Gerðist þula í sjónvarpi til að ná athygli pabba síns Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 11:30 Ellý Ármanns var gestur í Podcasti Sölva Tryggva. Skjáskot „Einu sinni var stofnuð Facebook-síða gegn mér, Rekið Ellý Ármanns úr fjölmiðlum, en ég tók það ekki nærri mér, en vinkonur mínar, sérstaklega tvær tóku þetta mjög nærri sér,” segir Ellý Ármannsdóttir. „Þetta var þegar ég var að skrifa slúðurfréttir, af því að yfirmaðurinn minn sagði mér að gera þetta. Ég var alveg ónæm fyrir þessu, en þessi kona sem stofnaði Facebook síðuna er ágætis vinkona mín í dag, en hún var bara á þessum stað þarna og skildi þetta ekki alveg. Svo fór hún sjálf að vinna í fjölmiðlum og áttaði sig á því að það er ekki allt eins og það lítur út fyrir að vera,” segir Ellý. Hún ræddi fjölmiðlana og ýmislegt fleira í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Ellý byrjaði ung að starfa sem þula á Ríkissjónvarpinu, þar sem hún var kvöld eftir kvöld fyrir augum allra landsmanna. Síðan þá hefur hún gert ótal hluti, allt frá fréttaskrifum, yfir í að spá fyrir fólki og kenna hóptíma í líkamsrækt. „Svo las ég Bylgjufréttir á klukkutíma fresti í útvarpinu og mér fannst það erfitt. Ég veit ekki hvort þú hafir fengið þessa þjálfun, en mér var sagt að vera ákveðin þegar ég væri að lesa fréttir og að ég ætti að lesa þær eins og ég væri reið, til að halda fólki við fréttirnar. Mér fannst þetta svo óþægilegt að ég var farin að fá frunsur út um allt andlit. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að það er ekki allt eins og maður heldur að það sé og í dag hlusta ég ekki á fréttir og les ekki blöðin, nema mjög sjaldan. Ef ég á að vita eitthvað, þá segir einhver mér frá því.” Kvartað undan ljósbláum sögum Ellý segir að sambandið við föður hennar hafi verið lítið sem ekkert og að drifkrafturinn fyrir því að fara í fjölmiðla hafi komið þaðan: „Ég skal segja þér af hverju ég sótti um að verða þula. Ég þekkti pabba minn lítið og hann var lítið í sambandi við mig og mig langaði að fanga athygli hans og ég vissi að hann horfði á fréttir og ég vissi að þulan kynnti fréttirnar. Þess vegna fór ég í fjölmiðla Sölvi,“ segir Ellý meðal annars í viðtalinu. Ellý vakti strax athygli fyrir að vera óhefðbundin á tímum þar sem allt var mjög kassalagað í fjölmiðlum. Hún segist ekki hafa tekið það inn á sig þó að margir hafi hneykslast á henni: „Ég var tilbúin að vera alveg sama, þeim sem var ekki sama voru vinkonur mínar og mamma, sem býr í útlöndum. Það var mikið hringt í RÚV og kvartað, sérstaklega þegar ég var að blogga svona ljósbláar sögur á MBL. Þar skrifaði ég ímyndaðar sögur og fantasíur og ég held að um 10 þúsund manns hafi smellt á þessar sögur á hverjum degi og þá var ég tekin á skrifstofuna á RÚV. Yndislegt fólk, sem gaf mér valkost og ég sagðist bara vera hætt og allir voru glaðir og allt í góðu.” Í viðtalinu ræða Sölvi og Ellý um ferilinn í fjölmiðlum, listir, spádóma og margt fleira. „Ég er loksins orðin frjáls," segir Ellý, en hún hefur gengið í gegnum ýmislegt síðustu ár. Hún segist ekki lengur föst í fortíðinni. Viðtalið er komið á Spotify og má horfa á það hér fyrir neðan. Podcast með Sölva Tryggva Fjölmiðlar Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
„Einu sinni var stofnuð Facebook-síða gegn mér, Rekið Ellý Ármanns úr fjölmiðlum, en ég tók það ekki nærri mér, en vinkonur mínar, sérstaklega tvær tóku þetta mjög nærri sér,” segir Ellý Ármannsdóttir. „Þetta var þegar ég var að skrifa slúðurfréttir, af því að yfirmaðurinn minn sagði mér að gera þetta. Ég var alveg ónæm fyrir þessu, en þessi kona sem stofnaði Facebook síðuna er ágætis vinkona mín í dag, en hún var bara á þessum stað þarna og skildi þetta ekki alveg. Svo fór hún sjálf að vinna í fjölmiðlum og áttaði sig á því að það er ekki allt eins og það lítur út fyrir að vera,” segir Ellý. Hún ræddi fjölmiðlana og ýmislegt fleira í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Ellý byrjaði ung að starfa sem þula á Ríkissjónvarpinu, þar sem hún var kvöld eftir kvöld fyrir augum allra landsmanna. Síðan þá hefur hún gert ótal hluti, allt frá fréttaskrifum, yfir í að spá fyrir fólki og kenna hóptíma í líkamsrækt. „Svo las ég Bylgjufréttir á klukkutíma fresti í útvarpinu og mér fannst það erfitt. Ég veit ekki hvort þú hafir fengið þessa þjálfun, en mér var sagt að vera ákveðin þegar ég væri að lesa fréttir og að ég ætti að lesa þær eins og ég væri reið, til að halda fólki við fréttirnar. Mér fannst þetta svo óþægilegt að ég var farin að fá frunsur út um allt andlit. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að það er ekki allt eins og maður heldur að það sé og í dag hlusta ég ekki á fréttir og les ekki blöðin, nema mjög sjaldan. Ef ég á að vita eitthvað, þá segir einhver mér frá því.” Kvartað undan ljósbláum sögum Ellý segir að sambandið við föður hennar hafi verið lítið sem ekkert og að drifkrafturinn fyrir því að fara í fjölmiðla hafi komið þaðan: „Ég skal segja þér af hverju ég sótti um að verða þula. Ég þekkti pabba minn lítið og hann var lítið í sambandi við mig og mig langaði að fanga athygli hans og ég vissi að hann horfði á fréttir og ég vissi að þulan kynnti fréttirnar. Þess vegna fór ég í fjölmiðla Sölvi,“ segir Ellý meðal annars í viðtalinu. Ellý vakti strax athygli fyrir að vera óhefðbundin á tímum þar sem allt var mjög kassalagað í fjölmiðlum. Hún segist ekki hafa tekið það inn á sig þó að margir hafi hneykslast á henni: „Ég var tilbúin að vera alveg sama, þeim sem var ekki sama voru vinkonur mínar og mamma, sem býr í útlöndum. Það var mikið hringt í RÚV og kvartað, sérstaklega þegar ég var að blogga svona ljósbláar sögur á MBL. Þar skrifaði ég ímyndaðar sögur og fantasíur og ég held að um 10 þúsund manns hafi smellt á þessar sögur á hverjum degi og þá var ég tekin á skrifstofuna á RÚV. Yndislegt fólk, sem gaf mér valkost og ég sagðist bara vera hætt og allir voru glaðir og allt í góðu.” Í viðtalinu ræða Sölvi og Ellý um ferilinn í fjölmiðlum, listir, spádóma og margt fleira. „Ég er loksins orðin frjáls," segir Ellý, en hún hefur gengið í gegnum ýmislegt síðustu ár. Hún segist ekki lengur föst í fortíðinni. Viðtalið er komið á Spotify og má horfa á það hér fyrir neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Fjölmiðlar Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira