Útnefndur sá besti í ensku úrvalsdeildinni rétt fyrir leikinn við Ísland Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2020 18:45 Kevin De Bruyne þótti bestur á síðustu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. VÍSIR/GETTY Kevin De Bruyne var í kvöld útnefndur besti leikmaður síðustu leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, rétt áður en hann byrjaði leikinn við Ísland með Belgíu í Þjóðadeildinni. De Bruyne átti frábæra leiktíð í liði Manchester City sem þó endaði í 2. sæti deildarinnar. Það eru leikmennirnir sjálfir í deildinni sem standa að valinu, sem fór fram seinna á árinu en ella enda lauk leiktíðinni ekki fyrr en í lok júlí vegna kórónuveirufaraldursins. Ný leiktíð hefst á laugardaginn. Englandsmeistarar Liverpool áttu besta leikmann ársins leiktíðirnar tvær á undan þeirri síðustu, þegar Virgil Van Dijk og Mohamed Salah voru valdir. „Þetta er mikill heiður, að vera valinn af starfsbræðrum sínum, keppinautum úr öðrum liðum sem maður er alltaf að spila gegn á vellinum. Það að þeir velji mann er stórkostlegt,“ er haft eftir De Bruyne á BBC um valið. De Bruyne er að sjálfsögðu í liði ársins en í því eru jafnframt fimm fulltrúar meistara Liverpool. Trent Alexander-Arnold, sem átti magnað tímabil sem bakvörður Liverpool, var valinn besti ungi leikmaðurinn. The @PFA Team of the YearWhat do you think? pic.twitter.com/VUeUrXHJJH— Goal (@goal) September 8, 2020 Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir De Bruyne á miðjunni hjá Belgum Kevin De Bruyne er í byrjunarliði Belgíu og verður einn þeirra sem hinn 18 ára gamli Andri Fannar Baldursson fær að kljást við í leik Belgíu og Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 17:28 Martínez hefur dáðst að íslenska liðinu | De Bruyne eignaðist dóttur og spilar Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belgíu, segir að Erik Hamrén hafi greinilega verið á réttri leið með íslenska landsliðið síðan að liðin mættust í Þjóðadeildinni fyrir tveimur árum. Liðin mætast annað kvöld kl. 18.45, í Belgíu. 7. september 2020 22:30 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Sjá meira
Kevin De Bruyne var í kvöld útnefndur besti leikmaður síðustu leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, rétt áður en hann byrjaði leikinn við Ísland með Belgíu í Þjóðadeildinni. De Bruyne átti frábæra leiktíð í liði Manchester City sem þó endaði í 2. sæti deildarinnar. Það eru leikmennirnir sjálfir í deildinni sem standa að valinu, sem fór fram seinna á árinu en ella enda lauk leiktíðinni ekki fyrr en í lok júlí vegna kórónuveirufaraldursins. Ný leiktíð hefst á laugardaginn. Englandsmeistarar Liverpool áttu besta leikmann ársins leiktíðirnar tvær á undan þeirri síðustu, þegar Virgil Van Dijk og Mohamed Salah voru valdir. „Þetta er mikill heiður, að vera valinn af starfsbræðrum sínum, keppinautum úr öðrum liðum sem maður er alltaf að spila gegn á vellinum. Það að þeir velji mann er stórkostlegt,“ er haft eftir De Bruyne á BBC um valið. De Bruyne er að sjálfsögðu í liði ársins en í því eru jafnframt fimm fulltrúar meistara Liverpool. Trent Alexander-Arnold, sem átti magnað tímabil sem bakvörður Liverpool, var valinn besti ungi leikmaðurinn. The @PFA Team of the YearWhat do you think? pic.twitter.com/VUeUrXHJJH— Goal (@goal) September 8, 2020
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir De Bruyne á miðjunni hjá Belgum Kevin De Bruyne er í byrjunarliði Belgíu og verður einn þeirra sem hinn 18 ára gamli Andri Fannar Baldursson fær að kljást við í leik Belgíu og Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 17:28 Martínez hefur dáðst að íslenska liðinu | De Bruyne eignaðist dóttur og spilar Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belgíu, segir að Erik Hamrén hafi greinilega verið á réttri leið með íslenska landsliðið síðan að liðin mættust í Þjóðadeildinni fyrir tveimur árum. Liðin mætast annað kvöld kl. 18.45, í Belgíu. 7. september 2020 22:30 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Sjá meira
De Bruyne á miðjunni hjá Belgum Kevin De Bruyne er í byrjunarliði Belgíu og verður einn þeirra sem hinn 18 ára gamli Andri Fannar Baldursson fær að kljást við í leik Belgíu og Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 17:28
Martínez hefur dáðst að íslenska liðinu | De Bruyne eignaðist dóttur og spilar Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belgíu, segir að Erik Hamrén hafi greinilega verið á réttri leið með íslenska landsliðið síðan að liðin mættust í Þjóðadeildinni fyrir tveimur árum. Liðin mætast annað kvöld kl. 18.45, í Belgíu. 7. september 2020 22:30