Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Karl Lúðvíksson skrifar 14. september 2020 12:54 Ingólfur með 107 sm laxinn úr Vatnsdalsá Núna er tíminn sem stóru hausthængarnir fara að taka og við erum að fá fréttir af og til af stórum hængum en enginn er hins vegar nálgt þeim sem veiddist fyrir stuttu í Vatnsdalsá. Ingólfur Davíð Sigurðsson er ekki óvanur að takast á við stórlaxa en það eru heil fjórtán ár síðan hann tókst á við 115 sm lax einmitt í Vatnsdalsá en sá lax var þá stærsti lax sumarsins 2006. Þessi lax sem Ingólfur tók í þessari ferð í Vatnsdalsá var 108 sm og við höfum ekki heyrt af laxi stærri en þessi hingað til. Það er ekki mikið eftir af veiðitímanum og þetta er einmitt sá tími sem við fáum fréttir af stórum löxum en það virðist engu að síður vera þannig að árnar sem færa okkur yfirleitt þær fréttir séu heldur rólegar, það á við um Vatnsdalsá. Það er lítið að frétta úr Laxá í Aðaldal, bæði er dauft á Nesi sem og á öðrum svæðum. Það er þó ekki óvíst að ár eins og Svalbarðsá, Sandá, Hafralónsá, Hrútafjarðará eða Vatnsdalsá bara svo nokkrar séu nefndar bæti við nokkrum stórlöxum áður en þetta tímabil er úti. Það væri afskaplega gaman að frétta af nokkrum stórum löxum úr þessum ám svona rétt til að laga frekar slakar veiðitölur á þessui sumri. Stangveiði Mest lesið Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Eitt besta laxveiðisumarið senn að enda komið Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stórlax og sjóbirtingur í Affallinu Veiði Sauðlauksvatn hefur verið að gefa feyknagóða veiði Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Veiðin komin á gott skrið í Veiðivötnum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Ytri Rangá fer vel af stað Veiði
Núna er tíminn sem stóru hausthængarnir fara að taka og við erum að fá fréttir af og til af stórum hængum en enginn er hins vegar nálgt þeim sem veiddist fyrir stuttu í Vatnsdalsá. Ingólfur Davíð Sigurðsson er ekki óvanur að takast á við stórlaxa en það eru heil fjórtán ár síðan hann tókst á við 115 sm lax einmitt í Vatnsdalsá en sá lax var þá stærsti lax sumarsins 2006. Þessi lax sem Ingólfur tók í þessari ferð í Vatnsdalsá var 108 sm og við höfum ekki heyrt af laxi stærri en þessi hingað til. Það er ekki mikið eftir af veiðitímanum og þetta er einmitt sá tími sem við fáum fréttir af stórum löxum en það virðist engu að síður vera þannig að árnar sem færa okkur yfirleitt þær fréttir séu heldur rólegar, það á við um Vatnsdalsá. Það er lítið að frétta úr Laxá í Aðaldal, bæði er dauft á Nesi sem og á öðrum svæðum. Það er þó ekki óvíst að ár eins og Svalbarðsá, Sandá, Hafralónsá, Hrútafjarðará eða Vatnsdalsá bara svo nokkrar séu nefndar bæti við nokkrum stórlöxum áður en þetta tímabil er úti. Það væri afskaplega gaman að frétta af nokkrum stórum löxum úr þessum ám svona rétt til að laga frekar slakar veiðitölur á þessui sumri.
Stangveiði Mest lesið Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Eitt besta laxveiðisumarið senn að enda komið Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stórlax og sjóbirtingur í Affallinu Veiði Sauðlauksvatn hefur verið að gefa feyknagóða veiði Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Veiðin komin á gott skrið í Veiðivötnum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Ytri Rangá fer vel af stað Veiði