„Ég ætla að velja fallegt og heilbrigt líf“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. október 2020 12:31 Sindri fékk að fylgjast með lífi Sigríðar Ingu á annað ár og að svo stöddu gengur allt eins og í sögu. Sigríður Ingibjörg var 26 ára þegar hún komst að því að hún væri ólétt. Þá hafði hún ekki verið edrú frá því hún var 13 ára, var ekki tilbúin að verða móðir, vildi ekki ala upp barn við þær aðstæður sem hún ólst upp við enda man hún í raun ekki eftir foreldrum sínum öðruvísi en fullum og vildi fara í fóstureyðingu. Nú á annað ár hefur Sindri Sindrason fylgt Sigríði eftir og fengu áhorfendur Stöðvar 2 að kynnast henni í fyrsta þættinum af þriðju þáttaröð af Fósturbörnum sem hófst í gærkvöldi. Eftir áratuganeyslu getur verið erfitt félagslega að hætta og segja skilið við alla neyslufélagana. „Ég hef verið að endurnýja kynnin við gamlar vinkonur úr grunnskóla og ég líka vinkonur úr menntaskóla sem eru ekki í rugli og að standa sig í lífinu, og eru einmitt að eignast börn og ég get leitað til þeirra, og ég er mjög þakklát fyrir það,“ segir Inga sem varð að hætta öllum samskiptum við gamla vini. „Það var bara ekki í boði, ég þurfti að slíta á alla neysluvini. Það er bara eitthvað sem þarf að gera. Maður þarf bara að velja og hafna í þessari stöðu og ég ætla velja fallegt og heilbrigt líf.“ Það má segja að barnið hennar Ingu hafi fengið alla til að hugsa sinn gang og haft góð áhrif án þess að vera komið í heiminn á þessum tímapunkti. Inga hlakkaði til að fá stúlkuna í heiminn en var einnig kvíðin. „Ég veit ekkert hvað ég er að fara út í og þetta verður rosalegt álag. Ég er bara ein, hef foreldra mína en get ekki treyst almennilega á það. Auðvitað kvíðir mig fyrir en ég hlakka samt meira til.“ En var Inga hrædd um að falla á þessum tímapunkti? „Það hvarflar alveg að mér. Hvað ef ég verð ógeðslega buguð og að ég eigi eftir að vilja detta í það, ég er meira hrædd um að ég eigi eftir að vilja detta í það.“ Þegar Inga ræddi fyrst við Sindra var hún gengin átta mánuði á leið og hafði verið edrú í hálft ár. Í dag á hún fallega dóttur sem hún skírði Alfa Líf. Alfa merkir upphaf og er dóttir hennar merki um nýtt upphaf. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni á frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Ég ætla velja fallegt og heilbrigt líf Fósturbörn Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira
Sigríður Ingibjörg var 26 ára þegar hún komst að því að hún væri ólétt. Þá hafði hún ekki verið edrú frá því hún var 13 ára, var ekki tilbúin að verða móðir, vildi ekki ala upp barn við þær aðstæður sem hún ólst upp við enda man hún í raun ekki eftir foreldrum sínum öðruvísi en fullum og vildi fara í fóstureyðingu. Nú á annað ár hefur Sindri Sindrason fylgt Sigríði eftir og fengu áhorfendur Stöðvar 2 að kynnast henni í fyrsta þættinum af þriðju þáttaröð af Fósturbörnum sem hófst í gærkvöldi. Eftir áratuganeyslu getur verið erfitt félagslega að hætta og segja skilið við alla neyslufélagana. „Ég hef verið að endurnýja kynnin við gamlar vinkonur úr grunnskóla og ég líka vinkonur úr menntaskóla sem eru ekki í rugli og að standa sig í lífinu, og eru einmitt að eignast börn og ég get leitað til þeirra, og ég er mjög þakklát fyrir það,“ segir Inga sem varð að hætta öllum samskiptum við gamla vini. „Það var bara ekki í boði, ég þurfti að slíta á alla neysluvini. Það er bara eitthvað sem þarf að gera. Maður þarf bara að velja og hafna í þessari stöðu og ég ætla velja fallegt og heilbrigt líf.“ Það má segja að barnið hennar Ingu hafi fengið alla til að hugsa sinn gang og haft góð áhrif án þess að vera komið í heiminn á þessum tímapunkti. Inga hlakkaði til að fá stúlkuna í heiminn en var einnig kvíðin. „Ég veit ekkert hvað ég er að fara út í og þetta verður rosalegt álag. Ég er bara ein, hef foreldra mína en get ekki treyst almennilega á það. Auðvitað kvíðir mig fyrir en ég hlakka samt meira til.“ En var Inga hrædd um að falla á þessum tímapunkti? „Það hvarflar alveg að mér. Hvað ef ég verð ógeðslega buguð og að ég eigi eftir að vilja detta í það, ég er meira hrædd um að ég eigi eftir að vilja detta í það.“ Þegar Inga ræddi fyrst við Sindra var hún gengin átta mánuði á leið og hafði verið edrú í hálft ár. Í dag á hún fallega dóttur sem hún skírði Alfa Líf. Alfa merkir upphaf og er dóttir hennar merki um nýtt upphaf. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni á frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Ég ætla velja fallegt og heilbrigt líf
Fósturbörn Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira