Laxinn er mættur í Elliðaárnar Karl Lúðvíksson skrifar 25. maí 2020 16:33 Laxinn er mættur í Elliðaárnar Mynd: KL Ein af þeim ám sem margir veiðimenn fylgjast grant með eru Elliðaárnar en það eru ennþá um fjórar vikur í að þær opni fyrir veiðimönnu. Nú ber svo við að við fengum fréttir af því í dag og Veiðivísir er búinn að staðfesta það sjálfur að laxinn er mættur í þessa perlu Reykjavíkur. Í Sjávarfossi sáust tveir laxar mjög greinilega og okkur rekur ekki í minni hvenær laxinn var kominn svona snemma síðast. Þetta veit vonandi á að göngur verði snemma á ferðinni og stórar en almennt telja fiskifræðingar að framundan sé gott eða mjög gott laxveiðisumar á vesturlandi. Laxar hafa þegar sést í Laxá í Kjós, Laxá í Leirársveit, Þjórsá og Norðurá. Það er því vonandi að stefna í gott veiðisumar í Elliðaánum þetta árið. Stangveiði Mest lesið Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Gjörbylting fyrir starfsfólk í Langá Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Rússneskar laxveiðar á Loftleiðum Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði
Ein af þeim ám sem margir veiðimenn fylgjast grant með eru Elliðaárnar en það eru ennþá um fjórar vikur í að þær opni fyrir veiðimönnu. Nú ber svo við að við fengum fréttir af því í dag og Veiðivísir er búinn að staðfesta það sjálfur að laxinn er mættur í þessa perlu Reykjavíkur. Í Sjávarfossi sáust tveir laxar mjög greinilega og okkur rekur ekki í minni hvenær laxinn var kominn svona snemma síðast. Þetta veit vonandi á að göngur verði snemma á ferðinni og stórar en almennt telja fiskifræðingar að framundan sé gott eða mjög gott laxveiðisumar á vesturlandi. Laxar hafa þegar sést í Laxá í Kjós, Laxá í Leirársveit, Þjórsá og Norðurá. Það er því vonandi að stefna í gott veiðisumar í Elliðaánum þetta árið.
Stangveiði Mest lesið Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Gjörbylting fyrir starfsfólk í Langá Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Rússneskar laxveiðar á Loftleiðum Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði