Inda fékk sér húðflúr af Kára Stefánssyni: „Ég á það til að vera hvatvís“ Birgir Olgeirsson skrifar 25. ágúst 2020 19:13 Kona sem fékk sér húðflúr af Kára Stefánssyni á kálfann segist eiga það til að vera hvatvís. Viðbrögðin hafa verið mikil en henni sjálfri finnst gagnrýni netverja skemmtilegust. Það vakti athygli landsmanna að sjá fregnir af því að andlit Kára Stefánssonar hefði verið húðflúrað á konu hér á landi. Nafn konunnar fylgdi ekki með en eftir miklar viðræður féllst Inda Hrönn Björnsdóttir loks á að ræða húðflúrið ásamt Ólafíu Kristjánsdóttur sem rekur tattústofuna Immortal á Akranesi. „Þetta er ekkert eins og fólk heldur að ég sé vakin og sofin yfir Kára Stefánssyni, þó mér finnist hann mjög merkilegur maður. Ég var bara stödd í vinnunni og það var viðtal við hann í sjónvarpinu. Ég skellti þessu fram að ég ætlaði að fá mér tattú af honum. Það fóru allir að hlæja nema það var einn sem sagði: Þér gæti hugsanlega dottið það í hug! Þá sneri ég mér við og labbaði að borðinu mínu og hugsaði: Já, ég ætla að gera það. Þetta er ekkert dýpra,“ segir Inda. Inda hringdi í Ólafíu og hófst þá leitin að réttu myndinni. Það tók Ólafíu fimm klukkutíma að flúra andlit Kára á kálfa Indu. Hér má sjá raunverulega ljósmynd af Kára borna saman við húðflúrið sem Ólafía gerði. Hvernig hafa viðbrögðin verið eftir að þú fékkst þér þetta húðflúr? „Þau hafa verið allskonar. Mér finnst gagnrýnin skemmtilegust. En svo kemur ekkert öllum á óvart að detta eitthvað svona í hug og framkvæmi það. Ég á það til að vera hvatvís.“ Hefur einhver verið að gagnrýna þig? „Maður hefur séð virka í athugasemdum.“ Hvað viltu segja við þá? „Ekkert, mér finnst það bara frábært. Fólk þarf alltaf að hafa skoðun á öllu. Mér finnst gaman að lesa það?“ Ólafía segist sjálf ekki hafa dottið það til hugar að hún yrði einhvern tímann beðin um að flúra andlit Kára á einhvern. „Mér fannst þetta bara geggjuð hugmynd,“ segir Ólafía. Áttu þér eitthvað óska andlit til að flúra á einhvern næst? „Guðna forseta,“ svarar Ólafía. Hvar myndir þú setja Guðna á þig? „Hvergi svarar,“ svarar Inda hlæjandi og bætir við. „Ég hef samt ekkert á móti honum, finnst hann frábær.“ Hér má sjá húðflúrið sem Inda fékk sér. Inda segist ekki hafa fengið of mikla bakþanka. „Ég hef aldrei séð eftir þessu, ekki nema þegar ég fékk símtal frá þér í gær, en svo fór ég að hugsa ef ég fer í sund og það kemur eitthvað barn upp að mér og spyr: Af hverju ertu með afa minn á kálfanum? En þá díla ég bara við það,“ segir Inda hlæjandi. Húðflúr Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Kona sem fékk sér húðflúr af Kára Stefánssyni á kálfann segist eiga það til að vera hvatvís. Viðbrögðin hafa verið mikil en henni sjálfri finnst gagnrýni netverja skemmtilegust. Það vakti athygli landsmanna að sjá fregnir af því að andlit Kára Stefánssonar hefði verið húðflúrað á konu hér á landi. Nafn konunnar fylgdi ekki með en eftir miklar viðræður féllst Inda Hrönn Björnsdóttir loks á að ræða húðflúrið ásamt Ólafíu Kristjánsdóttur sem rekur tattústofuna Immortal á Akranesi. „Þetta er ekkert eins og fólk heldur að ég sé vakin og sofin yfir Kára Stefánssyni, þó mér finnist hann mjög merkilegur maður. Ég var bara stödd í vinnunni og það var viðtal við hann í sjónvarpinu. Ég skellti þessu fram að ég ætlaði að fá mér tattú af honum. Það fóru allir að hlæja nema það var einn sem sagði: Þér gæti hugsanlega dottið það í hug! Þá sneri ég mér við og labbaði að borðinu mínu og hugsaði: Já, ég ætla að gera það. Þetta er ekkert dýpra,“ segir Inda. Inda hringdi í Ólafíu og hófst þá leitin að réttu myndinni. Það tók Ólafíu fimm klukkutíma að flúra andlit Kára á kálfa Indu. Hér má sjá raunverulega ljósmynd af Kára borna saman við húðflúrið sem Ólafía gerði. Hvernig hafa viðbrögðin verið eftir að þú fékkst þér þetta húðflúr? „Þau hafa verið allskonar. Mér finnst gagnrýnin skemmtilegust. En svo kemur ekkert öllum á óvart að detta eitthvað svona í hug og framkvæmi það. Ég á það til að vera hvatvís.“ Hefur einhver verið að gagnrýna þig? „Maður hefur séð virka í athugasemdum.“ Hvað viltu segja við þá? „Ekkert, mér finnst það bara frábært. Fólk þarf alltaf að hafa skoðun á öllu. Mér finnst gaman að lesa það?“ Ólafía segist sjálf ekki hafa dottið það til hugar að hún yrði einhvern tímann beðin um að flúra andlit Kára á einhvern. „Mér fannst þetta bara geggjuð hugmynd,“ segir Ólafía. Áttu þér eitthvað óska andlit til að flúra á einhvern næst? „Guðna forseta,“ svarar Ólafía. Hvar myndir þú setja Guðna á þig? „Hvergi svarar,“ svarar Inda hlæjandi og bætir við. „Ég hef samt ekkert á móti honum, finnst hann frábær.“ Hér má sjá húðflúrið sem Inda fékk sér. Inda segist ekki hafa fengið of mikla bakþanka. „Ég hef aldrei séð eftir þessu, ekki nema þegar ég fékk símtal frá þér í gær, en svo fór ég að hugsa ef ég fer í sund og það kemur eitthvað barn upp að mér og spyr: Af hverju ertu með afa minn á kálfanum? En þá díla ég bara við það,“ segir Inda hlæjandi.
Húðflúr Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp