Gerðist þula í sjónvarpi til að ná athygli pabba síns Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 11:30 Ellý Ármanns var gestur í Podcasti Sölva Tryggva. Skjáskot „Einu sinni var stofnuð Facebook-síða gegn mér, Rekið Ellý Ármanns úr fjölmiðlum, en ég tók það ekki nærri mér, en vinkonur mínar, sérstaklega tvær tóku þetta mjög nærri sér,” segir Ellý Ármannsdóttir. „Þetta var þegar ég var að skrifa slúðurfréttir, af því að yfirmaðurinn minn sagði mér að gera þetta. Ég var alveg ónæm fyrir þessu, en þessi kona sem stofnaði Facebook síðuna er ágætis vinkona mín í dag, en hún var bara á þessum stað þarna og skildi þetta ekki alveg. Svo fór hún sjálf að vinna í fjölmiðlum og áttaði sig á því að það er ekki allt eins og það lítur út fyrir að vera,” segir Ellý. Hún ræddi fjölmiðlana og ýmislegt fleira í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Ellý byrjaði ung að starfa sem þula á Ríkissjónvarpinu, þar sem hún var kvöld eftir kvöld fyrir augum allra landsmanna. Síðan þá hefur hún gert ótal hluti, allt frá fréttaskrifum, yfir í að spá fyrir fólki og kenna hóptíma í líkamsrækt. „Svo las ég Bylgjufréttir á klukkutíma fresti í útvarpinu og mér fannst það erfitt. Ég veit ekki hvort þú hafir fengið þessa þjálfun, en mér var sagt að vera ákveðin þegar ég væri að lesa fréttir og að ég ætti að lesa þær eins og ég væri reið, til að halda fólki við fréttirnar. Mér fannst þetta svo óþægilegt að ég var farin að fá frunsur út um allt andlit. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að það er ekki allt eins og maður heldur að það sé og í dag hlusta ég ekki á fréttir og les ekki blöðin, nema mjög sjaldan. Ef ég á að vita eitthvað, þá segir einhver mér frá því.” Kvartað undan ljósbláum sögum Ellý segir að sambandið við föður hennar hafi verið lítið sem ekkert og að drifkrafturinn fyrir því að fara í fjölmiðla hafi komið þaðan: „Ég skal segja þér af hverju ég sótti um að verða þula. Ég þekkti pabba minn lítið og hann var lítið í sambandi við mig og mig langaði að fanga athygli hans og ég vissi að hann horfði á fréttir og ég vissi að þulan kynnti fréttirnar. Þess vegna fór ég í fjölmiðla Sölvi,“ segir Ellý meðal annars í viðtalinu. Ellý vakti strax athygli fyrir að vera óhefðbundin á tímum þar sem allt var mjög kassalagað í fjölmiðlum. Hún segist ekki hafa tekið það inn á sig þó að margir hafi hneykslast á henni: „Ég var tilbúin að vera alveg sama, þeim sem var ekki sama voru vinkonur mínar og mamma, sem býr í útlöndum. Það var mikið hringt í RÚV og kvartað, sérstaklega þegar ég var að blogga svona ljósbláar sögur á MBL. Þar skrifaði ég ímyndaðar sögur og fantasíur og ég held að um 10 þúsund manns hafi smellt á þessar sögur á hverjum degi og þá var ég tekin á skrifstofuna á RÚV. Yndislegt fólk, sem gaf mér valkost og ég sagðist bara vera hætt og allir voru glaðir og allt í góðu.” Í viðtalinu ræða Sölvi og Ellý um ferilinn í fjölmiðlum, listir, spádóma og margt fleira. „Ég er loksins orðin frjáls," segir Ellý, en hún hefur gengið í gegnum ýmislegt síðustu ár. Hún segist ekki lengur föst í fortíðinni. Viðtalið er komið á Spotify og má horfa á það hér fyrir neðan. Podcast með Sölva Tryggva Fjölmiðlar Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Setja upp söngleik um Luigi Mangione „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
„Einu sinni var stofnuð Facebook-síða gegn mér, Rekið Ellý Ármanns úr fjölmiðlum, en ég tók það ekki nærri mér, en vinkonur mínar, sérstaklega tvær tóku þetta mjög nærri sér,” segir Ellý Ármannsdóttir. „Þetta var þegar ég var að skrifa slúðurfréttir, af því að yfirmaðurinn minn sagði mér að gera þetta. Ég var alveg ónæm fyrir þessu, en þessi kona sem stofnaði Facebook síðuna er ágætis vinkona mín í dag, en hún var bara á þessum stað þarna og skildi þetta ekki alveg. Svo fór hún sjálf að vinna í fjölmiðlum og áttaði sig á því að það er ekki allt eins og það lítur út fyrir að vera,” segir Ellý. Hún ræddi fjölmiðlana og ýmislegt fleira í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Ellý byrjaði ung að starfa sem þula á Ríkissjónvarpinu, þar sem hún var kvöld eftir kvöld fyrir augum allra landsmanna. Síðan þá hefur hún gert ótal hluti, allt frá fréttaskrifum, yfir í að spá fyrir fólki og kenna hóptíma í líkamsrækt. „Svo las ég Bylgjufréttir á klukkutíma fresti í útvarpinu og mér fannst það erfitt. Ég veit ekki hvort þú hafir fengið þessa þjálfun, en mér var sagt að vera ákveðin þegar ég væri að lesa fréttir og að ég ætti að lesa þær eins og ég væri reið, til að halda fólki við fréttirnar. Mér fannst þetta svo óþægilegt að ég var farin að fá frunsur út um allt andlit. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að það er ekki allt eins og maður heldur að það sé og í dag hlusta ég ekki á fréttir og les ekki blöðin, nema mjög sjaldan. Ef ég á að vita eitthvað, þá segir einhver mér frá því.” Kvartað undan ljósbláum sögum Ellý segir að sambandið við föður hennar hafi verið lítið sem ekkert og að drifkrafturinn fyrir því að fara í fjölmiðla hafi komið þaðan: „Ég skal segja þér af hverju ég sótti um að verða þula. Ég þekkti pabba minn lítið og hann var lítið í sambandi við mig og mig langaði að fanga athygli hans og ég vissi að hann horfði á fréttir og ég vissi að þulan kynnti fréttirnar. Þess vegna fór ég í fjölmiðla Sölvi,“ segir Ellý meðal annars í viðtalinu. Ellý vakti strax athygli fyrir að vera óhefðbundin á tímum þar sem allt var mjög kassalagað í fjölmiðlum. Hún segist ekki hafa tekið það inn á sig þó að margir hafi hneykslast á henni: „Ég var tilbúin að vera alveg sama, þeim sem var ekki sama voru vinkonur mínar og mamma, sem býr í útlöndum. Það var mikið hringt í RÚV og kvartað, sérstaklega þegar ég var að blogga svona ljósbláar sögur á MBL. Þar skrifaði ég ímyndaðar sögur og fantasíur og ég held að um 10 þúsund manns hafi smellt á þessar sögur á hverjum degi og þá var ég tekin á skrifstofuna á RÚV. Yndislegt fólk, sem gaf mér valkost og ég sagðist bara vera hætt og allir voru glaðir og allt í góðu.” Í viðtalinu ræða Sölvi og Ellý um ferilinn í fjölmiðlum, listir, spádóma og margt fleira. „Ég er loksins orðin frjáls," segir Ellý, en hún hefur gengið í gegnum ýmislegt síðustu ár. Hún segist ekki lengur föst í fortíðinni. Viðtalið er komið á Spotify og má horfa á það hér fyrir neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Fjölmiðlar Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Setja upp söngleik um Luigi Mangione „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira