KSÍ bíður nákvæmari upplýsinga en stutt í stóru ákvörðunina Sindri Sverrisson skrifar 16. október 2020 15:01 Guðni Bergsson og hans fólk í höfuðstöðvum KSÍ hefur haft í nógu að snúast síðustu daga og vikur. vísir/vilhelm Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að fundað verði í dag og um helgina um framtíð Íslandsmótsins í fótbolta. Lið á höfuðborgarsvæðinu mega ekki æfa það sem eftir er október. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra, staðfesti við Vísi í dag að íþróttir með snertingu yrðu áfram bannaðar á höfuðborgarsvæðinu, þegar nýjar reglur taki gildi. Ráðgert er að þær taki gildi næsta þriðjudag og gildi í tvær eða þrjár vikur. „Þetta kemur svo sem ekki á óvart miðað við fréttirnar síðustu daga. Þetta er eitthvað sem að við í knattspyrnuhreyfingunni þurfum að takast á við. Að vísu kemur reglugerðin ekki út formlega fyrr en á morgun og við viljum bíða með ákvarðanir þar til að hún birtist í heild sinni,“ segir Guðni og bendir á að það geti til að mynda skipt máli hvort reglurnar gildi til tveggja eða þriggja vikna. Enn á eftir að ljúka örfáum umferðum í flestum deildum Íslandsmótsins, sem og Mjólkurbikarnum. Í reglugerð KSÍ frá því í júlí segir að ekki verði spilað fram yfir 1. desember. Guðni vildi ekki tjá sig um hvort hugsanlegt væri að hnikað yrði frá fyrri ákvörðun um 1. desember. Formaðurinn vildi raunar ekkert sýna á spilin varðandi það hvort mótið yrði blásið af eða þess áfram freistað að ljúka síðustu leikjunum: „Það er ekki tímabært fyrir mig að tjá mig um þetta núna. Við munum funda síðar í dag og um helgina, en tilkynnum um framvinduna eins fljótt og auðið er. Fyrsta skrefið er að fá þessar reglur formlega frá ráðuneytinu á morgun,“ segir Guðni, sem vonast til að ákvörðun liggi fyrir í síðasta lagi á mánudag: „Þetta er stór ákvörðun og við viljum vanda okkur. Við höfum verið mikið í samtölum við aðildarfélög okkar og Íslenskan toppfótbolta, en á endanum þarf að taka ákvörðun og við gerum það mjög fljótlega.“ KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Níu félög skora á KSÍ að klára Íslandsmótið Níu félög hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau hvetja KSÍ til að klára Íslandsmótið í fótbolta. 16. október 2020 14:08 Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22 Fleiri vilja að KSÍ blási Íslandsmótið af Meirihluti leikmanna sem afstöðu tóku vill að KSÍ geri ekki frekar tilraunir til að halda Íslandsmótinu 2020 í fótbolta áfram. 12. október 2020 16:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að fundað verði í dag og um helgina um framtíð Íslandsmótsins í fótbolta. Lið á höfuðborgarsvæðinu mega ekki æfa það sem eftir er október. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra, staðfesti við Vísi í dag að íþróttir með snertingu yrðu áfram bannaðar á höfuðborgarsvæðinu, þegar nýjar reglur taki gildi. Ráðgert er að þær taki gildi næsta þriðjudag og gildi í tvær eða þrjár vikur. „Þetta kemur svo sem ekki á óvart miðað við fréttirnar síðustu daga. Þetta er eitthvað sem að við í knattspyrnuhreyfingunni þurfum að takast á við. Að vísu kemur reglugerðin ekki út formlega fyrr en á morgun og við viljum bíða með ákvarðanir þar til að hún birtist í heild sinni,“ segir Guðni og bendir á að það geti til að mynda skipt máli hvort reglurnar gildi til tveggja eða þriggja vikna. Enn á eftir að ljúka örfáum umferðum í flestum deildum Íslandsmótsins, sem og Mjólkurbikarnum. Í reglugerð KSÍ frá því í júlí segir að ekki verði spilað fram yfir 1. desember. Guðni vildi ekki tjá sig um hvort hugsanlegt væri að hnikað yrði frá fyrri ákvörðun um 1. desember. Formaðurinn vildi raunar ekkert sýna á spilin varðandi það hvort mótið yrði blásið af eða þess áfram freistað að ljúka síðustu leikjunum: „Það er ekki tímabært fyrir mig að tjá mig um þetta núna. Við munum funda síðar í dag og um helgina, en tilkynnum um framvinduna eins fljótt og auðið er. Fyrsta skrefið er að fá þessar reglur formlega frá ráðuneytinu á morgun,“ segir Guðni, sem vonast til að ákvörðun liggi fyrir í síðasta lagi á mánudag: „Þetta er stór ákvörðun og við viljum vanda okkur. Við höfum verið mikið í samtölum við aðildarfélög okkar og Íslenskan toppfótbolta, en á endanum þarf að taka ákvörðun og við gerum það mjög fljótlega.“
KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Níu félög skora á KSÍ að klára Íslandsmótið Níu félög hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau hvetja KSÍ til að klára Íslandsmótið í fótbolta. 16. október 2020 14:08 Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22 Fleiri vilja að KSÍ blási Íslandsmótið af Meirihluti leikmanna sem afstöðu tóku vill að KSÍ geri ekki frekar tilraunir til að halda Íslandsmótinu 2020 í fótbolta áfram. 12. október 2020 16:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira
Níu félög skora á KSÍ að klára Íslandsmótið Níu félög hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau hvetja KSÍ til að klára Íslandsmótið í fótbolta. 16. október 2020 14:08
Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22
Fleiri vilja að KSÍ blási Íslandsmótið af Meirihluti leikmanna sem afstöðu tóku vill að KSÍ geri ekki frekar tilraunir til að halda Íslandsmótinu 2020 í fótbolta áfram. 12. október 2020 16:00