Margrét Lára gefur „síðustu treyjuna í síðasta leiknum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2020 09:00 Margrét Lára Viðarsdóttir átti magnaðan sextán ára feril með íslenska landsliðinu frá 2003 til 2019. Vísir/Bára Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi gefur áhugasömum tækifæri á að vinna sögulega landsliðstreyju sína og styrkja um leið Ljónshjarta. Margrét Lára Viðarsdóttir lék 124. og síðasta A-landsleikinn sinn 8. október 2019 þegar hún kom inn á sem varamaður í 6-0 sigri á Lettlandi. Margrét Lára skoraði með sinni síðustu snertingu í síðasta leiknum og innsiglaði stórsigur íslenska liðsins. Hún tilkynnti nokkru síðar að hún væri búin að setja skóna upp á hillu. Markið hennar á móti Lettlandi var 79. markið hennar fyrir kvennalandsliðið sem er það langmesta í sögunni. Sú næsta á eftir henni á listanum er Hólmfríður Magnúsdóttir með 37 mörk eða 42 mörkum færra en Margrét Lára. Nú hefur Margrét Lára ákveðið að gefa treyju sína úr leiknum í Lettlandi í söfnun fyrir Ljónshjarta, sem eru samtök fyrir ungar ekkjur, ekkla og börn sem hafa misst foreldri. Margrét Lára vakti athygli á þessu á fésbókarsíðu sinni en hún hefur áritað treyjuna. Síðasta treyjan, í seinasta leiknum til styrktar Ljónshjarta Posted by Margrét Lára Viðarsdóttir on Þriðjudagur, 15. september 2020 Treyjan er verðlaun í happdrætti á vegum CharityShirts.is en hver miði mun kosta þúsund krónur. Öll innkoma mun renna til Ljónshjarta. Það þótti vel við hæfi að markadrottningin skoraði í síðasta leiknum sínum en hún hafi einnig skorað í fyrsta landsleiknum sínum aðeins fjórum mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Sá leikur var 14. júní 2003 á móti Ungverjalandi á Laugardalsvelli. Margrét Lára klæddist landsliðstreyjunni alls 167 sinnum því hún lék einnig 43 landsleiki fyrir yngri landsliðin. Margrét Lára skoraði alls 109 mörk fyrir öll landslið Íslands þar af þrjátíu þeirra fyrir yngri landsliðin. EM 2021 í Englandi Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi gefur áhugasömum tækifæri á að vinna sögulega landsliðstreyju sína og styrkja um leið Ljónshjarta. Margrét Lára Viðarsdóttir lék 124. og síðasta A-landsleikinn sinn 8. október 2019 þegar hún kom inn á sem varamaður í 6-0 sigri á Lettlandi. Margrét Lára skoraði með sinni síðustu snertingu í síðasta leiknum og innsiglaði stórsigur íslenska liðsins. Hún tilkynnti nokkru síðar að hún væri búin að setja skóna upp á hillu. Markið hennar á móti Lettlandi var 79. markið hennar fyrir kvennalandsliðið sem er það langmesta í sögunni. Sú næsta á eftir henni á listanum er Hólmfríður Magnúsdóttir með 37 mörk eða 42 mörkum færra en Margrét Lára. Nú hefur Margrét Lára ákveðið að gefa treyju sína úr leiknum í Lettlandi í söfnun fyrir Ljónshjarta, sem eru samtök fyrir ungar ekkjur, ekkla og börn sem hafa misst foreldri. Margrét Lára vakti athygli á þessu á fésbókarsíðu sinni en hún hefur áritað treyjuna. Síðasta treyjan, í seinasta leiknum til styrktar Ljónshjarta Posted by Margrét Lára Viðarsdóttir on Þriðjudagur, 15. september 2020 Treyjan er verðlaun í happdrætti á vegum CharityShirts.is en hver miði mun kosta þúsund krónur. Öll innkoma mun renna til Ljónshjarta. Það þótti vel við hæfi að markadrottningin skoraði í síðasta leiknum sínum en hún hafi einnig skorað í fyrsta landsleiknum sínum aðeins fjórum mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Sá leikur var 14. júní 2003 á móti Ungverjalandi á Laugardalsvelli. Margrét Lára klæddist landsliðstreyjunni alls 167 sinnum því hún lék einnig 43 landsleiki fyrir yngri landsliðin. Margrét Lára skoraði alls 109 mörk fyrir öll landslið Íslands þar af þrjátíu þeirra fyrir yngri landsliðin.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira