„Ef þetta er skilgreining á húðlit, hvernig er þá mín húð á litin?“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 8. september 2020 16:42 Brynju Dan svelgdist á morgunkaffinu þegar hún las tískusíðuna í Fréttablaðinu. Aldís Pálsdóttir „Mér hefði fundist þetta í lagi ef þetta væru allskonar litir af húðlitum sem átt er við í þessari grein en þetta voru allt ljósbrúnir og beige tónar. Það er auðvitað algjörlega absúrt að það sé ennþá verið að tala um húðlitaðan,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir í samtali við Vísi. Brynja gagnrýndi harðlega orðaval Fréttablaðsins í dag á samfélagsmiðlum sínum og vísar hún til tískugreinar þar sem talað er um vinsæla liti fyrir haustið og orðið húðlitur notað yfir ljós brúna tóna. Brynja birtir mynd af greininni á samfélagsmiðlum sínum og skrifar: „Lærðum við bara ekkert síðustu mánuði? Skita dagsins.“ https://www.facebook.com/brynja.d.gunnarsdottir/posts/10158457599677978 „Húðlitur er eitt af þessum orðum sem við erum að reyna að taka úr umferð. Ef þetta er skilgreining á húðlit hvernig er þá mín húð á litin?“ Orðið Nude á ensku hefur lengi verið notað í tískuheiminum yfir liti sem eru ljósbrúnir og beige litaðir en aðspurð segir Brynja að það sé ekki með réttu hægt að kalla eingöngu einhverja ákveðna ljósa tóna húðliti. „Ég hef aldrei séð eða heyrt dökkbrúna eða svarta liti vera kallaða húðliti en þeir eru það svo sannarlega líka." Brynja segist hafa fengið mikil viðbrögð eftir gagnrýni sína á greinina og borist ótal skilaboð frá fólki sem undri sig á orðanotkun Fréttablaðsins. „Af hverju erum við ekki komin lengra í allri þessari baráttu sem er að eiga sér stað? Hvernig getur svona stór miðill látið svona grein frá sér. Mér finnst þetta til skammar. Þetta fer væntanlega í prófarkalestur og er lesið yfir af fleiri en einum aðila áður en þetta fer í prent.“ Kristján Kormákur Guðjónsson, fyrrverandi fréttastjóri á Fréttablaðinu, svarar Brynju í Facebook-færslu hennar. Hann segist þekkja viðkomandi blaðamann vel og geta fullyrt að um mistök sé að ræða sem blaðamaðurinn sjái eftir. „Þetta hefði aldrei átt að fara á prent og fréttastjórar nú eða ritstjóri hefðu átt að grípa í taumana, það er þeirra hlutverk. Sökin liggur því ekki eingöngu hjá blaðamanni. Það geta allir gert mistök í vinnunni og ég treysti og trúi því að starfsmenn Fréttablaðsins læri af þessu og biðjist afsökunar í blaðinu sem kemur út á morgun.“ Fjölmiðlar Kynþáttafordómar Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Sjá meira
„Mér hefði fundist þetta í lagi ef þetta væru allskonar litir af húðlitum sem átt er við í þessari grein en þetta voru allt ljósbrúnir og beige tónar. Það er auðvitað algjörlega absúrt að það sé ennþá verið að tala um húðlitaðan,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir í samtali við Vísi. Brynja gagnrýndi harðlega orðaval Fréttablaðsins í dag á samfélagsmiðlum sínum og vísar hún til tískugreinar þar sem talað er um vinsæla liti fyrir haustið og orðið húðlitur notað yfir ljós brúna tóna. Brynja birtir mynd af greininni á samfélagsmiðlum sínum og skrifar: „Lærðum við bara ekkert síðustu mánuði? Skita dagsins.“ https://www.facebook.com/brynja.d.gunnarsdottir/posts/10158457599677978 „Húðlitur er eitt af þessum orðum sem við erum að reyna að taka úr umferð. Ef þetta er skilgreining á húðlit hvernig er þá mín húð á litin?“ Orðið Nude á ensku hefur lengi verið notað í tískuheiminum yfir liti sem eru ljósbrúnir og beige litaðir en aðspurð segir Brynja að það sé ekki með réttu hægt að kalla eingöngu einhverja ákveðna ljósa tóna húðliti. „Ég hef aldrei séð eða heyrt dökkbrúna eða svarta liti vera kallaða húðliti en þeir eru það svo sannarlega líka." Brynja segist hafa fengið mikil viðbrögð eftir gagnrýni sína á greinina og borist ótal skilaboð frá fólki sem undri sig á orðanotkun Fréttablaðsins. „Af hverju erum við ekki komin lengra í allri þessari baráttu sem er að eiga sér stað? Hvernig getur svona stór miðill látið svona grein frá sér. Mér finnst þetta til skammar. Þetta fer væntanlega í prófarkalestur og er lesið yfir af fleiri en einum aðila áður en þetta fer í prent.“ Kristján Kormákur Guðjónsson, fyrrverandi fréttastjóri á Fréttablaðinu, svarar Brynju í Facebook-færslu hennar. Hann segist þekkja viðkomandi blaðamann vel og geta fullyrt að um mistök sé að ræða sem blaðamaðurinn sjái eftir. „Þetta hefði aldrei átt að fara á prent og fréttastjórar nú eða ritstjóri hefðu átt að grípa í taumana, það er þeirra hlutverk. Sökin liggur því ekki eingöngu hjá blaðamanni. Það geta allir gert mistök í vinnunni og ég treysti og trúi því að starfsmenn Fréttablaðsins læri af þessu og biðjist afsökunar í blaðinu sem kemur út á morgun.“
Fjölmiðlar Kynþáttafordómar Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Sjá meira