Hverjir eiga skilið að fara fyrstir inn í Heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 18:00 Hér eru margar goðsagnir ensku úrvalsdeildarinnar komnar saman eða þeir Ryan Giggs, Dion Dublin, Alan Shearer, Jimmy Floyd Hasselbaink, Matt Le Tissier, Michael Owen, Les Ferdinand, Emile Heskey og Robin van Persie. Getty/Ben A. Pruchnie Enska úrvalsdeildin hefur stofnað Heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og ætlar að taka inn tvo fyrstu meðlimina 19. mars næstkomandi. Tilkynnt var um nýju heiðurshöllina á heimasíðu deildarinnar í gær en þar kom ekki fram hverjir þessir tveir stofnmeðlimir hennar eru. Knattspyrnuspekingar og annað knattspyrnuáhugafólk hefur síðan velt fyrir sér hverjir eiga skilið að fara fyrstir inn í Heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar. Fjögur nöfn hafa komið upp hjá flestum eða þeir Alan Shearer, Ryan Giggs, Thierry Henry og Steven Gerrard. Það er líklegt að þessir tveir komu úr þeim hópi. Should one of these legends be the first to be introduced into the Premier League Hall of Fame? Someone else?pic.twitter.com/JPN6gqRBPY— ESPN FC (@ESPNFC) February 27, 2020 Alan Shearer er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 260 mörk í 441 leik. Hann hefur 52 marka forskot á næsta mann sem er Wayne Rooney. Alan Shearer skoraði þessi mörk fyrir Blackburn Rovers (112) og Newcastle United (148) en hann vann ensku deildina með Blackburn Rovers árið 1995. Hann varð þrisvar sinnum markakóngur deildarinnar og það á þremur tímabilum í röð, 1994-95, 1995-96 og 1996-97. Ryan Giggs hefur unnið ensku úrvalsdeildina oftar en nokkur annar og gefið fleiri stoðsendingar en allir. Ryan Giggs varð þrettán sinnum Englandsmeistari með Manchester United og var með 109 mörk og 162 stoðsendingar í 632 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Thierry Henry skoraði 175 mörk og gaf 74 stoðsendingar í „aðeins“ 258 leikjum með Arsenal frá 1999 til 2007. Hann var markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu deildarinnar þar til að Sergio Agüero sló metið hans fyrr á þessu tímabili. Henry varð tvisvar sinnum Englandsmeistari með Arsenal, fjórum sinnum markakóngur deildarinnar og er sá eini sem hefur gefið 20 stoðsendingar á einu tímabili. Steven Gerrard er án efa besti leikmaður Liverpool í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann var með 120 mörk og 92 stoðsendingar í 504 leikjum frá 1998 til 2015. Gerrard náði hins vegar aldrei að verða enskur meistari en hann varð þrisvar sinnum í öðru sæti með Liverpool liðinu. Gerrard vann alla aðra titla í boði en meðlimir í Heiðurshöllinni eiga að komast þangað á afrekum sínum í ensku úrvalsdeildinni. My top 10 players who deserve to be in the Premier League Hall of Fame. No particular order. 1. John Terry 2. Thierry Henry 3. Cristiano Ronaldo 4. Frank Lampard 5. Steven Gerrard 6. Eric Cantona 7. Ryan Giggs 8. Alan Shearer 9. Dennis Bergkamp 10. Nemanja Vidic— MK1️ (@SuperKova17) February 27, 2020 Aðrir leikmenn sem eiga örugglega eftir að enda í Heiðurshöllinni í framtíðinni þótt að þeir komist ekki inn núna eru menn eins og John Terry, Wayne Rooney, Frank Lampard, Paul Scholes og Didier Drogba. Aðeins leikmenn sem eru búnir að leggja skóna upp á hilluna koma til greina í Heiðurshöllina. Þegar þessir fyrstu tveir leikmenn verða teknir inn verður einnig sett í gang kosning um hver sé næstur inn á eftir þeim. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hefur stofnað Heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og ætlar að taka inn tvo fyrstu meðlimina 19. mars næstkomandi. Tilkynnt var um nýju heiðurshöllina á heimasíðu deildarinnar í gær en þar kom ekki fram hverjir þessir tveir stofnmeðlimir hennar eru. Knattspyrnuspekingar og annað knattspyrnuáhugafólk hefur síðan velt fyrir sér hverjir eiga skilið að fara fyrstir inn í Heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar. Fjögur nöfn hafa komið upp hjá flestum eða þeir Alan Shearer, Ryan Giggs, Thierry Henry og Steven Gerrard. Það er líklegt að þessir tveir komu úr þeim hópi. Should one of these legends be the first to be introduced into the Premier League Hall of Fame? Someone else?pic.twitter.com/JPN6gqRBPY— ESPN FC (@ESPNFC) February 27, 2020 Alan Shearer er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 260 mörk í 441 leik. Hann hefur 52 marka forskot á næsta mann sem er Wayne Rooney. Alan Shearer skoraði þessi mörk fyrir Blackburn Rovers (112) og Newcastle United (148) en hann vann ensku deildina með Blackburn Rovers árið 1995. Hann varð þrisvar sinnum markakóngur deildarinnar og það á þremur tímabilum í röð, 1994-95, 1995-96 og 1996-97. Ryan Giggs hefur unnið ensku úrvalsdeildina oftar en nokkur annar og gefið fleiri stoðsendingar en allir. Ryan Giggs varð þrettán sinnum Englandsmeistari með Manchester United og var með 109 mörk og 162 stoðsendingar í 632 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Thierry Henry skoraði 175 mörk og gaf 74 stoðsendingar í „aðeins“ 258 leikjum með Arsenal frá 1999 til 2007. Hann var markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu deildarinnar þar til að Sergio Agüero sló metið hans fyrr á þessu tímabili. Henry varð tvisvar sinnum Englandsmeistari með Arsenal, fjórum sinnum markakóngur deildarinnar og er sá eini sem hefur gefið 20 stoðsendingar á einu tímabili. Steven Gerrard er án efa besti leikmaður Liverpool í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann var með 120 mörk og 92 stoðsendingar í 504 leikjum frá 1998 til 2015. Gerrard náði hins vegar aldrei að verða enskur meistari en hann varð þrisvar sinnum í öðru sæti með Liverpool liðinu. Gerrard vann alla aðra titla í boði en meðlimir í Heiðurshöllinni eiga að komast þangað á afrekum sínum í ensku úrvalsdeildinni. My top 10 players who deserve to be in the Premier League Hall of Fame. No particular order. 1. John Terry 2. Thierry Henry 3. Cristiano Ronaldo 4. Frank Lampard 5. Steven Gerrard 6. Eric Cantona 7. Ryan Giggs 8. Alan Shearer 9. Dennis Bergkamp 10. Nemanja Vidic— MK1️ (@SuperKova17) February 27, 2020 Aðrir leikmenn sem eiga örugglega eftir að enda í Heiðurshöllinni í framtíðinni þótt að þeir komist ekki inn núna eru menn eins og John Terry, Wayne Rooney, Frank Lampard, Paul Scholes og Didier Drogba. Aðeins leikmenn sem eru búnir að leggja skóna upp á hilluna koma til greina í Heiðurshöllina. Þegar þessir fyrstu tveir leikmenn verða teknir inn verður einnig sett í gang kosning um hver sé næstur inn á eftir þeim.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Sjá meira