Óttaðist að mæta nauðgara sínum á fæðingardeildinni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. september 2020 09:30 Guðlaug Marín Gunnarsdóttir var mjög meðvituð um að hún ætti hættu á að fá meðgöngu- eða fæðingarþunglyndi þar sem hún er þolandi kynferðisofbeldis. Vísir/Vilhelm Guðlaug Marín Gunnarsdóttir var greind með áfallastreituröskun, kvíða og þunglyndi eftir að henni var nauðgað á Akranesi 2014. Guðlaug segir að hún væri ekki á sama stað í dag ef hún hefði ekki leitað til sálfræðings. Hún hafði því náð að vinna úr áfallinu og búa til sterkan grunn áður en hún gekk í gegnum meðgöngu og fæðingu nokkrum árum síðar, sem getur oft verið mjög erfið reynsla fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Að leita sér hjálpar er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú og það er ógeðslega erfitt,“ segir Guðlaug, aðspurð um ráð fyrir konur í sömu stöðu. Andrea Eyland ræddi við Guðlaugu í hlaðvarpinu Kviknar, í þætti sem heitir Upprisan. Þáttinn má finna hér neðar í fréttinni. Gat ekki grátið eða hlegið Guðlaug kærði og maðurinn sem braut gegn henni var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Hann áfrýjaði til hæstaréttar og þá þurfti Guðlaug að mæta honum aftur í dómsal en á sama tíma hafði hún fundið ástina og var þetta því flókinn og erfiður tími. Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu og dómurinn þyngdur í tvö og hálft ár. „Mér var svo létt að ég get eiginlega ekki lýst því. Ég þurfti að segja barnsföður mínum því að við vorum að kynnast á þessum tíma. Ég þurfti bara að bauna því út úr mér hvað var að ske. Ég var með í maganum, ég var með líkamlegan kvíða fyrir því að hann myndi bara fara.“ Það var henni mikill léttir að segja honum frá því sem hún var að ganga í gegnum. „Ég gat ekkert grátið og gat ekkert hlegið, ég var eiginlega svona dofin en ég fann bara hvernig þetta var smá sigurtilfinning,“ segir Guðlaug um niðurstöðu hæstaréttar. Hún hélt áfram að vinna úr áfallinu, hélt áfram um lífið og tveimur árum síðar varð hún ófrísk af sínu fyrsta barni. Guðlaug segir mikilvægt fyrir konur í sömu stöðu að leita sér aðstoðar hjá fagaðila og reyna, ef hægt er, að vinna úr áfallinu áður en þær ganga í gegnum meðgöngu og fæðingu.Vísir/Vilhelm „Ég varð strax meðvituð um að þar sem ég er með sögu um þunglyndi, kvíða og áfallastreyturöskun að ég gæti fundið fyrir meðgönguþunglyndi eða fengið fæðingarþunglyndi, þannig að ég ákvað sjálf að hafa samband við sálfræðing.“ En annað áfall dundi svo yfir þegar Guðlaug komst að því að maðurinn sem nauðgaði henni, átti einnig von á barni á sama tíma og hún. Hún átti þá hættu á því að hitta hann á fæðingardeildinni á Akranesi á tíma sem átti að vera sá hamingjusamasti í hennar lífi. Einlægt viðtal Andreu Eyland við Guðlaugu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum Upprisan ræddi Andrea Eyland þáttastjórnandi einnig við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður um það hvernig ljósmæður vinna með þolendum kynferðisofbeldis í tengslum við meðgöngu og fæðingu. TW þessi þáttur fjallar um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir. Klippa: Kviknar Upprisan Frjósemi Kynferðisofbeldi Kviknar Tengdar fréttir Áföll í æsku geta haft áhrif á hvernig fólk aðlagast foreldrahlutverkinu Anna María Jónsdóttir geðlæknir segir mikilvægt að hlúa vel að foreldrum á meðgöngu og eftir fæðingu, á þessum mikilvægu mótunarárum í lífi barnsins. Lífeðlisfræðilegar rannsóknir á heilaþroska sýni að tengsl og samskipti sé það mikilvægasta til að stuðla að góðum heilaþroska barna. 14. september 2020 09:33 „Þau verða rólegri og gráta minna“ Ljósmóðir segir mikilvægt að foreldrar reyni tengslamyndun við nýfætt barn sitt með því að hafa það þétt við sig fyrstu mánuðina. Húð við húð aðferðin hefur reynst vel í tengslamyndun og hefur marga kosti fyrir barnið. 1. september 2020 15:11 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Guðlaug Marín Gunnarsdóttir var greind með áfallastreituröskun, kvíða og þunglyndi eftir að henni var nauðgað á Akranesi 2014. Guðlaug segir að hún væri ekki á sama stað í dag ef hún hefði ekki leitað til sálfræðings. Hún hafði því náð að vinna úr áfallinu og búa til sterkan grunn áður en hún gekk í gegnum meðgöngu og fæðingu nokkrum árum síðar, sem getur oft verið mjög erfið reynsla fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Að leita sér hjálpar er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú og það er ógeðslega erfitt,“ segir Guðlaug, aðspurð um ráð fyrir konur í sömu stöðu. Andrea Eyland ræddi við Guðlaugu í hlaðvarpinu Kviknar, í þætti sem heitir Upprisan. Þáttinn má finna hér neðar í fréttinni. Gat ekki grátið eða hlegið Guðlaug kærði og maðurinn sem braut gegn henni var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Hann áfrýjaði til hæstaréttar og þá þurfti Guðlaug að mæta honum aftur í dómsal en á sama tíma hafði hún fundið ástina og var þetta því flókinn og erfiður tími. Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu og dómurinn þyngdur í tvö og hálft ár. „Mér var svo létt að ég get eiginlega ekki lýst því. Ég þurfti að segja barnsföður mínum því að við vorum að kynnast á þessum tíma. Ég þurfti bara að bauna því út úr mér hvað var að ske. Ég var með í maganum, ég var með líkamlegan kvíða fyrir því að hann myndi bara fara.“ Það var henni mikill léttir að segja honum frá því sem hún var að ganga í gegnum. „Ég gat ekkert grátið og gat ekkert hlegið, ég var eiginlega svona dofin en ég fann bara hvernig þetta var smá sigurtilfinning,“ segir Guðlaug um niðurstöðu hæstaréttar. Hún hélt áfram að vinna úr áfallinu, hélt áfram um lífið og tveimur árum síðar varð hún ófrísk af sínu fyrsta barni. Guðlaug segir mikilvægt fyrir konur í sömu stöðu að leita sér aðstoðar hjá fagaðila og reyna, ef hægt er, að vinna úr áfallinu áður en þær ganga í gegnum meðgöngu og fæðingu.Vísir/Vilhelm „Ég varð strax meðvituð um að þar sem ég er með sögu um þunglyndi, kvíða og áfallastreyturöskun að ég gæti fundið fyrir meðgönguþunglyndi eða fengið fæðingarþunglyndi, þannig að ég ákvað sjálf að hafa samband við sálfræðing.“ En annað áfall dundi svo yfir þegar Guðlaug komst að því að maðurinn sem nauðgaði henni, átti einnig von á barni á sama tíma og hún. Hún átti þá hættu á því að hitta hann á fæðingardeildinni á Akranesi á tíma sem átti að vera sá hamingjusamasti í hennar lífi. Einlægt viðtal Andreu Eyland við Guðlaugu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum Upprisan ræddi Andrea Eyland þáttastjórnandi einnig við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður um það hvernig ljósmæður vinna með þolendum kynferðisofbeldis í tengslum við meðgöngu og fæðingu. TW þessi þáttur fjallar um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir. Klippa: Kviknar Upprisan
Frjósemi Kynferðisofbeldi Kviknar Tengdar fréttir Áföll í æsku geta haft áhrif á hvernig fólk aðlagast foreldrahlutverkinu Anna María Jónsdóttir geðlæknir segir mikilvægt að hlúa vel að foreldrum á meðgöngu og eftir fæðingu, á þessum mikilvægu mótunarárum í lífi barnsins. Lífeðlisfræðilegar rannsóknir á heilaþroska sýni að tengsl og samskipti sé það mikilvægasta til að stuðla að góðum heilaþroska barna. 14. september 2020 09:33 „Þau verða rólegri og gráta minna“ Ljósmóðir segir mikilvægt að foreldrar reyni tengslamyndun við nýfætt barn sitt með því að hafa það þétt við sig fyrstu mánuðina. Húð við húð aðferðin hefur reynst vel í tengslamyndun og hefur marga kosti fyrir barnið. 1. september 2020 15:11 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Áföll í æsku geta haft áhrif á hvernig fólk aðlagast foreldrahlutverkinu Anna María Jónsdóttir geðlæknir segir mikilvægt að hlúa vel að foreldrum á meðgöngu og eftir fæðingu, á þessum mikilvægu mótunarárum í lífi barnsins. Lífeðlisfræðilegar rannsóknir á heilaþroska sýni að tengsl og samskipti sé það mikilvægasta til að stuðla að góðum heilaþroska barna. 14. september 2020 09:33
„Þau verða rólegri og gráta minna“ Ljósmóðir segir mikilvægt að foreldrar reyni tengslamyndun við nýfætt barn sitt með því að hafa það þétt við sig fyrstu mánuðina. Húð við húð aðferðin hefur reynst vel í tengslamyndun og hefur marga kosti fyrir barnið. 1. september 2020 15:11
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning