Valdi frekar að verða liðsfélagi Andra Fannars en að fara til Evrópumeistarana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2020 14:00 Aaron Hickey fagnaði samningi sínum við Bologna með ítalska fánanum. Getty/Mark Scates Evrópumeistarar Bayern München vildu fá hann en Aaron Hickey sagði nei takk. Jafnaldrarnir Aaron Hickey og Andri Fannar Baldursson eru í staðinn orðnir liðsfélagar í ítalska fótboltanum. Hinn átján ára gamli Aaron Hickey hefur ákveðið að fara til ítalska félagsins Bologna en mörg félög voru á eftir honum þar á meðal Bayern München, Aston Villa og Celtic. Breska ríkisútvarðið fjallaði um Aaron Hickey og þessa ákvörðun hans enda eru ekki margir skoskir knattspyrnumenn sem hafna stórliði eins og Bayern München. BBC segir að ein af stóru ástæðunum fyrir vali Aaron Hickey er að hjá Bologna fær hann að spila með aðalliðinu. Aaron Hickey: The Scottish teenager who turned down Bayern Munich https://t.co/nGqJSYSzxy pic.twitter.com/GjlbbepskO— BBC Sport (@BBCSport) September 25, 2020 Annar átján ára strákur hefur fengið tækifæri hjá Bologna upp á síðkastið og það er íslenski landsliðsmaðurinn Andri Fannar Baldursson. Andri Fannar var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik þegar Ísland mætti einu allra besta landsliði heims í Belgíu í Þjóðadeildinni. Andri Fannar Baldursson er fæddur í janúar 2002 en Aaron Hickey er fæddur í júní sama ár. Bologna keypti Andra Fannar frá Breiðabliki í ágúst 2019 og hann spilaði sína fyrstu leiki í ítölsku A-deildinni í febrúar á þessu ári. Aaron Hickey kom inn í lið Hearts tímabilið 2018-19 þegar hann var aðeins sextán ára gamall. Hickey varð meðal annars yngsti leikmaðurinn til að byrja bikaúrslitaleik í Skotlandi. Aaron Hickey hefur verið að spila sem vinstri bakvörður hjá Hearts undanfarin tvö tímabil en hann hefur einnig spilað sem afturliggjandi miðjumaður og er því fjölhæfur knattspyrnumaður. „Hann er eins og 24 eða 25 ára maður í líkama átján ára stráks,“ sagði Robbie Neilson, þjálfari hans hjá Hearts. Aaron Hickey er sagður þroskaður strákur sem lætur ekki mikið fyrir sér fara og segir ekki mikið. Hann hefur hins vegar mikinn metnað sem fótboltamaður og hann vill spila alvöru fótbolta. Það er einkum þess vegna að hann valdi það að spila með aðalliði Bologna í stað þess að dúsa á bekknum hjá Bayern. Hver veit nema að þeir Aaron Hickey og Andri Fannar Baldursson myndi framtíðarpar á miðju Bologna í næstu framtíð. Bologna's announcement for Aaron Hickey is certainly special pic.twitter.com/McO9CbOI7W— Goal (@goal) September 24, 2020 Ítalski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Sjá meira
Evrópumeistarar Bayern München vildu fá hann en Aaron Hickey sagði nei takk. Jafnaldrarnir Aaron Hickey og Andri Fannar Baldursson eru í staðinn orðnir liðsfélagar í ítalska fótboltanum. Hinn átján ára gamli Aaron Hickey hefur ákveðið að fara til ítalska félagsins Bologna en mörg félög voru á eftir honum þar á meðal Bayern München, Aston Villa og Celtic. Breska ríkisútvarðið fjallaði um Aaron Hickey og þessa ákvörðun hans enda eru ekki margir skoskir knattspyrnumenn sem hafna stórliði eins og Bayern München. BBC segir að ein af stóru ástæðunum fyrir vali Aaron Hickey er að hjá Bologna fær hann að spila með aðalliðinu. Aaron Hickey: The Scottish teenager who turned down Bayern Munich https://t.co/nGqJSYSzxy pic.twitter.com/GjlbbepskO— BBC Sport (@BBCSport) September 25, 2020 Annar átján ára strákur hefur fengið tækifæri hjá Bologna upp á síðkastið og það er íslenski landsliðsmaðurinn Andri Fannar Baldursson. Andri Fannar var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik þegar Ísland mætti einu allra besta landsliði heims í Belgíu í Þjóðadeildinni. Andri Fannar Baldursson er fæddur í janúar 2002 en Aaron Hickey er fæddur í júní sama ár. Bologna keypti Andra Fannar frá Breiðabliki í ágúst 2019 og hann spilaði sína fyrstu leiki í ítölsku A-deildinni í febrúar á þessu ári. Aaron Hickey kom inn í lið Hearts tímabilið 2018-19 þegar hann var aðeins sextán ára gamall. Hickey varð meðal annars yngsti leikmaðurinn til að byrja bikaúrslitaleik í Skotlandi. Aaron Hickey hefur verið að spila sem vinstri bakvörður hjá Hearts undanfarin tvö tímabil en hann hefur einnig spilað sem afturliggjandi miðjumaður og er því fjölhæfur knattspyrnumaður. „Hann er eins og 24 eða 25 ára maður í líkama átján ára stráks,“ sagði Robbie Neilson, þjálfari hans hjá Hearts. Aaron Hickey er sagður þroskaður strákur sem lætur ekki mikið fyrir sér fara og segir ekki mikið. Hann hefur hins vegar mikinn metnað sem fótboltamaður og hann vill spila alvöru fótbolta. Það er einkum þess vegna að hann valdi það að spila með aðalliði Bologna í stað þess að dúsa á bekknum hjá Bayern. Hver veit nema að þeir Aaron Hickey og Andri Fannar Baldursson myndi framtíðarpar á miðju Bologna í næstu framtíð. Bologna's announcement for Aaron Hickey is certainly special pic.twitter.com/McO9CbOI7W— Goal (@goal) September 24, 2020
Ítalski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Sjá meira