Man United keypti engan leikmann af óskalista Solskjær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 09:30 Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, á hliðarlínunni í 6-1 tapinu á móti Tottenham. Getty/Alex Livesey Manchester United sótti sér nokkra nýja leikmenn í þessum glugga en það voru þó ekki leikmennirnir sem knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær vildi helst frá. ESPN slær því upp að Manchester United hafi ekki keypt neinn leikmann af óskalista Norðmannsins. Á lokadegi félagsskiptagluggans þá náði Manchester United í leikmennina Edinson Cavani, Alex Telles, Amad Traore og Facundo Pellistri. Félagið hafði áður eytt 40 milljónum punda í Ajax leikmanninn Donny van de Beek í byrjun september. Heimildir ESPN herma að Solskjær hafi verið búinn að setja fram óskalista um nýja leikmenn í sumar. Enginn af þeim er orðinn leikmaður Manchester United í dag. Man United failed to sign any of manager Ole Gunnar Solskjaer's priority targets during the summer transfer window, sources have told @MarkOgden_ pic.twitter.com/UdTKHGZ4u3— ESPN FC (@ESPNFC) October 7, 2020 Þetta eru meðal annars Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund, miðjumaðurinn Jack Grealish hjá Aston Villa og svo miðverðirnir Dayot Upamecano hjá RB Leipzig og Nathan Ake hjá Bournemouth. Solskjær vildi fá annan þeirra við hlið Harry Maguire í miðja vörn Manchester United liðsins. Það fylgir þó sögunni að yfirmenn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United ráðfærðu sig við knattspyrnustjórann um kaupin á nýjum leikmönnum og hann gaf grænt ljós á þau öll. Það sést samt kannski á hversu lítið hann hefur notað Donny van de Beek í upphafi tímabilsins að Solskjær hefur verið spenntari fyrir leikmanni. Dortmund vildi frá 108 milljónir punda fyrir Jadon Sancho og Aston Villa vildi frá 80 milljónir punda fyrir Jack Grealish. Það þótti Manchester United vera of hátt að viðbættum greiðslum til umboðsmanna og hárra launagreiðslna. Manchester City keypti síðan Nathan Ake fyrir 41 milljón pund snemma í ágúst og Dayot Upamecano skrifaði undir nýjan samning við RB Leipzig. Manchester United hafði líka áhuga á því að fá Thiago Alcantara en Liverpool endaði á að kaupa spænska miðjumanninn á 20 milljónir punda. Það má heldur ekki gleyma að Solskjær fékk ekki Erling Braut Håland í janúar. United fékk í staðinn Odion Ighalo á láni frá Kína. Bestu kaup ársins voru þó á portúgalska miðjumanninum Bruno Fernandes sem hefur staðið sig frábærlega sem leikmaður Manchester United. Enski boltinn Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Manchester United sótti sér nokkra nýja leikmenn í þessum glugga en það voru þó ekki leikmennirnir sem knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær vildi helst frá. ESPN slær því upp að Manchester United hafi ekki keypt neinn leikmann af óskalista Norðmannsins. Á lokadegi félagsskiptagluggans þá náði Manchester United í leikmennina Edinson Cavani, Alex Telles, Amad Traore og Facundo Pellistri. Félagið hafði áður eytt 40 milljónum punda í Ajax leikmanninn Donny van de Beek í byrjun september. Heimildir ESPN herma að Solskjær hafi verið búinn að setja fram óskalista um nýja leikmenn í sumar. Enginn af þeim er orðinn leikmaður Manchester United í dag. Man United failed to sign any of manager Ole Gunnar Solskjaer's priority targets during the summer transfer window, sources have told @MarkOgden_ pic.twitter.com/UdTKHGZ4u3— ESPN FC (@ESPNFC) October 7, 2020 Þetta eru meðal annars Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund, miðjumaðurinn Jack Grealish hjá Aston Villa og svo miðverðirnir Dayot Upamecano hjá RB Leipzig og Nathan Ake hjá Bournemouth. Solskjær vildi fá annan þeirra við hlið Harry Maguire í miðja vörn Manchester United liðsins. Það fylgir þó sögunni að yfirmenn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United ráðfærðu sig við knattspyrnustjórann um kaupin á nýjum leikmönnum og hann gaf grænt ljós á þau öll. Það sést samt kannski á hversu lítið hann hefur notað Donny van de Beek í upphafi tímabilsins að Solskjær hefur verið spenntari fyrir leikmanni. Dortmund vildi frá 108 milljónir punda fyrir Jadon Sancho og Aston Villa vildi frá 80 milljónir punda fyrir Jack Grealish. Það þótti Manchester United vera of hátt að viðbættum greiðslum til umboðsmanna og hárra launagreiðslna. Manchester City keypti síðan Nathan Ake fyrir 41 milljón pund snemma í ágúst og Dayot Upamecano skrifaði undir nýjan samning við RB Leipzig. Manchester United hafði líka áhuga á því að fá Thiago Alcantara en Liverpool endaði á að kaupa spænska miðjumanninn á 20 milljónir punda. Það má heldur ekki gleyma að Solskjær fékk ekki Erling Braut Håland í janúar. United fékk í staðinn Odion Ighalo á láni frá Kína. Bestu kaup ársins voru þó á portúgalska miðjumanninum Bruno Fernandes sem hefur staðið sig frábærlega sem leikmaður Manchester United.
Enski boltinn Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira