Grealish vill leiða Aston Villa til sigurs á Wembley Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2020 15:00 Grealish vonast til að lyfta titli síðar í dag. Vísir/Getty Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, er allt í öllu hjá liðinu þessa dagana og hann vill ólmur tryggja liðinu sigur gegn Manchester City í úrslitum enska deildarbikarsins síðar í dag. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst klukkan 16:30. Hinn 24 ára gamli Grealish hefur lengi verið efnilegur en talið var að hann hefði ekki skapgerðina í að nýta hæfileika sína til fulls. Það virðist loks vera breyting á en Grealish er orðinn fyrirliði Villa liðsins ásamt því að vera mikilvægasti leikmaður liðsins. Því til sönnunar þá skapar Grealish að meðaltali eitt af fjórum færum Aston Villa það sem af er leiktíð. Alls hefur hann lagt upp sex mörk í ensku úrvalsdeildinni og skorað önnur sjö. Hann hefur því komið að 13 af 34 mörkum liðsins í deildinni eða 38% þeirra. „Fortíð mín hefur skapað þann leikmann sem ég er í dag,“ sagði Grealish í viðtali við Sky Sports fyrir leikinn en hann var hálfgerður glaumgosi á sínum yngri árum. „Ég held að meiðslin sem ég varð fyrir hafi haft mikil áhrif. Það að missa af þremur til fjórum mánuðum vegna meiðsla lætur mann hugsa um hvað maður vill áorka á ferlinum. Ég var óþroskaður hér áður fyrr en nú vill ég spila fyrir England og vinna titla, það er markmiðið.“ Grealish hefur svo sannarlega tækifæri til þess að vinna titil í dag en hann leiðir Aston Villa út Wembley gegn ógnarsterku liði Manchester City. Leikurinn er eins og áður kom fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 16:30. Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City tekur úrslitaleikinn alvarlega Kevin De Bruyne, miðvallarleikmaður ríkjandi Englandsmeistara Manchester City, segir að liðið taki úrslitaleik enska deildarbikarsins gegn Aston Villa mjög alvarlega. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, tekur í sama streng. Leikurinn fer fram á Wembley og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16:30 í dag. 1. mars 2020 13:00 Í beinni í dag: El Clásico og Aston Villa á Wembley Það er nóg um að vera á sport rásum Stöðvar 2 í dag þó svo að nokkrum leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni hafi verið frestað en alls sýnum við 12 viðburði í beinni útsendingu. Þar ber helst að nefna El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni sem og úrslitaleik enska Deildarbikarsins þar sem Manchester City og Aston Villa mætast. Þá fer Domino´s deild karla aftur af stað eftir langt hlé. 1. mars 2020 06:00 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, er allt í öllu hjá liðinu þessa dagana og hann vill ólmur tryggja liðinu sigur gegn Manchester City í úrslitum enska deildarbikarsins síðar í dag. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst klukkan 16:30. Hinn 24 ára gamli Grealish hefur lengi verið efnilegur en talið var að hann hefði ekki skapgerðina í að nýta hæfileika sína til fulls. Það virðist loks vera breyting á en Grealish er orðinn fyrirliði Villa liðsins ásamt því að vera mikilvægasti leikmaður liðsins. Því til sönnunar þá skapar Grealish að meðaltali eitt af fjórum færum Aston Villa það sem af er leiktíð. Alls hefur hann lagt upp sex mörk í ensku úrvalsdeildinni og skorað önnur sjö. Hann hefur því komið að 13 af 34 mörkum liðsins í deildinni eða 38% þeirra. „Fortíð mín hefur skapað þann leikmann sem ég er í dag,“ sagði Grealish í viðtali við Sky Sports fyrir leikinn en hann var hálfgerður glaumgosi á sínum yngri árum. „Ég held að meiðslin sem ég varð fyrir hafi haft mikil áhrif. Það að missa af þremur til fjórum mánuðum vegna meiðsla lætur mann hugsa um hvað maður vill áorka á ferlinum. Ég var óþroskaður hér áður fyrr en nú vill ég spila fyrir England og vinna titla, það er markmiðið.“ Grealish hefur svo sannarlega tækifæri til þess að vinna titil í dag en hann leiðir Aston Villa út Wembley gegn ógnarsterku liði Manchester City. Leikurinn er eins og áður kom fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 16:30.
Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City tekur úrslitaleikinn alvarlega Kevin De Bruyne, miðvallarleikmaður ríkjandi Englandsmeistara Manchester City, segir að liðið taki úrslitaleik enska deildarbikarsins gegn Aston Villa mjög alvarlega. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, tekur í sama streng. Leikurinn fer fram á Wembley og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16:30 í dag. 1. mars 2020 13:00 Í beinni í dag: El Clásico og Aston Villa á Wembley Það er nóg um að vera á sport rásum Stöðvar 2 í dag þó svo að nokkrum leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni hafi verið frestað en alls sýnum við 12 viðburði í beinni útsendingu. Þar ber helst að nefna El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni sem og úrslitaleik enska Deildarbikarsins þar sem Manchester City og Aston Villa mætast. Þá fer Domino´s deild karla aftur af stað eftir langt hlé. 1. mars 2020 06:00 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Manchester City tekur úrslitaleikinn alvarlega Kevin De Bruyne, miðvallarleikmaður ríkjandi Englandsmeistara Manchester City, segir að liðið taki úrslitaleik enska deildarbikarsins gegn Aston Villa mjög alvarlega. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, tekur í sama streng. Leikurinn fer fram á Wembley og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16:30 í dag. 1. mars 2020 13:00
Í beinni í dag: El Clásico og Aston Villa á Wembley Það er nóg um að vera á sport rásum Stöðvar 2 í dag þó svo að nokkrum leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni hafi verið frestað en alls sýnum við 12 viðburði í beinni útsendingu. Þar ber helst að nefna El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni sem og úrslitaleik enska Deildarbikarsins þar sem Manchester City og Aston Villa mætast. Þá fer Domino´s deild karla aftur af stað eftir langt hlé. 1. mars 2020 06:00
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn