„Hélt að ég myndi ekki vakna aftur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. september 2020 11:29 Pálmi fer um víðan völl í viðtalinu við Sölva. Hann segist vera heppinn að vera á lífi eftir áralanga drykkju. Pálmi Gunnarsson segist stálheppinn að vera enn á lífi eftir áralanga ofneyslu á áfengi. Tónlistarmaðurinn greinir frá þessu í podcasti Sölva Tryggvasonar. Pálmi, sem er einn þekktasti tónlistarmaður Íslandssögunnar, segir í viðtalinu við Sölva meðal annars frá baráttunni við að reyna að hætta að drekka og dópa og hve margar tilraunir hann þurfti að gera. „Það voru ótal skipti þar sem skynsami strákurinn inni í manni sagði: Nú er þetta búið. Aldrei aftur, og korteri seinna var maður kominn út á bar. Þetta lýsir stjórnleysinu. Svo sannarlega vildi maður út úr þessu helvíti. Löngu löngu áður en það slökknaði á lönguninni hjá mér. En mig langaði svo mikið að komast út úr þessari stöðu, en ég réði bara ekkert við þetta,“ segir Pálmi og heldur áfram: „Maður var svo klikkaður. Ég var orðinn svo óhuggulega steiktur þegar ég loksins hætti. Ég fór út af Staðafelli og það var engin löngun og ég botnaði ekkert í því. Og þegar leið á fannst mér þetta svo furðulegt að ég pantaði mér tíma hjá ráðgjafa hjá SÁÁ og sagði honum að það væri alveg að fara með hausinn á mér að ég fyndi ekki löngun í neitt. Gæinn horfði á mig og benti mér á dyrnar bara og sagði mér að vera feginn, en ég var svo hræddur við að þetta kæmi aftur að ég keyrði fram hjá húsinu hjá gamla dópdílernum mínum bara til að tékka á hvort að löngunin kæmi. En það var bara allt búið og mig hefur aldrei langað í neitt af þessu frá þessum degi, 8. mars, 1995.” Drukku í sólahring í viðbót Pálmi þakkar fyrir að vera enn á lífi eftir áralanga ofneyslu á áfengi. Hann rifjar upp augnablikið þegar hann fór að vera þakklátur fyrir að vakna lifandi á morgnana. „Ég held að það hafi verið þegar ég hélt að ég myndi ekki vakna aftur lifandi, þegar ég var að drekka mig í hel. Ég segi stundum að ég hafi verið rosalega heppinn að sleppa á lífi undan þessu,” segir Pálmi. „Ég þoldi alveg hrikalega mikið áfengi og eftir fyrstu skiptin varð ekkert aftur snúið. ,Buzzið sem ég fékk var þess eðlis að það var eitthvað sem ég vildi gera meira af. Stjórnleysið kom rosalega snemma í þessu og þá meina ég að það var ekkert ég sem var við stjórnvölinn þegar drykkjan byrjaði.Ég var alltaf síðasti kallinn út úr partý-inu.“ Pálmi tekur eitt dæmi af því hve mikið hann þoldi þegar kom að drykkju. „Mig minnir að það hafi verið fimmtugsafmælið hans Ragga heitins Bjarna, sem þoldi vel, en hann hætti síðan að drekka eins og allir almennilegir menn. Við vorum einir eftir í afmælisveislunni að drekka þegar hann segir við mig: „Já helvítis Austfirðingarnir, þeir þola þetta vel eins og ég“. Og við drukkum í heilan sólahring í viðbót. Þetta var svolítið ég á þessum tíma. Svo byrjaði maður að bæta við flóruna og fór að taka fleiri efni. Það var eðlilegt framhald á minni neyslu. Þess vegna segi ég að ég hafi verið heppinn, af því að ég var að nota allan djöfulinn.” Pálmi segir sögur af því þegar löggan var að elta hann og aðra tónlistarmenn vegna þess að þeir voru að nota alls konar efni. „Við vorum hundeltir af löggunni. Við vorum eltir út um allt og á Brunaliðsárunum þá var einn úr fíkniefnalögreglunni sem elti okkur á Einni með Öllu og við sáum í rassgatið á honum þar sem hann var að kafa ofan í töskunum. Við fengum engan afslátt þó við værum tónlistarmenn og ef eitthvað var, þá var gefið í gagnvart okkur.“ Í viðtalinu ræða Pálmi og Sölvi um stórmerkilegan feril, Gleðibankann og Eurovision mikilvægi þess að hafa ástríðu fyrir hlutunum, drykkju, dóp og fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Pálmi Gunnarsson segist stálheppinn að vera enn á lífi eftir áralanga ofneyslu á áfengi. Tónlistarmaðurinn greinir frá þessu í podcasti Sölva Tryggvasonar. Pálmi, sem er einn þekktasti tónlistarmaður Íslandssögunnar, segir í viðtalinu við Sölva meðal annars frá baráttunni við að reyna að hætta að drekka og dópa og hve margar tilraunir hann þurfti að gera. „Það voru ótal skipti þar sem skynsami strákurinn inni í manni sagði: Nú er þetta búið. Aldrei aftur, og korteri seinna var maður kominn út á bar. Þetta lýsir stjórnleysinu. Svo sannarlega vildi maður út úr þessu helvíti. Löngu löngu áður en það slökknaði á lönguninni hjá mér. En mig langaði svo mikið að komast út úr þessari stöðu, en ég réði bara ekkert við þetta,“ segir Pálmi og heldur áfram: „Maður var svo klikkaður. Ég var orðinn svo óhuggulega steiktur þegar ég loksins hætti. Ég fór út af Staðafelli og það var engin löngun og ég botnaði ekkert í því. Og þegar leið á fannst mér þetta svo furðulegt að ég pantaði mér tíma hjá ráðgjafa hjá SÁÁ og sagði honum að það væri alveg að fara með hausinn á mér að ég fyndi ekki löngun í neitt. Gæinn horfði á mig og benti mér á dyrnar bara og sagði mér að vera feginn, en ég var svo hræddur við að þetta kæmi aftur að ég keyrði fram hjá húsinu hjá gamla dópdílernum mínum bara til að tékka á hvort að löngunin kæmi. En það var bara allt búið og mig hefur aldrei langað í neitt af þessu frá þessum degi, 8. mars, 1995.” Drukku í sólahring í viðbót Pálmi þakkar fyrir að vera enn á lífi eftir áralanga ofneyslu á áfengi. Hann rifjar upp augnablikið þegar hann fór að vera þakklátur fyrir að vakna lifandi á morgnana. „Ég held að það hafi verið þegar ég hélt að ég myndi ekki vakna aftur lifandi, þegar ég var að drekka mig í hel. Ég segi stundum að ég hafi verið rosalega heppinn að sleppa á lífi undan þessu,” segir Pálmi. „Ég þoldi alveg hrikalega mikið áfengi og eftir fyrstu skiptin varð ekkert aftur snúið. ,Buzzið sem ég fékk var þess eðlis að það var eitthvað sem ég vildi gera meira af. Stjórnleysið kom rosalega snemma í þessu og þá meina ég að það var ekkert ég sem var við stjórnvölinn þegar drykkjan byrjaði.Ég var alltaf síðasti kallinn út úr partý-inu.“ Pálmi tekur eitt dæmi af því hve mikið hann þoldi þegar kom að drykkju. „Mig minnir að það hafi verið fimmtugsafmælið hans Ragga heitins Bjarna, sem þoldi vel, en hann hætti síðan að drekka eins og allir almennilegir menn. Við vorum einir eftir í afmælisveislunni að drekka þegar hann segir við mig: „Já helvítis Austfirðingarnir, þeir þola þetta vel eins og ég“. Og við drukkum í heilan sólahring í viðbót. Þetta var svolítið ég á þessum tíma. Svo byrjaði maður að bæta við flóruna og fór að taka fleiri efni. Það var eðlilegt framhald á minni neyslu. Þess vegna segi ég að ég hafi verið heppinn, af því að ég var að nota allan djöfulinn.” Pálmi segir sögur af því þegar löggan var að elta hann og aðra tónlistarmenn vegna þess að þeir voru að nota alls konar efni. „Við vorum hundeltir af löggunni. Við vorum eltir út um allt og á Brunaliðsárunum þá var einn úr fíkniefnalögreglunni sem elti okkur á Einni með Öllu og við sáum í rassgatið á honum þar sem hann var að kafa ofan í töskunum. Við fengum engan afslátt þó við værum tónlistarmenn og ef eitthvað var, þá var gefið í gagnvart okkur.“ Í viðtalinu ræða Pálmi og Sölvi um stórmerkilegan feril, Gleðibankann og Eurovision mikilvægi þess að hafa ástríðu fyrir hlutunum, drykkju, dóp og fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira