Arjen Robben er kóngurinn í augum leikmannsins sem Liverpool reyndi að kaupa í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2020 16:00 Samuel Chukwueze er mjög spennandi leikmaður sem er fæddur árið 1999. Skiptir hann úr gulu í rautt í sumar? Getty/Tim Clayton Liverpool reyndi án árangurs að kaupa tvítugan Nígeríumann í janúar samkvæmt fréttum frá hinu virta franska blaði France Football. Nígeríumaðurinn Samuel Chukwueze þykir afar spennandi knattspyrnumaður og líka í augum Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool liðsins. Samuel Chukwueze er aðeins tvítugur og spilar út á hægri kanti. Hann hefur heillað Klopp og aðra með frammistöðu sinni með spænska félaginu Villarreal. Villarreal ætlar sér hins vegar að fá mikið fyrir strákinn og hafnaði tilboði Liverpool í janúar. Nú er búist við því að Liverpool bjóði aftur í hann í sumar en gæti mögulega þurft að borga 60 milljónir punda fyrir hann. The player may want to keep his hero under his hat if he does make the move to Liverpool in the summer... https://t.co/KrtU5QT0FO— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 11, 2020 Samuel Chukwueze er með samning við Villarreal til ársins 2023 en hann hefur þegar spilað þrettán sinnum fyrir nígeríska landsliðið. Hann spilaði fyrst með b-liði Villarreal en er á sínu öðru tímabili með aðalliðinu. Samuel Chukwueze er með 3 mörk og 3 stoðsendingar í 22 leikjum með Villarreal í spænsku deildinni á þessari leiktíð. Í fyrra var hann með 5 mörk og 2 stoðsendingar í 26 leikjum. Það sem vekur líka athygli með Chukwueze er að hann dýrkaði Hollendinginn Arjen Robben sem var hans átrúnaðargoð í fótboltanum. „Robben er kóngurinn í mínum augum. Hann er hinn fullkomni leikmaður. Ég hef horft á svo margar YouTube klippur með honum og það er svo margt sem ég get lært af honum. Enn í dag þá skoða ég stundum YouTube klippur á leið í leikina mína. Ég horfi á mörkin hans og hvernig hann lék með boltann. Hann er innblástur fyrir mig og einn af þeim allra bestu,“ sagði í viðtali við Goal. „Ég vil vera ég sjálfur og auðvitað verður maður að vera það. Það er samt nauðsynlegt að læra af mönnum eins og honum. Þvílíkur leikmaður,“ sagði Samuel Chukwueze. Samuel Chukwueze þykir líka gera frægustu hreyfingu Arjen Robben betur en aðrir sem er að keyra inn frá hægri kanti en hann er örvfættur leikmaður sem spilar best á hægri kantinum. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Sjá meira
Liverpool reyndi án árangurs að kaupa tvítugan Nígeríumann í janúar samkvæmt fréttum frá hinu virta franska blaði France Football. Nígeríumaðurinn Samuel Chukwueze þykir afar spennandi knattspyrnumaður og líka í augum Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool liðsins. Samuel Chukwueze er aðeins tvítugur og spilar út á hægri kanti. Hann hefur heillað Klopp og aðra með frammistöðu sinni með spænska félaginu Villarreal. Villarreal ætlar sér hins vegar að fá mikið fyrir strákinn og hafnaði tilboði Liverpool í janúar. Nú er búist við því að Liverpool bjóði aftur í hann í sumar en gæti mögulega þurft að borga 60 milljónir punda fyrir hann. The player may want to keep his hero under his hat if he does make the move to Liverpool in the summer... https://t.co/KrtU5QT0FO— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 11, 2020 Samuel Chukwueze er með samning við Villarreal til ársins 2023 en hann hefur þegar spilað þrettán sinnum fyrir nígeríska landsliðið. Hann spilaði fyrst með b-liði Villarreal en er á sínu öðru tímabili með aðalliðinu. Samuel Chukwueze er með 3 mörk og 3 stoðsendingar í 22 leikjum með Villarreal í spænsku deildinni á þessari leiktíð. Í fyrra var hann með 5 mörk og 2 stoðsendingar í 26 leikjum. Það sem vekur líka athygli með Chukwueze er að hann dýrkaði Hollendinginn Arjen Robben sem var hans átrúnaðargoð í fótboltanum. „Robben er kóngurinn í mínum augum. Hann er hinn fullkomni leikmaður. Ég hef horft á svo margar YouTube klippur með honum og það er svo margt sem ég get lært af honum. Enn í dag þá skoða ég stundum YouTube klippur á leið í leikina mína. Ég horfi á mörkin hans og hvernig hann lék með boltann. Hann er innblástur fyrir mig og einn af þeim allra bestu,“ sagði í viðtali við Goal. „Ég vil vera ég sjálfur og auðvitað verður maður að vera það. Það er samt nauðsynlegt að læra af mönnum eins og honum. Þvílíkur leikmaður,“ sagði Samuel Chukwueze. Samuel Chukwueze þykir líka gera frægustu hreyfingu Arjen Robben betur en aðrir sem er að keyra inn frá hægri kanti en hann er örvfættur leikmaður sem spilar best á hægri kantinum.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Sjá meira