Steindi endaði upp á spítala með nikótíneitrun Stefán Árni Pálsson skrifar 15. september 2020 12:30 Steindi fór um víðan völl í samtali við Sölva. Steinþór Hróar Steinþórsson, eða Steindi Jr, er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Steindi, sem er löngu orðinn landsþekktur fyrir grín, söng og margt fleira, segir meðal annars í viðtalinu frá tímabilinu þegar hann lék í Undir Trénu. „Þetta var drulluerfitt, en ógeðslega gaman og ég væri mjög mikið til í að fá að gera þetta aftur. En þetta var líka bara erfiður tími hjá mér. Ég var nýbúinn að eignast barn og var aldrei heima. Það er ógeðslega erfitt af því að manni líður eins og maður sé svo lélegur pabbi. Og ég var akkúrat líka að leika mann í myndinni sem fékk ekki að hitta dóttur sína, á sama tíma og ég sá eiginlega aldrei dóttur mína af því að hún var sofandi þegar ég fór út á morgnana og sofnuð þegar ég kom heim á kvöldin,“ segir Steindi og heldur áfram. Klippa: Steindi endaði upp á spítala með nikótíneitrun „Þetta var bara svolítið þungt allt, af því að ég var líka svo efins um hvort ég væri að gera þetta nógu vel. Ég hef tilhneigingu til að efast um mig og það hrjáir mig stundum. Þetta var líka bara reynsluleysi. Ég kunni ekki að sleppa dögunum þegar þeir voru búnir. Ef Siggi Sigurjóns til dæmis er að leika eitthvað hlutverk, einn af okkar bestu leikurum, þá mætir hann bara á sett, leikur það, fer svo út í bíl og hreinsar það. En ég kunni það ekkert og fékk þetta svolítið á heilann. En mig langar samt mikið að gera þetta aftur af því að þetta var rosalega gaman líka.“ Steindi segir í viðtalinu við Sölva líka frá því hve sólginn hann hefur verið í nikótín á löngum köflum, sem einu sinni endaði með ósköpum. Gerist ekki á hverjum degi „Áður en Vape-ið kom hingað til lands, þá kom félagi minn frá Danmörku með Vape penna til Íslands og sagði við mig að ég mætti reykja þetta alls staðar. Ég var ógeðslega peppaður og fékk að eiga pennann og var með vökva sem voru ógeðslega sterkir, þetta var alveg grjóthart. Ég reykti alls staðar, ég reykti í bíó, heima, í bílnum, ég var alltaf með pennann og að reykja sígarettur líka ofan á þetta. Síðan eftir einhverja þrjá daga, þá fékk ég ógeðslega háan hita og varð grár í framan. Ég var eins og nafnspjald í framan. Ég er ekki að djóka Sölvi, það lak úr mér og það kom í ljós að ég var kominn með nikótín-eitrun. Ég reykti mig í nikótíneitrun. Liðið þarna upp frá [á spítalanum] heyrir ekkert um svona lagað á hverjum degi. Þetta var agalegt.” Í viðtalinu fara Sölvi og Steindi yfir feril þess síðarnefnda, sem hefur oft verið mjög skrautlegur. „Ég gaf út blað sem hét Lókal. Ég og félagi minn Hilmar Gunnarsson, við ákváðum að gera dagblað fyrir unga fólkið í Mosfellsbæ og gáfum allt í allt út tólf tölublöð. En það var nánast ekki stafur í blaðinu sem meikaði sens. Það var fullt af viðtölum í blaðinu, en viðtölin voru aldrei tekin. Það var bara tekin mynd af fólki, bara mynd af einhverjum Mosfellingi, jafnvel bara opnuviðtal, sem viðkomandi tók aldrei þátt í. Það voru bara spurningar og svör og allur pakkinn án þess að umfjöllunarefnið hefði tekið neinn þátt. Mannskapurinn tók misvel í þetta. Þetta var stundum vesen og það var ekki heil brú í þessu blaði. En við gerðum þetta í eitt ár og þetta var rosalega gaman.” Í viðtalinu ræða Steindi og Sölvi um stórmerkilegan feril Steinda, mikilvægi þess að hafa ástríðu fyrir hlutunum, leikstjóradraumana og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Setja upp söngleik um Luigi Mangione „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Steinþór Hróar Steinþórsson, eða Steindi Jr, er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Steindi, sem er löngu orðinn landsþekktur fyrir grín, söng og margt fleira, segir meðal annars í viðtalinu frá tímabilinu þegar hann lék í Undir Trénu. „Þetta var drulluerfitt, en ógeðslega gaman og ég væri mjög mikið til í að fá að gera þetta aftur. En þetta var líka bara erfiður tími hjá mér. Ég var nýbúinn að eignast barn og var aldrei heima. Það er ógeðslega erfitt af því að manni líður eins og maður sé svo lélegur pabbi. Og ég var akkúrat líka að leika mann í myndinni sem fékk ekki að hitta dóttur sína, á sama tíma og ég sá eiginlega aldrei dóttur mína af því að hún var sofandi þegar ég fór út á morgnana og sofnuð þegar ég kom heim á kvöldin,“ segir Steindi og heldur áfram. Klippa: Steindi endaði upp á spítala með nikótíneitrun „Þetta var bara svolítið þungt allt, af því að ég var líka svo efins um hvort ég væri að gera þetta nógu vel. Ég hef tilhneigingu til að efast um mig og það hrjáir mig stundum. Þetta var líka bara reynsluleysi. Ég kunni ekki að sleppa dögunum þegar þeir voru búnir. Ef Siggi Sigurjóns til dæmis er að leika eitthvað hlutverk, einn af okkar bestu leikurum, þá mætir hann bara á sett, leikur það, fer svo út í bíl og hreinsar það. En ég kunni það ekkert og fékk þetta svolítið á heilann. En mig langar samt mikið að gera þetta aftur af því að þetta var rosalega gaman líka.“ Steindi segir í viðtalinu við Sölva líka frá því hve sólginn hann hefur verið í nikótín á löngum köflum, sem einu sinni endaði með ósköpum. Gerist ekki á hverjum degi „Áður en Vape-ið kom hingað til lands, þá kom félagi minn frá Danmörku með Vape penna til Íslands og sagði við mig að ég mætti reykja þetta alls staðar. Ég var ógeðslega peppaður og fékk að eiga pennann og var með vökva sem voru ógeðslega sterkir, þetta var alveg grjóthart. Ég reykti alls staðar, ég reykti í bíó, heima, í bílnum, ég var alltaf með pennann og að reykja sígarettur líka ofan á þetta. Síðan eftir einhverja þrjá daga, þá fékk ég ógeðslega háan hita og varð grár í framan. Ég var eins og nafnspjald í framan. Ég er ekki að djóka Sölvi, það lak úr mér og það kom í ljós að ég var kominn með nikótín-eitrun. Ég reykti mig í nikótíneitrun. Liðið þarna upp frá [á spítalanum] heyrir ekkert um svona lagað á hverjum degi. Þetta var agalegt.” Í viðtalinu fara Sölvi og Steindi yfir feril þess síðarnefnda, sem hefur oft verið mjög skrautlegur. „Ég gaf út blað sem hét Lókal. Ég og félagi minn Hilmar Gunnarsson, við ákváðum að gera dagblað fyrir unga fólkið í Mosfellsbæ og gáfum allt í allt út tólf tölublöð. En það var nánast ekki stafur í blaðinu sem meikaði sens. Það var fullt af viðtölum í blaðinu, en viðtölin voru aldrei tekin. Það var bara tekin mynd af fólki, bara mynd af einhverjum Mosfellingi, jafnvel bara opnuviðtal, sem viðkomandi tók aldrei þátt í. Það voru bara spurningar og svör og allur pakkinn án þess að umfjöllunarefnið hefði tekið neinn þátt. Mannskapurinn tók misvel í þetta. Þetta var stundum vesen og það var ekki heil brú í þessu blaði. En við gerðum þetta í eitt ár og þetta var rosalega gaman.” Í viðtalinu ræða Steindi og Sölvi um stórmerkilegan feril Steinda, mikilvægi þess að hafa ástríðu fyrir hlutunum, leikstjóradraumana og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Setja upp söngleik um Luigi Mangione „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira