Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2025 11:13 Það er mikil pressa á Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool, eftir hræðilegt gengi síðustu vikna. EPA/RONALD WITTEK Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, neitaði að tjá sig um hvort samningaviðræður um framlengingu á samningi hans við Liverpool séu enn í gangi. Hann sagðist bara leggja áherslu á að hann einbeitti sér að því að koma liðinu aftur á sigurbraut. Slot skrifaði undir þriggja ára samning þegar hann gekk til liðs við félagið árið 2024 og búist var við að Hollendingurinn myndi skrifa undir nýjan samning eftir að hafa unnið ensku úrvalsdeildina á fyrsta tímabili. Titilvörn Rauða hersins hefur hins vegar gengið hræðilega og lið Slot hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum. Þegar Slot var spurður um stöðu eigin samningsmála á blaðamannafundi í gær sagði hann: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á. Ég einbeiti mér alfarið að því að koma Liverpool aftur á sigurbraut,“ sagði Arne Slot. 🗣️ Arne Slot on his contract talks with #LFC"This is the last question I was expecting! My focus is completely on getting Liverpool back on winning ways." pic.twitter.com/w9lXbcsi5p— Empire of the Kop (@empireofthekop) October 31, 2025 „Það er fyrsta svar mitt og annað svar mitt er að samningaviðræður, ef þær eru þá í gangi, ræðum við aldrei hér. Byrjum á því að vinna aftur, það er aðaláherslan mín,“ sagði Slot. Liverpool hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og féll einnig úr deildabikarnum með 3-0 tapi gegn Crystal Palace á miðvikudagskvöld. Slot bjó til talsverða umræðu í öllum miðlum eftir deildabikarleikinn á miðvikudag með því að halda því fram að hann væri ekki með breiðan hóp, þrátt fyrir að félagið hafi eytt meira en fjögur hundruð milljónum punda (66 milljörðum króna) á leikmannamarkaðnum í sumar. „Okkur skortir ekkert. Ég er ánægður með að þú skulir spyrja þessarar spurningar því ég er fullkomlega ánægður með liðið og alla þá hæfileika sem við höfum og ég er líka alveg sannfærður um stefnuna og stefnumótunina sem við höfum. Það sem býr til vandamálið, ef þú kallar það vandamál, er að ekki allir hafa fengið almennilegt undirbúningstímabil eða hafa verið meiddir.“ „Við höfum þurft að spila marga útileiki með aðeins tveggja daga hvíld á milli og það hefði verið erfitt fyrir leikmenn okkar á síðasta tímabili, og leikmenn sem hafa verið heilir allt undirbúningstímabilið. Þetta hefur ekkert með breidd hópsins að gera, þetta snýst um hvernig okkur hefur gengið á tímabilinu hvað varðar meiðsli leikmanna og framboð á leikmönnum,“ sagði Slot. Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Sjá meira
Slot skrifaði undir þriggja ára samning þegar hann gekk til liðs við félagið árið 2024 og búist var við að Hollendingurinn myndi skrifa undir nýjan samning eftir að hafa unnið ensku úrvalsdeildina á fyrsta tímabili. Titilvörn Rauða hersins hefur hins vegar gengið hræðilega og lið Slot hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum. Þegar Slot var spurður um stöðu eigin samningsmála á blaðamannafundi í gær sagði hann: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á. Ég einbeiti mér alfarið að því að koma Liverpool aftur á sigurbraut,“ sagði Arne Slot. 🗣️ Arne Slot on his contract talks with #LFC"This is the last question I was expecting! My focus is completely on getting Liverpool back on winning ways." pic.twitter.com/w9lXbcsi5p— Empire of the Kop (@empireofthekop) October 31, 2025 „Það er fyrsta svar mitt og annað svar mitt er að samningaviðræður, ef þær eru þá í gangi, ræðum við aldrei hér. Byrjum á því að vinna aftur, það er aðaláherslan mín,“ sagði Slot. Liverpool hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og féll einnig úr deildabikarnum með 3-0 tapi gegn Crystal Palace á miðvikudagskvöld. Slot bjó til talsverða umræðu í öllum miðlum eftir deildabikarleikinn á miðvikudag með því að halda því fram að hann væri ekki með breiðan hóp, þrátt fyrir að félagið hafi eytt meira en fjögur hundruð milljónum punda (66 milljörðum króna) á leikmannamarkaðnum í sumar. „Okkur skortir ekkert. Ég er ánægður með að þú skulir spyrja þessarar spurningar því ég er fullkomlega ánægður með liðið og alla þá hæfileika sem við höfum og ég er líka alveg sannfærður um stefnuna og stefnumótunina sem við höfum. Það sem býr til vandamálið, ef þú kallar það vandamál, er að ekki allir hafa fengið almennilegt undirbúningstímabil eða hafa verið meiddir.“ „Við höfum þurft að spila marga útileiki með aðeins tveggja daga hvíld á milli og það hefði verið erfitt fyrir leikmenn okkar á síðasta tímabili, og leikmenn sem hafa verið heilir allt undirbúningstímabilið. Þetta hefur ekkert með breidd hópsins að gera, þetta snýst um hvernig okkur hefur gengið á tímabilinu hvað varðar meiðsli leikmanna og framboð á leikmönnum,“ sagði Slot.
Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Sjá meira