Fúlt að ná ekki að dekka allt landið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. september 2020 15:00 Eva Laufey segir að það hafi verið magnað að skoða matvælaframleiðsluna hér á landi. Mynd/Eva Laufey Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir ferðaðist í sumar um landið með matarvagn og kynntist í leiðinni matarmenningu Íslendinga. Sýnt verður frá ævintýrinu í þáttunum Matarbíll Evu sem fara af stað á Stöð 2 í kvöld. Samkomubannið hafði áhrif á tökurnar fyrir þættina og Eva náði ekki að klára heimsóknirnar. „Við heimsóttum nokkur bæjarfélög, kynntumst hráefninu á hverjum stað og bjuggum til samloku með því hráefni, sem við buðum upp á í matarvagninum. Hugmyndin kom bara til mín einn daginn þegar ég var fyrir austan að taka upp innslag fyrir Ísland í dag, þá var ég að skoða matvælaframleiðslu á Djúpavogi og ég hugsaði að ég ætti að gera meira af þessu, að skoða hvað það er mikil nýsköpun og gróska í matvælaframleiðslu um allt land.“ Eva náði að heimsækja Þorlákshöfn, Höfn í Hornafirði, Egilsstaðir og Húsavík áður en heimsfaraldurinn breytti þeirra tökuáætlun. „Ég var heppin að fá frábært tökulið með mér, framleiðandi þáttanna, tökumaður, hljóðmaður og svo vinkona mín hún Sandra sem var mér til halds og trausts. Við skiptum ferðinni upp, tókum okkur frí í júlí og ætluðum svo að leggja í hann í byrjun ágúst en þá skall seinni bylgjan af kórónuveirunni á og samkomutakmarkanir í leiðinni. Þetta setti strik í reikninginn þar sem okkar markmið var að búa til matarhátíð á hverjum stað og við afgreiddum yfir tvö hundruð samlokur. Því var ljóst að við gætum ekki farið af stað með sama hætti í byrjun ágúst og þá áttum við eftir Vestfirði og Vesturland. Það var fúlt að ná ekki að dekka allt landið en svona er þetta bara.“ Eva naut sín á ferðalaginu í sumar.Mynd/Eva Laufey Eva segir að tökurnar hafi annars gengið mjög vel, þetta hafi verið mikil keyrsla en vel þess virði. „Við vorum í tvo daga á hverjum stað, hittum ótrúlega skemmtilegt fólk og svo var undirbúningurinn fyrir matarhátíðina og matarhátíðin sjálf. Við höfðum ekki marga klukkutíma en við náðum að skipuleggja okkur vel og þetta heppnaðist sem betur fer. Við fengum ótrúlega viðtökur, bæði voru allir tilbúnir að hjálpa okkur og svo voru heimamenn mjög duglegir að mæta. Ég hélt í alvörunni í smá stund, bara smá ,að ég myndi standa ein í vagninum og enginn myndi mæta en blessunarlega hafði ég rangt fyrir mér og við afgreiddum yfir tvö hundruð samlokur á hverjum stað og þetta fór fram úr mínum björtustu vonum.“ Skemmtilegast fannst Evu að hitta framleiðendur um allt land. Tökurnar fóru fram víða um landið í sumar.Mynd/Eva Laufey „Það er svo margt spennandi í gangi, að fá tækifæri til þess að kynnast landinu betur og prófa allskyns skemmtilega afþreyingu og fá að skapa matarhátíð sem var alveg geggjað.“ Eva segir að fjölbreytnin og framleiðslan í landinu hafi komið á óvart og hversu mikið er lagt í matvælaframleiðsluna hjá öllu duglega fólkinu sem þar starfar. „Það er ekkert grín að fara út í rekstur og framleiðslu en ég hitti fólk sem er með svo mikla ástríðu fyrir því sem þau eru að gera og það er magnað hvað þau ná að skapa. Ég ber mikla virðingu fyrir viðmælendunum mínum og vörunum þeirra. Algjör snillingar,“ segir Eva að lokum. Matur Eva Laufey Matvælaframleiðsla Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met Sjá meira
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir ferðaðist í sumar um landið með matarvagn og kynntist í leiðinni matarmenningu Íslendinga. Sýnt verður frá ævintýrinu í þáttunum Matarbíll Evu sem fara af stað á Stöð 2 í kvöld. Samkomubannið hafði áhrif á tökurnar fyrir þættina og Eva náði ekki að klára heimsóknirnar. „Við heimsóttum nokkur bæjarfélög, kynntumst hráefninu á hverjum stað og bjuggum til samloku með því hráefni, sem við buðum upp á í matarvagninum. Hugmyndin kom bara til mín einn daginn þegar ég var fyrir austan að taka upp innslag fyrir Ísland í dag, þá var ég að skoða matvælaframleiðslu á Djúpavogi og ég hugsaði að ég ætti að gera meira af þessu, að skoða hvað það er mikil nýsköpun og gróska í matvælaframleiðslu um allt land.“ Eva náði að heimsækja Þorlákshöfn, Höfn í Hornafirði, Egilsstaðir og Húsavík áður en heimsfaraldurinn breytti þeirra tökuáætlun. „Ég var heppin að fá frábært tökulið með mér, framleiðandi þáttanna, tökumaður, hljóðmaður og svo vinkona mín hún Sandra sem var mér til halds og trausts. Við skiptum ferðinni upp, tókum okkur frí í júlí og ætluðum svo að leggja í hann í byrjun ágúst en þá skall seinni bylgjan af kórónuveirunni á og samkomutakmarkanir í leiðinni. Þetta setti strik í reikninginn þar sem okkar markmið var að búa til matarhátíð á hverjum stað og við afgreiddum yfir tvö hundruð samlokur. Því var ljóst að við gætum ekki farið af stað með sama hætti í byrjun ágúst og þá áttum við eftir Vestfirði og Vesturland. Það var fúlt að ná ekki að dekka allt landið en svona er þetta bara.“ Eva naut sín á ferðalaginu í sumar.Mynd/Eva Laufey Eva segir að tökurnar hafi annars gengið mjög vel, þetta hafi verið mikil keyrsla en vel þess virði. „Við vorum í tvo daga á hverjum stað, hittum ótrúlega skemmtilegt fólk og svo var undirbúningurinn fyrir matarhátíðina og matarhátíðin sjálf. Við höfðum ekki marga klukkutíma en við náðum að skipuleggja okkur vel og þetta heppnaðist sem betur fer. Við fengum ótrúlega viðtökur, bæði voru allir tilbúnir að hjálpa okkur og svo voru heimamenn mjög duglegir að mæta. Ég hélt í alvörunni í smá stund, bara smá ,að ég myndi standa ein í vagninum og enginn myndi mæta en blessunarlega hafði ég rangt fyrir mér og við afgreiddum yfir tvö hundruð samlokur á hverjum stað og þetta fór fram úr mínum björtustu vonum.“ Skemmtilegast fannst Evu að hitta framleiðendur um allt land. Tökurnar fóru fram víða um landið í sumar.Mynd/Eva Laufey „Það er svo margt spennandi í gangi, að fá tækifæri til þess að kynnast landinu betur og prófa allskyns skemmtilega afþreyingu og fá að skapa matarhátíð sem var alveg geggjað.“ Eva segir að fjölbreytnin og framleiðslan í landinu hafi komið á óvart og hversu mikið er lagt í matvælaframleiðsluna hjá öllu duglega fólkinu sem þar starfar. „Það er ekkert grín að fara út í rekstur og framleiðslu en ég hitti fólk sem er með svo mikla ástríðu fyrir því sem þau eru að gera og það er magnað hvað þau ná að skapa. Ég ber mikla virðingu fyrir viðmælendunum mínum og vörunum þeirra. Algjör snillingar,“ segir Eva að lokum.
Matur Eva Laufey Matvælaframleiðsla Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met Sjá meira