Fylkismenn sterkir á heimavelli Bjarni Bjarnason skrifar 17. september 2020 22:44 Þriðja viðureign kvöldsins í Vodafonedeildinni í CS:GO var þegar Fylkir og GOAT tókust á á heimavelli Fylkis. Fylkismenn mættu sjóðandi heitir til leiks og settu GOAT á hælana strax í fyrstu lotunum. GOAT átti engin svör við sóknarmiðuðum spilastíl Fylkis. Þrátt fyrir að taka réttu línurnar dugði það ekki gegn Fylki. En Furious (Þorlákur Máni Dagbjartsson) var heitur og refsaði þeim við hvert tækifæri. Fylkir vann fyrri hálfleik á sannfærandi máta, 12-3. Seinni hálf leikur byrjaði vel fyrir Fylki sem nú var að spila vörn (counter-terrorist). Með góðu samspili nældu þeir sér í 3 fyrstu loturnar og komu leiknum i úrslitalotu. GOAT voru þó ekki tilbúnir að gefast upp. Leikmenn GOAT þeir Hugo (Hugi Snær Hlynsson) og DOM (Daníel Örn Melstað) sem höfðu borið höfuð yfir herðar liðsfélaga sinna það sem af var leiknum tóku á og færðu sínum mönnum 2 lotur. Þetta átak entist þó ekki lengi því að Fylkir tók næstu lotu og lokaði leiknum, 16-5. Fylkir Vodafone-deildin Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti
Þriðja viðureign kvöldsins í Vodafonedeildinni í CS:GO var þegar Fylkir og GOAT tókust á á heimavelli Fylkis. Fylkismenn mættu sjóðandi heitir til leiks og settu GOAT á hælana strax í fyrstu lotunum. GOAT átti engin svör við sóknarmiðuðum spilastíl Fylkis. Þrátt fyrir að taka réttu línurnar dugði það ekki gegn Fylki. En Furious (Þorlákur Máni Dagbjartsson) var heitur og refsaði þeim við hvert tækifæri. Fylkir vann fyrri hálfleik á sannfærandi máta, 12-3. Seinni hálf leikur byrjaði vel fyrir Fylki sem nú var að spila vörn (counter-terrorist). Með góðu samspili nældu þeir sér í 3 fyrstu loturnar og komu leiknum i úrslitalotu. GOAT voru þó ekki tilbúnir að gefast upp. Leikmenn GOAT þeir Hugo (Hugi Snær Hlynsson) og DOM (Daníel Örn Melstað) sem höfðu borið höfuð yfir herðar liðsfélaga sinna það sem af var leiknum tóku á og færðu sínum mönnum 2 lotur. Þetta átak entist þó ekki lengi því að Fylkir tók næstu lotu og lokaði leiknum, 16-5.
Fylkir Vodafone-deildin Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti