15 ára að brjótast inn í aðallið Dortmund Ísak Hallmundarson skrifar 29. febrúar 2020 12:15 Moukoko í leik með undir 19 ára-liði Dortmund. vísir/getty Lucien Favre, þjálfari Borussia Dortmund, hefur sagt að liðið sé að búa sig undir það að hleypa Youssoufa Moukoko í aðallið félagsins. Það sem er merkilegt við það er að Moukoko er fæddur árið 2004 og er því einungis 15 ára gamall! Moukoko er sannkallað undrabarn og byrjaði að spila með undir 17 ára-liði Dortmund aðeins 12 ára gamall. Í byrjun yfirstandandi leiktíðar var hann færður upp í U-19 ára liðið og hefur farið á kostum þar. Hann er með 35 mörk í 26 leikjum á þessu tímabili og var nýlega valinn í U-19 ára landslið Þýskalands. Það er þó ekki fyrr en hann verður 16 ára í nóvember næstkomandi sem hann má æfa með aðalliði Dortmund. Hann þyrfti hinsvegar sérstaka undanþágu til að fá að spila í þýsku úrvalsdeildinni þá, en núverandi reglur kveða á um að leikmenn yngri en 17 ára megi ekki spila í deildinni. Til stendur þó að kjósa um hvort leikmenn yngri en 17 ára megi spila með aðalliði félags síns. Sú kosning fer fram í mars og hafa öll líð í efstu- og næstefstu deild á Þýskalandi atkvæðisrétt. ,,Við erum með áætlun varðandi hann (Moukoko) en ég get ekki sagt nákvæmlega til um hvenær hann kemur inn í liðið,‘‘ sagði Favre. ,,Mögulega í mars ef allt gengur upp.‘‘ Hæfileikar Moukoko eru mögulega einsdæmi í sögunni, hann skoraði 90 mörk í 56 leikjum fyrir U-17 lið Dortmund og þreytti landsliðsfrumraun sína einungis 12 ára, 9 mánaða og 22 daga gamall fyrir undir 16 ára-landslið Þýskalands. Yfirmaður unglingastarfs Dortmund, Lars Ricken, telur stóra skrefið upp í aðalliðið eðlilegt fyrir leikmann með þá hæfileika sem Moukoko býr yfir. ,,Við erum ekki að reyna að slá nein met. Þetta snýst um að gefa Youssoufa möguleikann á að spila í úrvalsdeildinni 16 ára gamall. Á þremur árum með U-17 og U-19 liðum Dortmund hefur hann skorað 120-130 mörk. Það er því eðlilega næsta skref að hann fái að spila á hæsta stigi fótboltans. Við viljum samt ekki að of miklar væntingar verði íþyngjandi fyrir hann,'' sagði Ricken. Þá hefur Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, sýnt drengnum áhuga, en segir að hann þurfi að fá að þroskast í friði. ,,Það er auðvitað mjög gaman að heyra þetta og þetta gerir mann stoltan, en það er enn langt í land, allt er hægt,‘‘ sagði Moukoko á Instagram. Það verður áhugavert að fylgjast með þróun þessa undrabarns í framtíðinni, hér gæti verið á ferðinni verðandi besti fótboltamaður heims. Þýski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Lucien Favre, þjálfari Borussia Dortmund, hefur sagt að liðið sé að búa sig undir það að hleypa Youssoufa Moukoko í aðallið félagsins. Það sem er merkilegt við það er að Moukoko er fæddur árið 2004 og er því einungis 15 ára gamall! Moukoko er sannkallað undrabarn og byrjaði að spila með undir 17 ára-liði Dortmund aðeins 12 ára gamall. Í byrjun yfirstandandi leiktíðar var hann færður upp í U-19 ára liðið og hefur farið á kostum þar. Hann er með 35 mörk í 26 leikjum á þessu tímabili og var nýlega valinn í U-19 ára landslið Þýskalands. Það er þó ekki fyrr en hann verður 16 ára í nóvember næstkomandi sem hann má æfa með aðalliði Dortmund. Hann þyrfti hinsvegar sérstaka undanþágu til að fá að spila í þýsku úrvalsdeildinni þá, en núverandi reglur kveða á um að leikmenn yngri en 17 ára megi ekki spila í deildinni. Til stendur þó að kjósa um hvort leikmenn yngri en 17 ára megi spila með aðalliði félags síns. Sú kosning fer fram í mars og hafa öll líð í efstu- og næstefstu deild á Þýskalandi atkvæðisrétt. ,,Við erum með áætlun varðandi hann (Moukoko) en ég get ekki sagt nákvæmlega til um hvenær hann kemur inn í liðið,‘‘ sagði Favre. ,,Mögulega í mars ef allt gengur upp.‘‘ Hæfileikar Moukoko eru mögulega einsdæmi í sögunni, hann skoraði 90 mörk í 56 leikjum fyrir U-17 lið Dortmund og þreytti landsliðsfrumraun sína einungis 12 ára, 9 mánaða og 22 daga gamall fyrir undir 16 ára-landslið Þýskalands. Yfirmaður unglingastarfs Dortmund, Lars Ricken, telur stóra skrefið upp í aðalliðið eðlilegt fyrir leikmann með þá hæfileika sem Moukoko býr yfir. ,,Við erum ekki að reyna að slá nein met. Þetta snýst um að gefa Youssoufa möguleikann á að spila í úrvalsdeildinni 16 ára gamall. Á þremur árum með U-17 og U-19 liðum Dortmund hefur hann skorað 120-130 mörk. Það er því eðlilega næsta skref að hann fái að spila á hæsta stigi fótboltans. Við viljum samt ekki að of miklar væntingar verði íþyngjandi fyrir hann,'' sagði Ricken. Þá hefur Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, sýnt drengnum áhuga, en segir að hann þurfi að fá að þroskast í friði. ,,Það er auðvitað mjög gaman að heyra þetta og þetta gerir mann stoltan, en það er enn langt í land, allt er hægt,‘‘ sagði Moukoko á Instagram. Það verður áhugavert að fylgjast með þróun þessa undrabarns í framtíðinni, hér gæti verið á ferðinni verðandi besti fótboltamaður heims.
Þýski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira