Níu manna rafbíll frá Mercedes-Benz með 421 km drægi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. mars 2020 07:00 Hinn nýi Mercedes-Benz eVito. Vísir/Askja Nýr og breyttur Mercedes-Benz eVito Tourer var frumsýndur í síðustu viku og var að vonum mikil spenna fyrir frumsýningunni á þessum vinsæla atvinnubíl sem verður nú fáanlegur sem rafbíll. Hinn nýi og rafmagnaði eVito Tourer er hreinn rafbíll og með engan útblástur. Hann er með allt að 421 km drægni á rafmagninu. Rafhlaðan skilar 150 kW eða 204 hestöflum og togið er alls 362 Nm. Hægt er að hlaða bílinn allt að 80% á innan við 45 mínútum. Bíllinn er með pláss fyrir níu farþega, auk bílstjóra. Bíllinn býður upp á mikil þægindi fyrir farþega sem einnig njóta góðs af tæknivæddu umhverfi innanrýmisins. Bíllinn hefur breyst talsvert í útliti bæði að innan og utan. Framhluti bílsins er með nýrri hönnun og innanrýmið er nokkuð breytt, m.a. með nýju sætisáklæði. Nýi bíllinn er mjög tæknivæddur en hann er m.a. í boði með stafrænni myndavél í stað aftur spegils sem sýnir allt sem er fyrir aftan bílinn.Aksturseiginleikarnir hafa verið bættir enn frekar m.a. með nýjustu tækni af AIRMATIC loftpúðafjöðrun. Aksturs- og öryggisbúnaður bílsins er eins og best verður á kosið m.a. með DISTRONIC búnaðinum sem er hraðatengdur fjarlægðarskynjari. Þá er bíllinn búinn nýjasta Active Brake Assist búnaði. Nýr Vito atvinnubíll er einnig í boði með fjögurra sílindra dísilvél. Lúxusgerð bílsins er einnig væntanleg í sumar í EQV útfærslu sem er byggð á hinum gríðarvinsæla V-Class sem er mjög vinsæll hér á landi. Vito hefur verið mjög vinsæll atvinnubíll og þriðja kynslóð bílsins hefur selst í rúmlega 508 þúsund eintökum á heimsvísu síðan hún kom á markað haustið 2014. Bíllinn er framleiddur í verksmiðju Mercedes-Benz í Vitoria á Spáni. Bílar Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent
Nýr og breyttur Mercedes-Benz eVito Tourer var frumsýndur í síðustu viku og var að vonum mikil spenna fyrir frumsýningunni á þessum vinsæla atvinnubíl sem verður nú fáanlegur sem rafbíll. Hinn nýi og rafmagnaði eVito Tourer er hreinn rafbíll og með engan útblástur. Hann er með allt að 421 km drægni á rafmagninu. Rafhlaðan skilar 150 kW eða 204 hestöflum og togið er alls 362 Nm. Hægt er að hlaða bílinn allt að 80% á innan við 45 mínútum. Bíllinn er með pláss fyrir níu farþega, auk bílstjóra. Bíllinn býður upp á mikil þægindi fyrir farþega sem einnig njóta góðs af tæknivæddu umhverfi innanrýmisins. Bíllinn hefur breyst talsvert í útliti bæði að innan og utan. Framhluti bílsins er með nýrri hönnun og innanrýmið er nokkuð breytt, m.a. með nýju sætisáklæði. Nýi bíllinn er mjög tæknivæddur en hann er m.a. í boði með stafrænni myndavél í stað aftur spegils sem sýnir allt sem er fyrir aftan bílinn.Aksturseiginleikarnir hafa verið bættir enn frekar m.a. með nýjustu tækni af AIRMATIC loftpúðafjöðrun. Aksturs- og öryggisbúnaður bílsins er eins og best verður á kosið m.a. með DISTRONIC búnaðinum sem er hraðatengdur fjarlægðarskynjari. Þá er bíllinn búinn nýjasta Active Brake Assist búnaði. Nýr Vito atvinnubíll er einnig í boði með fjögurra sílindra dísilvél. Lúxusgerð bílsins er einnig væntanleg í sumar í EQV útfærslu sem er byggð á hinum gríðarvinsæla V-Class sem er mjög vinsæll hér á landi. Vito hefur verið mjög vinsæll atvinnubíll og þriðja kynslóð bílsins hefur selst í rúmlega 508 þúsund eintökum á heimsvísu síðan hún kom á markað haustið 2014. Bíllinn er framleiddur í verksmiðju Mercedes-Benz í Vitoria á Spáni.
Bílar Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent