Segir Glódísi eina þá bestu í Svíþjóð og Söru meðal þeirra bestu í heimi Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2020 13:28 Peter Gerhardsson er mættur til Íslands með bronsliðið sitt. mynd/stöð 2 Peter Gerhardsson, sem stýrði Svíum til bronsverðlauna á HM í fyrra, býst við miklum slag á Laugardalsvelli á morgun þegar Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta. „Ég sá Ísland á EM 2017 og tel að þetta sé mjög líkamlega sterkt lið, eins og við. Þetta verður erfiður leikur, mikið um baráttu úti á vellinum, og eins og öll lið er Ísland svo með mjög góða einstaklinga sem við þurfum að gæta sérstaklega,“ sagði Gerhardsson á blaðamannafundi í dag. Svíar hafa unnið alla fjóra leiki sína í undankeppninni til þessa, eins og Ísland, nú síðast 8-0 sigur gegn Ungverjalandi síðasta fimmtudag. En Gerhardsson veit að leikurinn á morgun verður mun snúnari. „Íslendingar eru líka sterkir í föstum leikatriðum, bæði vörn og sókn, svo að þó að við höfum skorað sex mörk þannig gegn Ungverjum getum við ekki ætlast til að við fáum mörk í gegnum þau,“ sagði Gerhardsson. Aðspurður um íslensku leikmennina nefndi þjálfarinn sérstaklega Glódísi Perlu Viggósdóttur, sem leikur með Rosengård í Svíþjóð, og Evrópumeistarann Söru Björk Gunnarsdóttur. „Viggósdóttir er einn besti leikmaðurinn í sænsku úrvalsdeildinni. Hún byrjar sóknirnar með sendingum sínum. Við vitum ekki nákvæmlega hvernig íslenska liðið verður en vitum að það er reynsla þarna og svo eru ungir leikmenn að koma inn, sem verður að koma í ljós hvort spila. Sara er einn besti leikmaður heims svo við verðum að hafa sérstaklega góðar gætur á henni,“ sagði Gerhardsson. EM 2021 í Englandi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Sjá meira
Peter Gerhardsson, sem stýrði Svíum til bronsverðlauna á HM í fyrra, býst við miklum slag á Laugardalsvelli á morgun þegar Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta. „Ég sá Ísland á EM 2017 og tel að þetta sé mjög líkamlega sterkt lið, eins og við. Þetta verður erfiður leikur, mikið um baráttu úti á vellinum, og eins og öll lið er Ísland svo með mjög góða einstaklinga sem við þurfum að gæta sérstaklega,“ sagði Gerhardsson á blaðamannafundi í dag. Svíar hafa unnið alla fjóra leiki sína í undankeppninni til þessa, eins og Ísland, nú síðast 8-0 sigur gegn Ungverjalandi síðasta fimmtudag. En Gerhardsson veit að leikurinn á morgun verður mun snúnari. „Íslendingar eru líka sterkir í föstum leikatriðum, bæði vörn og sókn, svo að þó að við höfum skorað sex mörk þannig gegn Ungverjum getum við ekki ætlast til að við fáum mörk í gegnum þau,“ sagði Gerhardsson. Aðspurður um íslensku leikmennina nefndi þjálfarinn sérstaklega Glódísi Perlu Viggósdóttur, sem leikur með Rosengård í Svíþjóð, og Evrópumeistarann Söru Björk Gunnarsdóttur. „Viggósdóttir er einn besti leikmaðurinn í sænsku úrvalsdeildinni. Hún byrjar sóknirnar með sendingum sínum. Við vitum ekki nákvæmlega hvernig íslenska liðið verður en vitum að það er reynsla þarna og svo eru ungir leikmenn að koma inn, sem verður að koma í ljós hvort spila. Sara er einn besti leikmaður heims svo við verðum að hafa sérstaklega góðar gætur á henni,“ sagði Gerhardsson.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Sjá meira