Liverpool getur ekki lengur orðið sófameistari á laugardaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2020 09:30 Liverpool menn þurfa að bíða aðeins lengur eftir því að tryggja sér enska meistaratitilinn. Getty/Chloe Knott Manchester City spilar ekki í ensku úrvalsdeildinni í kvöld eins og áætlað var eftir að leik liðsins var frestað. Það gæti seinkað því að Liverpool tryggi sér enska meistaratitilinn í fyrsta sinn í þrjátíu ár. Leik Arsenal og Manchester City í kvöld var frestað eftir að nokkrir leikmenn Arsenal voru settir í sótthví. Þeir voru í kringum Evangelos Marinakis, eiganda gríska félagsins Olympiacos, eftir Evrópudeildarleik félaganna 27. febrúar síðastliðinn. Evangelos Marinakis greindist með kórónuveiruna og lét vita af því í gær. Í framhaldinu fór Arsenal að skoða hvaða leikmenn höfðu umgengist hann í kringum leikinn. Þeir leikmenn voru síðan allir settir í sóttkví.Several Arsenal players are now in self-isolation and Liverpool can no longer win the title this weekend https://t.co/HNCxvNAosx — GiveMeSport (@GiveMeSport) March 11, 2020Þar sem að það eru þegar liðnir þrettán dagar frá því að leikmennirnir hittu Evangelos Marinakis og ef þeir sína engin merki um að vera með kórónuveiruna þá ættu þeir að losna úr sóttkví á föstudaginn. Allt bendir því til þess að leikur Arsenal á móti Brighton um helgina fari því fram. Manchester City átti að spila tvo leiki áður en kemur að næsta deildarleik hjá Liverpool liðinu. Þar sem Liverpool vantar bara sex stig í viðbót til að verða enskur meistari þá hefði Liverpool verið búið að vinna titilinn ef City myndi tapa báðum þessum leikjum. Manchester City spilar við Burnley um helgina. Tapi City þeim leik þá gæti Liverpool tryggt sér enska meistaratitilinn með sigri á Everton á Goodison Park á mánudagskvöldið. Vinni City þá þarf Liverpool að vinna Everton og svo Crystal Palace í leiknum á eftir til að gulltryggja titilinn. Takist það ekki þá bíður Liverpool leikur á móti Manchester City á Ethiad leikvanginum í byrjun aprílmánaðar. Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira
Manchester City spilar ekki í ensku úrvalsdeildinni í kvöld eins og áætlað var eftir að leik liðsins var frestað. Það gæti seinkað því að Liverpool tryggi sér enska meistaratitilinn í fyrsta sinn í þrjátíu ár. Leik Arsenal og Manchester City í kvöld var frestað eftir að nokkrir leikmenn Arsenal voru settir í sótthví. Þeir voru í kringum Evangelos Marinakis, eiganda gríska félagsins Olympiacos, eftir Evrópudeildarleik félaganna 27. febrúar síðastliðinn. Evangelos Marinakis greindist með kórónuveiruna og lét vita af því í gær. Í framhaldinu fór Arsenal að skoða hvaða leikmenn höfðu umgengist hann í kringum leikinn. Þeir leikmenn voru síðan allir settir í sóttkví.Several Arsenal players are now in self-isolation and Liverpool can no longer win the title this weekend https://t.co/HNCxvNAosx — GiveMeSport (@GiveMeSport) March 11, 2020Þar sem að það eru þegar liðnir þrettán dagar frá því að leikmennirnir hittu Evangelos Marinakis og ef þeir sína engin merki um að vera með kórónuveiruna þá ættu þeir að losna úr sóttkví á föstudaginn. Allt bendir því til þess að leikur Arsenal á móti Brighton um helgina fari því fram. Manchester City átti að spila tvo leiki áður en kemur að næsta deildarleik hjá Liverpool liðinu. Þar sem Liverpool vantar bara sex stig í viðbót til að verða enskur meistari þá hefði Liverpool verið búið að vinna titilinn ef City myndi tapa báðum þessum leikjum. Manchester City spilar við Burnley um helgina. Tapi City þeim leik þá gæti Liverpool tryggt sér enska meistaratitilinn með sigri á Everton á Goodison Park á mánudagskvöldið. Vinni City þá þarf Liverpool að vinna Everton og svo Crystal Palace í leiknum á eftir til að gulltryggja titilinn. Takist það ekki þá bíður Liverpool leikur á móti Manchester City á Ethiad leikvanginum í byrjun aprílmánaðar.
Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira