Eystri Rangá komin yfir 8.000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 17. september 2020 08:40 Jónas Örn með lax númer 8.000 úr Eystri Rangá þetta árið. Gunnar veiðivörður tók vel á móti veiðimönnum í gær og var þessum áfanga fagnað. Mynd: KL Eystri Rangá er komin í nýtt met en í gærkvöldi var laxi númer 8.000 landað í ánni sem er ennþá full af laxi og ennþá eru að veiðast bjartir laxar. Lax númer 8.000 kom á land í Rimahyl og það var Jónas Örn Jónasson sem landaði honum ásamt 4 öðrum löxum úr þeim hyl á stuttum tíma. Svæði eitt og tvö eru neðstu svæðin í ánni en þar er ennþá fullt af laxi og sem dæmi um það voru alla vega 6 laxar veiddir á Bátsvaðinu í gær sem er neðsti staðurinn í ánni en þar er ennþá fullt af laxi. Georg Andersen með flottann lax úr BátsvaðiMynd: KL Dagurinn í gær gekk vel hjá flestum en undirritaður var þar ásamt nokkrum góðum vinum með þrjár stangir sem lönduðu 18 löxum við hrikalega erfið skilyrði. Það var ágætt veður til um klukkan ellefu en þá fór að hvessa allsvakalega og var vindstyrkur upp á 15-18 m sek með úrhellisrigningu það sem eftir lifði dags. Þrátt fyrir það tókst að veiða töluvert á flugu með mikilli eljusemi en þess má geta að Eystri var svo til tær í gær sem gerði það mögulegt að nota minni flugur en vaninn er í ánni. Jóhann Axel þreytir lax við Bátsvað í gærMynd: KL Það er ennþá mánuður eftir og það er ekkert ólíklegt að áinn fari í 9.000 laxa en það er ekki líklegt að fari yfir það en þó, maður veit aldrei. Ef veður verður sæmilegt í haust og áinn ekki lituð gæti það bara vel gerst. Í það minnsta er nóg af óveiddum laxi í ánni. Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði
Eystri Rangá er komin í nýtt met en í gærkvöldi var laxi númer 8.000 landað í ánni sem er ennþá full af laxi og ennþá eru að veiðast bjartir laxar. Lax númer 8.000 kom á land í Rimahyl og það var Jónas Örn Jónasson sem landaði honum ásamt 4 öðrum löxum úr þeim hyl á stuttum tíma. Svæði eitt og tvö eru neðstu svæðin í ánni en þar er ennþá fullt af laxi og sem dæmi um það voru alla vega 6 laxar veiddir á Bátsvaðinu í gær sem er neðsti staðurinn í ánni en þar er ennþá fullt af laxi. Georg Andersen með flottann lax úr BátsvaðiMynd: KL Dagurinn í gær gekk vel hjá flestum en undirritaður var þar ásamt nokkrum góðum vinum með þrjár stangir sem lönduðu 18 löxum við hrikalega erfið skilyrði. Það var ágætt veður til um klukkan ellefu en þá fór að hvessa allsvakalega og var vindstyrkur upp á 15-18 m sek með úrhellisrigningu það sem eftir lifði dags. Þrátt fyrir það tókst að veiða töluvert á flugu með mikilli eljusemi en þess má geta að Eystri var svo til tær í gær sem gerði það mögulegt að nota minni flugur en vaninn er í ánni. Jóhann Axel þreytir lax við Bátsvað í gærMynd: KL Það er ennþá mánuður eftir og það er ekkert ólíklegt að áinn fari í 9.000 laxa en það er ekki líklegt að fari yfir það en þó, maður veit aldrei. Ef veður verður sæmilegt í haust og áinn ekki lituð gæti það bara vel gerst. Í það minnsta er nóg af óveiddum laxi í ánni.
Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði