Meirihluti grunnskólanema í heiminum áfram utan skóla Heimsljós 1. september 2020 15:06 Unesco Talsvert innan við helmingur allra grunnskólanema í heiminum snýr aftur í skólastofurnar þessa dagana. Meirihlutinn á þess ekki kost að setjast aftur á skólabekk og stór hluti fær heldur ekki notið fjarkennslu eða heimakennslu. Sameinuðu þjóðirnar greina frá því að 900 milljónir nemenda eigi að hefja nám á haustmánuðum, frá ágúst til október. Hins vegar geti innan við helmingur þeirra, 433 milljónir nemenda í 155 þjóðríkjum, raunverulega snúið aftur í skóla. Þetta þýðir að rúmlega 450 milljónum barna hefja skólaárið án þess að fara í skólann og aðeins hluti þeirra verður í fjarkennslu. Mennta-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) bendir á það ójöfnuð sem birtist á þessu sviði þar sem fjarkennsla sé ekki í boði hjá í fátækari samfélögum heims. „Kreppan sem menntun stendur frammi fyrir heldur áfram að vera mikil,“ segir Audrey Azoulay framkvæmdastjóri UNCESCO. „Lokun skóla blasir við nokkrum kynslóðum sem snertir hundruð milljóna nemenda og hefur staðið yfir mánuðum saman. Það er neyðarástand í menntamálum í heiminum,“ segir hún. UNESCO bendir á brýna nauðsyn þess að yfirvöld menntamála vinni að því að tryggja börnum skólavist sem fyrst en gæti engu að síður að heilbrigði og öryggi nemenda og starfsfólks. Áhrifin af langvarandi lokun skóla hafi margvíslegar neikvæðar félagslegar og efnhagslegar afleiðingar og auki líkur á brottfalli. Einnig vekur UNESCO sérstaka athygli á stöðu stúkna utan skóla og segir þær í sérstökum áhættuhópi, til dæmis gagnvart ofbeldi. Þeim sé einnig hætt við því að verða barnshafandi, og hætt við því að vera þvingaðar í snemmbúið hjónaband. Í þágu stúlkna hleypti UNESCO af stokkunum í gær átakinu #LearningNeverStops með hvatningu til ríkisstjórna og menntayfirvalda í heiminum að tryggja stúlkum menntun þótt skólar loki. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent
Talsvert innan við helmingur allra grunnskólanema í heiminum snýr aftur í skólastofurnar þessa dagana. Meirihlutinn á þess ekki kost að setjast aftur á skólabekk og stór hluti fær heldur ekki notið fjarkennslu eða heimakennslu. Sameinuðu þjóðirnar greina frá því að 900 milljónir nemenda eigi að hefja nám á haustmánuðum, frá ágúst til október. Hins vegar geti innan við helmingur þeirra, 433 milljónir nemenda í 155 þjóðríkjum, raunverulega snúið aftur í skóla. Þetta þýðir að rúmlega 450 milljónum barna hefja skólaárið án þess að fara í skólann og aðeins hluti þeirra verður í fjarkennslu. Mennta-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) bendir á það ójöfnuð sem birtist á þessu sviði þar sem fjarkennsla sé ekki í boði hjá í fátækari samfélögum heims. „Kreppan sem menntun stendur frammi fyrir heldur áfram að vera mikil,“ segir Audrey Azoulay framkvæmdastjóri UNCESCO. „Lokun skóla blasir við nokkrum kynslóðum sem snertir hundruð milljóna nemenda og hefur staðið yfir mánuðum saman. Það er neyðarástand í menntamálum í heiminum,“ segir hún. UNESCO bendir á brýna nauðsyn þess að yfirvöld menntamála vinni að því að tryggja börnum skólavist sem fyrst en gæti engu að síður að heilbrigði og öryggi nemenda og starfsfólks. Áhrifin af langvarandi lokun skóla hafi margvíslegar neikvæðar félagslegar og efnhagslegar afleiðingar og auki líkur á brottfalli. Einnig vekur UNESCO sérstaka athygli á stöðu stúkna utan skóla og segir þær í sérstökum áhættuhópi, til dæmis gagnvart ofbeldi. Þeim sé einnig hætt við því að verða barnshafandi, og hætt við því að vera þvingaðar í snemmbúið hjónaband. Í þágu stúlkna hleypti UNESCO af stokkunum í gær átakinu #LearningNeverStops með hvatningu til ríkisstjórna og menntayfirvalda í heiminum að tryggja stúlkum menntun þótt skólar loki. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent