Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 13:15 Landliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða ekki með íslenska landsliðinu á móti Englandi og Belgíu. EPA/MIGUEL A. LOPES Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu valdi í dag leikmannahópinn sinn fyrir fyrstu tvo leiki íslenska liðsins í Þjóðadeildinni 2020-21. Þessi leikir við England og Belgíu eru um leið fyrstu leikir Erik Hamrén með aðallið landsliðsins síðan í nóvember á síðasta ári. Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli 5. september og spilar síðan við Belgíu í Brussel þremur dögum síðar. Það eru mikil forföll í íslenska hópnum en auk þess að það vantar bæði landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðann Gylfa Þór Sigurðsson þá eru þeir Ragnar Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason einnig fjarverandi í þessu verkefni. Ragnar, Jóhann Berg og Alfreð hafa verið að glíma við meiðsli en Gylfi er aftur á móti að gera góða hluti með Everton á undirbúningstímabilinu. Á fundinum kom í ljós að Ragnar og Rúnar Már Sigurjónsson séu meiddir en að þeir Gylfi, Alfreð og Jóhann Berg hafi ekki gefið kost á sér í þetta verkefn. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against England and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/6PxJfoZUcg— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 28, 2020 Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er að fara að eignast sitt þriðja barn og verður því ekki með í þessu verkefni en hann hefur áður fórnað fæðingu barns síns fyrir landsleik í Kasakstan. Það var þó ekki barnið sem stoppaði hann því Al Arabi, félagið hans Arons, nýtti sér nýja reglu FIFA til að neita Aroni um að taka þátt í leikjunum. Erik Hamrén gefur ungum leikmanni tækifæri í þessu verkefni því Andri Fannar Baldursson er í hópnum en Ísak Bergmann Jóhannesson er það ekki. Jón Dagur Þorsteinsson og Mikael Neville Anderson eru báðir með sem og Patrik Sigurður Gunnarsson og Alfons Sampsted. Albert Guðnundsson og Hólmbert Aron Friðjónsson koma líka báðir inn í landsliðshópinn. Emil Hallfreðsson og Jón Guðni Fjóluson eru báðir í hópnum þótt að þeir séu án félags. Það verkur líka athygli að Hamrén velur fjóra markmenn í hópinn að þessu sinn en það er vegna þess að Hannes Þór Halldórsson fer ekki út til Belgíu. Landsliðshópur Íslands í leikjunum á móti Englandi og Belgíu: Hannes Þór Halldórsson | Valur Ögmundur Kristinsson | Olympiacos Rúnar Alex Rúnarsson | Dijon FCO Patrik Sigurður Gunnarsson | Brentford Ari Freyr Skúlason | KV Oostende Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moskva Kári Árnason | Víkingur R. Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98 Sverrir Ingi Ingason | PAOK Hólmar Örn Eyjólfsson | Levski Sofia Jón Guðni Fjóluson Alfons Sampsted | Bodø/Glimt Hjörtur Hermannsson | Bröndby Samúel Kári Friðjónsson | Paderborn Birkir Bjarnason | Brescia Emil Hallfreðsson Andri Fannar Baldursson | Bologna Arnór Ingvi Traustason | Malmö FF Arnór Sigurðsson | CSKA Moskva Jón Dagur Þorsteinsson | AGF Mikael Neville Anderson | Midtjylland Jón Daði Böðvarsson | Millwall Kolbeinn Sigþórsson | AIK Hólmbert Aron Friðjónsson | Aalesund Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar Þjóðadeild UEFA Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira
Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu valdi í dag leikmannahópinn sinn fyrir fyrstu tvo leiki íslenska liðsins í Þjóðadeildinni 2020-21. Þessi leikir við England og Belgíu eru um leið fyrstu leikir Erik Hamrén með aðallið landsliðsins síðan í nóvember á síðasta ári. Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli 5. september og spilar síðan við Belgíu í Brussel þremur dögum síðar. Það eru mikil forföll í íslenska hópnum en auk þess að það vantar bæði landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðann Gylfa Þór Sigurðsson þá eru þeir Ragnar Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason einnig fjarverandi í þessu verkefni. Ragnar, Jóhann Berg og Alfreð hafa verið að glíma við meiðsli en Gylfi er aftur á móti að gera góða hluti með Everton á undirbúningstímabilinu. Á fundinum kom í ljós að Ragnar og Rúnar Már Sigurjónsson séu meiddir en að þeir Gylfi, Alfreð og Jóhann Berg hafi ekki gefið kost á sér í þetta verkefn. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against England and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/6PxJfoZUcg— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 28, 2020 Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er að fara að eignast sitt þriðja barn og verður því ekki með í þessu verkefni en hann hefur áður fórnað fæðingu barns síns fyrir landsleik í Kasakstan. Það var þó ekki barnið sem stoppaði hann því Al Arabi, félagið hans Arons, nýtti sér nýja reglu FIFA til að neita Aroni um að taka þátt í leikjunum. Erik Hamrén gefur ungum leikmanni tækifæri í þessu verkefni því Andri Fannar Baldursson er í hópnum en Ísak Bergmann Jóhannesson er það ekki. Jón Dagur Þorsteinsson og Mikael Neville Anderson eru báðir með sem og Patrik Sigurður Gunnarsson og Alfons Sampsted. Albert Guðnundsson og Hólmbert Aron Friðjónsson koma líka báðir inn í landsliðshópinn. Emil Hallfreðsson og Jón Guðni Fjóluson eru báðir í hópnum þótt að þeir séu án félags. Það verkur líka athygli að Hamrén velur fjóra markmenn í hópinn að þessu sinn en það er vegna þess að Hannes Þór Halldórsson fer ekki út til Belgíu. Landsliðshópur Íslands í leikjunum á móti Englandi og Belgíu: Hannes Þór Halldórsson | Valur Ögmundur Kristinsson | Olympiacos Rúnar Alex Rúnarsson | Dijon FCO Patrik Sigurður Gunnarsson | Brentford Ari Freyr Skúlason | KV Oostende Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moskva Kári Árnason | Víkingur R. Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98 Sverrir Ingi Ingason | PAOK Hólmar Örn Eyjólfsson | Levski Sofia Jón Guðni Fjóluson Alfons Sampsted | Bodø/Glimt Hjörtur Hermannsson | Bröndby Samúel Kári Friðjónsson | Paderborn Birkir Bjarnason | Brescia Emil Hallfreðsson Andri Fannar Baldursson | Bologna Arnór Ingvi Traustason | Malmö FF Arnór Sigurðsson | CSKA Moskva Jón Dagur Þorsteinsson | AGF Mikael Neville Anderson | Midtjylland Jón Daði Böðvarsson | Millwall Kolbeinn Sigþórsson | AIK Hólmbert Aron Friðjónsson | Aalesund Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar
Landsliðshópur Íslands í leikjunum á móti Englandi og Belgíu: Hannes Þór Halldórsson | Valur Ögmundur Kristinsson | Olympiacos Rúnar Alex Rúnarsson | Dijon FCO Patrik Sigurður Gunnarsson | Brentford Ari Freyr Skúlason | KV Oostende Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moskva Kári Árnason | Víkingur R. Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98 Sverrir Ingi Ingason | PAOK Hólmar Örn Eyjólfsson | Levski Sofia Jón Guðni Fjóluson Alfons Sampsted | Bodø/Glimt Hjörtur Hermannsson | Bröndby Samúel Kári Friðjónsson | Paderborn Birkir Bjarnason | Brescia Emil Hallfreðsson Andri Fannar Baldursson | Bologna Arnór Ingvi Traustason | Malmö FF Arnór Sigurðsson | CSKA Moskva Jón Dagur Þorsteinsson | AGF Mikael Neville Anderson | Midtjylland Jón Daði Böðvarsson | Millwall Kolbeinn Sigþórsson | AIK Hólmbert Aron Friðjónsson | Aalesund Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira