Við viljum bjóða þrjátíuþúsundasta íbúa Hafnarfjarðar velkominn…………..aftur Jón Ingi Hákonarson skrifar 9. september 2020 08:02 Undanfarin ár hafa verið mikill vaxtartími á höfuðborgarsvæðinu þar sem íbúum á SV horninu hefur fjölgað mikið. Íbúum Hafnarfjarðar hefur hreinlega fækkað um 0,7% á árinu 2020. Þann 31. október 2019 bauð bæjarstjóri þrjátíuþúsundasta íbúann velkominn með viðhöfn en síðan þá hefur bæjarbúum aftur fækkað og eins og staðan er núna munum við þurfa að fagna þeim áfanga aftur. Þetta er áhyggjuefni af nokkrum ástæðum. Á einum mesta uppgangstíma Íslandssögunnar er árangur okkar í skipulags- og byggingarmálum sá að bæjarbúum fækkar. Fulltrúar Viðreisnar hafa áður bent á þessa þróun en verið svarað með skætingi af meirihlutanum. Bæjarsjóður þarf að taka á sig töluvert högg vegna Covid faraldursins. Tekjur skreppa saman og útgjöld aukast. Undirritaður hefur lengi bent á að vandi bæjarsjóðs er fyrst og fremst tekjuvandi. Fjármálastjóri bæjarins og sviðsstjórar hafa staðið sig gríðarlega vel þegar kemur að útsjónarsemi á útgjaldahlið og ber að hrósa þeim fyrir frábært starf. Tekjur sveitarfélaga koma að mestu leiti frá útsvari íbúa og fasteignagjöldum. Hefðum við ekki flotið sofandi að feigðarósi í skipulags og byggingarmálum má ætla að í bænum væru þrjú þúsund nýir Hafnarfirðingar sem skiluðu um tveimur og hálfum milljarði í auknar tekjur árlega. Það er ekki fjarri þeirri upphæð sem meirihlutinn mun sætta sig við sem einskiptis söluhagnað af bréfum bæjarfélagsins í HS Veitum. Þessi tíðindi setja óvönduð vinnubrögð meirihlutans í nýtt samhengi. Þegar honum var bent á það hversu mikla holu hann hafði grafið sig í var hlaupið af stað og leitað að einhverri skyndilausn til þess að grafa sig úr vandanum. Lausnin var sú að falla frá vandaðri undirbúningsvinnu við rammaskipulagið á Hraun Vestur og bjóða einum lóðarhafa brunaafslátt af öllum gæðakröfum í þeirri von að sú uppbygging myndi fela að einhverju leiti úrræðaleysi undanfarinna ára. Það er styttra í að bæjarstjóri kveðji þrjúhundraðasta Hafnfirðinginn sem flytur úr bænum árið 2020 en að bjóða þrjátíuþúsundasta íbúann velkominn upp á nýtt. Hvort viðkomandi fái blómvönd og krúttkörfu er ekki vitað. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa verið mikill vaxtartími á höfuðborgarsvæðinu þar sem íbúum á SV horninu hefur fjölgað mikið. Íbúum Hafnarfjarðar hefur hreinlega fækkað um 0,7% á árinu 2020. Þann 31. október 2019 bauð bæjarstjóri þrjátíuþúsundasta íbúann velkominn með viðhöfn en síðan þá hefur bæjarbúum aftur fækkað og eins og staðan er núna munum við þurfa að fagna þeim áfanga aftur. Þetta er áhyggjuefni af nokkrum ástæðum. Á einum mesta uppgangstíma Íslandssögunnar er árangur okkar í skipulags- og byggingarmálum sá að bæjarbúum fækkar. Fulltrúar Viðreisnar hafa áður bent á þessa þróun en verið svarað með skætingi af meirihlutanum. Bæjarsjóður þarf að taka á sig töluvert högg vegna Covid faraldursins. Tekjur skreppa saman og útgjöld aukast. Undirritaður hefur lengi bent á að vandi bæjarsjóðs er fyrst og fremst tekjuvandi. Fjármálastjóri bæjarins og sviðsstjórar hafa staðið sig gríðarlega vel þegar kemur að útsjónarsemi á útgjaldahlið og ber að hrósa þeim fyrir frábært starf. Tekjur sveitarfélaga koma að mestu leiti frá útsvari íbúa og fasteignagjöldum. Hefðum við ekki flotið sofandi að feigðarósi í skipulags og byggingarmálum má ætla að í bænum væru þrjú þúsund nýir Hafnarfirðingar sem skiluðu um tveimur og hálfum milljarði í auknar tekjur árlega. Það er ekki fjarri þeirri upphæð sem meirihlutinn mun sætta sig við sem einskiptis söluhagnað af bréfum bæjarfélagsins í HS Veitum. Þessi tíðindi setja óvönduð vinnubrögð meirihlutans í nýtt samhengi. Þegar honum var bent á það hversu mikla holu hann hafði grafið sig í var hlaupið af stað og leitað að einhverri skyndilausn til þess að grafa sig úr vandanum. Lausnin var sú að falla frá vandaðri undirbúningsvinnu við rammaskipulagið á Hraun Vestur og bjóða einum lóðarhafa brunaafslátt af öllum gæðakröfum í þeirri von að sú uppbygging myndi fela að einhverju leiti úrræðaleysi undanfarinna ára. Það er styttra í að bæjarstjóri kveðji þrjúhundraðasta Hafnfirðinginn sem flytur úr bænum árið 2020 en að bjóða þrjátíuþúsundasta íbúann velkominn upp á nýtt. Hvort viðkomandi fái blómvönd og krúttkörfu er ekki vitað. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar