. Imagine! https://t.co/OTOH0CiVaU— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 16, 2020 Stuðningsmenn Liverpool hefðu örugglega þegið slíka „gjöf“ á sínum tíma en flestir vilja örugglega fá núna að enda þrjátíu ára bið með því að fagna langþráðum titli í vor. Væri titillinn í vor hins vegar titill númer tuttugu en ekki númer nítján þá væri Liverpool liðið búið að jafna við Mancester United á toppnum yfir flesta Englandsmeistaratitla.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn