Banega við Conte: „Sjáum hvort þetta sé hárkolla eða alvöru“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. ágúst 2020 23:00 Conte fékk gult eftir viðskipti sín við Banega. Vísir/AP Leikur Sevilla og Inter Milan í úrslitum Evrópudeildarinnar var stórskemmtilegur frá upphafi til enda. Fimm mörk og mikill hasar. Líkt og í undanförnum úrslitaleikjum sem Sevilla hefur komist í þá bar liðið sigur úr býtum, lokatölur 3-2. Antonio Conte – þjálfari Inter Milan – fékk gut spjald í leiknum en það verður að viðurkennast að kringumstæðurnar voru frekar skondnar. Allavega fyrir þau okkar sem erum enn með hár á höfðinu. Samkvæmt frétt Daily Mail á argentíski snillingurinn Éver Banega að hafa reynt að toga í hár Conte og sagt „sjáum hvort þetta sé hárkolla eða alvöru hár.“ „Sjáumst eftir leikinn,“ ku Conte hafa svarað um hæl og fékk gult spjald frá dómara leiksins í kjölfarið. Þegar Conte var enn að spila var hann orðinn nær sköllóttur og því ekkert launungamál að hann hefur farið í hárígræðslu eða einfaldlega skellt á sig hárkollu. Banega virðist hafa snert veikan punkt hjá Conte þarna sem vildi endilega ræða við hann eftir leik. Banega hefur ekki leiðst að landa sigri eftir að hafa strítt Conte á meðan leik stóð.Vísir/Getty Ekki hefur skap Conte batnað er Romelu Lukaku stakk hægri fætinum út og sá til þess að hjólhestaspyrna Diego Carlos endaði í netinu og tryggði Sevilla þar með sigurinn. Téður Carlos hafði ekki átt góðan leik og í raun átt stóran þátt í báðum mörkum Inter. Hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu sem Lukaku skoraði úr. Fékk hann dæmd á sig víti í 8-liða úrslitum, undanúrslitum og úrslitum keppninnar. Það hlýtur einfaldlega að vera met. Þá fékk hann dæmda á sig aukaspyrnuna sem leiddi til síðara marks Inter. Sá hlær best sem síðast hlær en Carlos endaði sem hetjan í liði Sevilla. Hann og Banega eiga allavega góðar sögur eftir kvöldið. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sevilla Evrópudeildarmeistari eftir fjörugan leik | Sjáðu sigurmarkið Spænska knattspyrnuliðið Sevilla virðist ekki geta tapað úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Liðið lagði Inter Milan í kvöld er liðið vann sinn fjórða úrslitaleik á sjö árum í keppninni. 21. ágúst 2020 20:55 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR Sjá meira
Leikur Sevilla og Inter Milan í úrslitum Evrópudeildarinnar var stórskemmtilegur frá upphafi til enda. Fimm mörk og mikill hasar. Líkt og í undanförnum úrslitaleikjum sem Sevilla hefur komist í þá bar liðið sigur úr býtum, lokatölur 3-2. Antonio Conte – þjálfari Inter Milan – fékk gut spjald í leiknum en það verður að viðurkennast að kringumstæðurnar voru frekar skondnar. Allavega fyrir þau okkar sem erum enn með hár á höfðinu. Samkvæmt frétt Daily Mail á argentíski snillingurinn Éver Banega að hafa reynt að toga í hár Conte og sagt „sjáum hvort þetta sé hárkolla eða alvöru hár.“ „Sjáumst eftir leikinn,“ ku Conte hafa svarað um hæl og fékk gult spjald frá dómara leiksins í kjölfarið. Þegar Conte var enn að spila var hann orðinn nær sköllóttur og því ekkert launungamál að hann hefur farið í hárígræðslu eða einfaldlega skellt á sig hárkollu. Banega virðist hafa snert veikan punkt hjá Conte þarna sem vildi endilega ræða við hann eftir leik. Banega hefur ekki leiðst að landa sigri eftir að hafa strítt Conte á meðan leik stóð.Vísir/Getty Ekki hefur skap Conte batnað er Romelu Lukaku stakk hægri fætinum út og sá til þess að hjólhestaspyrna Diego Carlos endaði í netinu og tryggði Sevilla þar með sigurinn. Téður Carlos hafði ekki átt góðan leik og í raun átt stóran þátt í báðum mörkum Inter. Hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu sem Lukaku skoraði úr. Fékk hann dæmd á sig víti í 8-liða úrslitum, undanúrslitum og úrslitum keppninnar. Það hlýtur einfaldlega að vera met. Þá fékk hann dæmda á sig aukaspyrnuna sem leiddi til síðara marks Inter. Sá hlær best sem síðast hlær en Carlos endaði sem hetjan í liði Sevilla. Hann og Banega eiga allavega góðar sögur eftir kvöldið.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sevilla Evrópudeildarmeistari eftir fjörugan leik | Sjáðu sigurmarkið Spænska knattspyrnuliðið Sevilla virðist ekki geta tapað úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Liðið lagði Inter Milan í kvöld er liðið vann sinn fjórða úrslitaleik á sjö árum í keppninni. 21. ágúst 2020 20:55 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR Sjá meira
Sevilla Evrópudeildarmeistari eftir fjörugan leik | Sjáðu sigurmarkið Spænska knattspyrnuliðið Sevilla virðist ekki geta tapað úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Liðið lagði Inter Milan í kvöld er liðið vann sinn fjórða úrslitaleik á sjö árum í keppninni. 21. ágúst 2020 20:55
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti