Segir leikmenn úr rúmenska hópnum stunda of mikið kynlíf Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2020 23:30 Florinel Coman er ein helsta stjarna FCSB og var lykilmaður í liði Rúmena sem enduðu í 4. sæti á EM U21-liða í fyrra. vísir/getty Nokkrir leikmenn rúmenska landsliðsins sem væntanlegt er til Íslands í næsta mánuði eyða of miklum tíma í kynlíf með kærustunum sínum og það bitnar á þeim á fótboltavellinum. Þetta staðhæfir að minnsta kosti skrautlegur eigandi rúmenska knattspyrnufélagsins FCSB, Gigi Becali, sem í sjónvarpsviðtali í morgun reyndi að útskýra slæmt gengi liðsins undanfarnar vikur. FCSB er komið niður í 4. sæti efstu deildar Rúmeníu og er átta stigum á eftir toppliði Cluj, eftir að hafa aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum. „Þeir [leikmennirnir] einbeita sér ekki. Þeir reyna það en þeir geta það ekki. Þeir njóta of oft ásta með kærustum sínum, eru bara með sýndarmennsku á æfingum og hugsa aðallega um að sofa því þeir eru svo þreyttir,“ sagði Becali. Á meðal leikmanna FCSB er Florinel Coman, eitt ungstirna Rúmena sem komust í undanúrslit á EM U21-liða síðasta sumar. Þessi markahæsti leikmaður FCSB í vetur er einn að minnsta kosti þriggja leikmanna liðsins sem tóku þátt í undankeppni EM A-landsliða í fyrra, og líklegur til að fá sæti í landsliðshópnum sem kemur til Íslands í umspilsleikinn á Laugardalsvelli 26. mars. Það er að segja ef hann hefur orku til þess eftir allt kynlífið sem hann stundar. FCSB owner Becali about the crisis his team is facing: "My players are making love with their girlfriends too often, that's why they aren't playing football so well lately" pic.twitter.com/0JiJXL7U2w— Emanuel Roşu (@Emishor) February 24, 2020 Becali var spurður að því hvort að sálfræðingur gæti hjálpað leikmönnum að spila betur og svaraði þá: „Þetta snýst að mínu mati um undirbúninginn. Ég tel ekki þörf á því að kalla til sálfræðing. Fyrir mér þá er Kristur og bænin eina sálfræðin sem til þarf. Maður kallar bara til sálfræðing ef maður er veikur. Öll lið eru með sálfræðinga en fyrir mér liggur þetta allt hjá Kristi og í hinni heilögu bók. Við höfum enga þörf fyrir hugarþjálfara.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Skoraði tvö mörk í Evrópudeildinni í gær og spilar á Laugardalsvelli eftir mánuð Ianis Hagi, sonur goðsagnarinnar Gheorghe Hagi, skoraði tvö mörk í gær er Rangers vann 3-2 sigur á Braga í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. 21. febrúar 2020 15:45 Ekki víst hvort æft verði á Laugardalsvelli fyrir leikinn gegn Rúmeníu Væntanlega verður æft á gervigrasi fyrir leik Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 17. febrúar 2020 14:37 Sportpakkinn: Fólk mun átta sig betur á styrkleikum Rúmeníu Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, gefur ekki mikið fyrir umræðu um að það að vinna landslið Rúmeníu í EM-umspilinu eigi að vera góður möguleiki og jafnvel "létt verk“. 23. febrúar 2020 22:30 Ungu ensku strákarnir úr leik eftir ótrúlegar lokamínútur í Cesena England er á leið heim af EM U21. 21. júní 2019 19:01 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
Nokkrir leikmenn rúmenska landsliðsins sem væntanlegt er til Íslands í næsta mánuði eyða of miklum tíma í kynlíf með kærustunum sínum og það bitnar á þeim á fótboltavellinum. Þetta staðhæfir að minnsta kosti skrautlegur eigandi rúmenska knattspyrnufélagsins FCSB, Gigi Becali, sem í sjónvarpsviðtali í morgun reyndi að útskýra slæmt gengi liðsins undanfarnar vikur. FCSB er komið niður í 4. sæti efstu deildar Rúmeníu og er átta stigum á eftir toppliði Cluj, eftir að hafa aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum. „Þeir [leikmennirnir] einbeita sér ekki. Þeir reyna það en þeir geta það ekki. Þeir njóta of oft ásta með kærustum sínum, eru bara með sýndarmennsku á æfingum og hugsa aðallega um að sofa því þeir eru svo þreyttir,“ sagði Becali. Á meðal leikmanna FCSB er Florinel Coman, eitt ungstirna Rúmena sem komust í undanúrslit á EM U21-liða síðasta sumar. Þessi markahæsti leikmaður FCSB í vetur er einn að minnsta kosti þriggja leikmanna liðsins sem tóku þátt í undankeppni EM A-landsliða í fyrra, og líklegur til að fá sæti í landsliðshópnum sem kemur til Íslands í umspilsleikinn á Laugardalsvelli 26. mars. Það er að segja ef hann hefur orku til þess eftir allt kynlífið sem hann stundar. FCSB owner Becali about the crisis his team is facing: "My players are making love with their girlfriends too often, that's why they aren't playing football so well lately" pic.twitter.com/0JiJXL7U2w— Emanuel Roşu (@Emishor) February 24, 2020 Becali var spurður að því hvort að sálfræðingur gæti hjálpað leikmönnum að spila betur og svaraði þá: „Þetta snýst að mínu mati um undirbúninginn. Ég tel ekki þörf á því að kalla til sálfræðing. Fyrir mér þá er Kristur og bænin eina sálfræðin sem til þarf. Maður kallar bara til sálfræðing ef maður er veikur. Öll lið eru með sálfræðinga en fyrir mér liggur þetta allt hjá Kristi og í hinni heilögu bók. Við höfum enga þörf fyrir hugarþjálfara.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Skoraði tvö mörk í Evrópudeildinni í gær og spilar á Laugardalsvelli eftir mánuð Ianis Hagi, sonur goðsagnarinnar Gheorghe Hagi, skoraði tvö mörk í gær er Rangers vann 3-2 sigur á Braga í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. 21. febrúar 2020 15:45 Ekki víst hvort æft verði á Laugardalsvelli fyrir leikinn gegn Rúmeníu Væntanlega verður æft á gervigrasi fyrir leik Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 17. febrúar 2020 14:37 Sportpakkinn: Fólk mun átta sig betur á styrkleikum Rúmeníu Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, gefur ekki mikið fyrir umræðu um að það að vinna landslið Rúmeníu í EM-umspilinu eigi að vera góður möguleiki og jafnvel "létt verk“. 23. febrúar 2020 22:30 Ungu ensku strákarnir úr leik eftir ótrúlegar lokamínútur í Cesena England er á leið heim af EM U21. 21. júní 2019 19:01 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
Skoraði tvö mörk í Evrópudeildinni í gær og spilar á Laugardalsvelli eftir mánuð Ianis Hagi, sonur goðsagnarinnar Gheorghe Hagi, skoraði tvö mörk í gær er Rangers vann 3-2 sigur á Braga í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. 21. febrúar 2020 15:45
Ekki víst hvort æft verði á Laugardalsvelli fyrir leikinn gegn Rúmeníu Væntanlega verður æft á gervigrasi fyrir leik Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 17. febrúar 2020 14:37
Sportpakkinn: Fólk mun átta sig betur á styrkleikum Rúmeníu Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, gefur ekki mikið fyrir umræðu um að það að vinna landslið Rúmeníu í EM-umspilinu eigi að vera góður möguleiki og jafnvel "létt verk“. 23. febrúar 2020 22:30
Ungu ensku strákarnir úr leik eftir ótrúlegar lokamínútur í Cesena England er á leið heim af EM U21. 21. júní 2019 19:01