Southgate mætir með sterkt lið til Íslands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. ágúst 2020 16:00 Southgate ætlar sér ekki að tapa gegn Íslandi né Danmörku. vísir/getty Þann 5. september mætast Ísland og England í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. Gareth Southgate, landsliðseinvaldur enska karlalandsliðsins, ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er í leikinn. Þetta kemur fram í Sky Sports um komandi landsliðsverkefni Englands. Honum virðist slétt sama þó leikmenn Manchester United, Manchester City og Chelsea séu varla komnir í sumarfrí. Hann ætlar að boða alla þá sem hann telur eiga skilið í komandi landsliðsverkefni. Harry Maguire gæti sloppið einfaldlega vegna þessa að hann var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos. Mögulega gæti landsliðssæti Harry verið í hættu en Southgate vill að sínir leikmenn hagi sér öllum stundum, allan ársins hring. Leikmenn munu hittast á St. George´s vellinum – æfingasvæði enska landsliðsins – þann 30. ágúst og hefja undirbúning fyrir leikinn gegn Íslandi. Það þýðir að þeir leikmenn Man United sem verða valdir hafa aðeins fengið 13 daga í sumarfrí. Leikmenn Man City munu aðeins hafa fengið 14 daga sumarfrí. Virðist sem Southgate noti önnur lönd sem fordæmi en David De Gea, markvörður United, er til að mynda í spænska landsliðshópnum. Athygli vekur að ensku félögin höfðu samið við enska knattspyrnusambandið sem og leikmenn sína um þeir myndu fá 30 daga í frí. Þeir fá ekki einu sinni helminginn af því. Talið er að Ben Chilwell, Luke Shaw, Alex Oxlade-Chamberlain, James Maddison og Jordan Henderson missi allir af verkefninu vegna meiðsla. Þá er óvissa með Harry Kane þar sem hann er í sóttkví eftir að hafa farið í frí til Bahamsas. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig hópurinn verður og hvernig þeim leikmönnum sem hafa fengið hvað minnsta hvíld mun ganga á komandi vikum og mánuðum. Knattspyrnumenn eru nú mannlegir eftir allt saman. Fótbolti Enski boltinn KSÍ Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Sjá meira
Þann 5. september mætast Ísland og England í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. Gareth Southgate, landsliðseinvaldur enska karlalandsliðsins, ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er í leikinn. Þetta kemur fram í Sky Sports um komandi landsliðsverkefni Englands. Honum virðist slétt sama þó leikmenn Manchester United, Manchester City og Chelsea séu varla komnir í sumarfrí. Hann ætlar að boða alla þá sem hann telur eiga skilið í komandi landsliðsverkefni. Harry Maguire gæti sloppið einfaldlega vegna þessa að hann var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos. Mögulega gæti landsliðssæti Harry verið í hættu en Southgate vill að sínir leikmenn hagi sér öllum stundum, allan ársins hring. Leikmenn munu hittast á St. George´s vellinum – æfingasvæði enska landsliðsins – þann 30. ágúst og hefja undirbúning fyrir leikinn gegn Íslandi. Það þýðir að þeir leikmenn Man United sem verða valdir hafa aðeins fengið 13 daga í sumarfrí. Leikmenn Man City munu aðeins hafa fengið 14 daga sumarfrí. Virðist sem Southgate noti önnur lönd sem fordæmi en David De Gea, markvörður United, er til að mynda í spænska landsliðshópnum. Athygli vekur að ensku félögin höfðu samið við enska knattspyrnusambandið sem og leikmenn sína um þeir myndu fá 30 daga í frí. Þeir fá ekki einu sinni helminginn af því. Talið er að Ben Chilwell, Luke Shaw, Alex Oxlade-Chamberlain, James Maddison og Jordan Henderson missi allir af verkefninu vegna meiðsla. Þá er óvissa með Harry Kane þar sem hann er í sóttkví eftir að hafa farið í frí til Bahamsas. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig hópurinn verður og hvernig þeim leikmönnum sem hafa fengið hvað minnsta hvíld mun ganga á komandi vikum og mánuðum. Knattspyrnumenn eru nú mannlegir eftir allt saman.
Fótbolti Enski boltinn KSÍ Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Sjá meira