EM alls staðar gæti farið fram í einu landi næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2020 09:24 Komist íslenska landsliðið á EM næsta sumar þá lendir það í riðli með Portúgal, Frakklandi og Þýskalandi. Hér má sjá landsliðsþjálfara þeirra landa eða þá Fernando Santos, Joachim Löw og Didier Deschamps. Getty/Alex Nicodim Það er ekki öruggt að þær þjóðir sem telja sig vera að fara að hýsa leiki á Evrópumótinu næsta sumar muni gera það þegar á hólminn er komið. Evrópumótið í knattspyrnu átti að fara fram síðasta sumar en var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins. Nú gæti mótið tekið enn frekari breytingum. Alexander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, er nú farinn að tala um það að fækka gestgjöfunum og jafnvel láta Evrópumótið bara fara fram í einu landi. Evrópumótið hefur verið kallað EM alls staðar en það átti að fara fram í tólf mismunandi löndum víðs vegar um Evrópu. Undanúrslitin og úrslitaleikurinn á síðan að vera á Englandi. Uefa-basen: EM kan bli i ett land https://t.co/7S5JDTlNOz— SVT Sport (@SVTSport) October 16, 2020 „Planið okkar er að halda Evrópumótið með óbreyttu sniði en í stað þess að hafa það í tólf löndum þá gætum við verið með Evrópumótið í ellefu, átta, fimm eða jafnvel einu landi,“ sagði Alexander Ceferin í viðtali við Movistar+ á Spáni. Ceferin segir að það sé of snemmt að ákveða hvort að það verði áhorfendur leyfðir á leikjunum eða ekki enda hafa menn miklar áhyggjur af mikilli útbreiðslu kórónuveirunnar í Evrópu þessa dagana. „Við höfum alltaf áhyggjur af stöðunni en við erum jafnframt alveg viss um að þetta Evrópumóti muni fara fram,“ sagði Ceferin. Íslenska landsliðið er eitt af þeim átta löndum sem keppa um fjögur laus sæti í keppninni. Ísland mætir Ungverjalandi á útivelli í næsta mánuði í hreinum úrslitaleik um farseðil á EM 2020 (21). Komist Ísland áfram þá átti liðið að spila leiki sína í Búdapest og München en samkvæmt þessum fréttum þá gæti það breyst í vetur. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Það er ekki öruggt að þær þjóðir sem telja sig vera að fara að hýsa leiki á Evrópumótinu næsta sumar muni gera það þegar á hólminn er komið. Evrópumótið í knattspyrnu átti að fara fram síðasta sumar en var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins. Nú gæti mótið tekið enn frekari breytingum. Alexander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, er nú farinn að tala um það að fækka gestgjöfunum og jafnvel láta Evrópumótið bara fara fram í einu landi. Evrópumótið hefur verið kallað EM alls staðar en það átti að fara fram í tólf mismunandi löndum víðs vegar um Evrópu. Undanúrslitin og úrslitaleikurinn á síðan að vera á Englandi. Uefa-basen: EM kan bli i ett land https://t.co/7S5JDTlNOz— SVT Sport (@SVTSport) October 16, 2020 „Planið okkar er að halda Evrópumótið með óbreyttu sniði en í stað þess að hafa það í tólf löndum þá gætum við verið með Evrópumótið í ellefu, átta, fimm eða jafnvel einu landi,“ sagði Alexander Ceferin í viðtali við Movistar+ á Spáni. Ceferin segir að það sé of snemmt að ákveða hvort að það verði áhorfendur leyfðir á leikjunum eða ekki enda hafa menn miklar áhyggjur af mikilli útbreiðslu kórónuveirunnar í Evrópu þessa dagana. „Við höfum alltaf áhyggjur af stöðunni en við erum jafnframt alveg viss um að þetta Evrópumóti muni fara fram,“ sagði Ceferin. Íslenska landsliðið er eitt af þeim átta löndum sem keppa um fjögur laus sæti í keppninni. Ísland mætir Ungverjalandi á útivelli í næsta mánuði í hreinum úrslitaleik um farseðil á EM 2020 (21). Komist Ísland áfram þá átti liðið að spila leiki sína í Búdapest og München en samkvæmt þessum fréttum þá gæti það breyst í vetur.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti