Hugsað með hjartanu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 19. október 2020 07:01 Í dag, 19 október, hefði Guðrún Ögmundsdóttir orðið sjötug ef hún hefði lifað. Fyrirsögn þessarar greinar vísar til þess hvernig hún nálgaðist öll mál sem hún lét til sín taka en hún hugsaði alltaf með hjartanu. Þegar henni fannst vitsmunirnar vera um of ráðandi í umræðunni á kostnað tilfinninganna þá átti hún það til að hvessa sig, banka í hjartastað og biðja fólk að hlusta á þau skilaboð sem þaðan kæmu. Gunna kom víða við og lagði mörgum réttlætismálum lið. Jöfnuður og kvenfrelsi gengu eins og rauður þráður í gegnum öll hennar verk en þegar öllu er á botninn hvolft var það alltaf félagsráðgjafinn Gunna sem var að störfum. Sem félagsráðgjafi nálgaðist hún öll mál með sanngirni og réttlæti að leiðarljósi og lagði áherslu á að þeir sem þyrftu á aðstoð að halda ættu sjálfstæðan og sjálfsagðan rétt en væru ekki þiggjendur þess sem væri að þeim rétt. Allir þekkja framlag Gunnu til réttindabaráttu samkynheigðra og að sanngirnisbótum fyrir þá sem voru órétti beittir á vistheimilum ríkisins en færri þekkja hvernig hún lét um sig muna á ýmsum öðrum sviðum. Hún var um tíma félagsráðgjafi á Kvennadeild Landspítalans og vann þar mikið að málum kvenna sem þurftu að sækja um þungunarrof eftir að tímafrestir voru útrunnir. Sú reynsla skaut sterkum stoðum undir þá skoðun hennar að konur ættu sjálfar að ráða yfir eigin líkama en ekki einhverjir nefndarmenn sem hefðu takmarkaðar forsendur til að setja sig í spor kvenna. Þarna hugsaði Gunna með hjartanu. Gunna var virkur þátttakandi í Reykjavíkurlistanum sem komst til valda í Reykjavík vorið 1994 eftir nær 60 ára samfellda valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Reykjavíkurlistinn lagði áherslu á að breyta menningunni í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar úr menningu valdstjórnar í menningu og viðhorf sem byggðust á því að þjóna. Gunna var formaður Félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar og hún hófst þegar handa, í samstarfi við Láru Björnsdóttur félagsmálastjóra og hennar fólk, við að breyta fjárhagsaðstoð úr n.k. ölmusu í réttindi byggð á gegnsæjum reglum. Á þessu ári eru einmitt 25 ár síðan þessi breyting var innleidd hjá Reykjavíkurborg sem óhætt er að segja að hafði afgerandi áhrif á vinnubrögð og viðhorf félagsráðgjafa sem unnu með fjárhagsaðstoð og félagslega ráðgjöf. Ég var borgarstjóri á þessum tíma og með þessu fækkaði þeim verulega sem töldu sig þurfa að fara á fund borgarstjóra til að biðja um framfærslu. Rétturinn var tryggður. Breytingarnar hjá Reykjavíkurborg gengu ekki átakalaust fyrir sig og við vorum gagnrýnd fyrir að gera of vel við skjólstæðingana og kostnaður borgarinnar yrði of mikill. En eins og Gunna sagði í viðtali við Mbl. Í maí 1995, ,,af hverju á þetta fólk að vera fimmta flokks sem lendir í tímabundum erfiðleikum? Af hverju á fólk að þurfa að suða sig í gegnum kerfið?“ Því miður erum við ennþá með einhver kerfi sem miðast meira við að vera valdstjórn en þjónusta við fólkið og ennþá eru þess dæmi að fólk þurfi að suða sig í gegnum kerfið. Við erum nokkur, vinir Gunnu, vandamenn og fyrrum samstarfsmenn, sem ætlum nota afmælisdaginn hennar til að halda minningu hennar á lofti á Facebook með því að skoða hvernig við getum fylgt hennar fordæmi, hugsað með hjartanu og látið það vísa okkur veginn í umbótastarfi sem alltaf er nauðsynlegt. Höfundur er fyrrverandi borgarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Sjá meira
Í dag, 19 október, hefði Guðrún Ögmundsdóttir orðið sjötug ef hún hefði lifað. Fyrirsögn þessarar greinar vísar til þess hvernig hún nálgaðist öll mál sem hún lét til sín taka en hún hugsaði alltaf með hjartanu. Þegar henni fannst vitsmunirnar vera um of ráðandi í umræðunni á kostnað tilfinninganna þá átti hún það til að hvessa sig, banka í hjartastað og biðja fólk að hlusta á þau skilaboð sem þaðan kæmu. Gunna kom víða við og lagði mörgum réttlætismálum lið. Jöfnuður og kvenfrelsi gengu eins og rauður þráður í gegnum öll hennar verk en þegar öllu er á botninn hvolft var það alltaf félagsráðgjafinn Gunna sem var að störfum. Sem félagsráðgjafi nálgaðist hún öll mál með sanngirni og réttlæti að leiðarljósi og lagði áherslu á að þeir sem þyrftu á aðstoð að halda ættu sjálfstæðan og sjálfsagðan rétt en væru ekki þiggjendur þess sem væri að þeim rétt. Allir þekkja framlag Gunnu til réttindabaráttu samkynheigðra og að sanngirnisbótum fyrir þá sem voru órétti beittir á vistheimilum ríkisins en færri þekkja hvernig hún lét um sig muna á ýmsum öðrum sviðum. Hún var um tíma félagsráðgjafi á Kvennadeild Landspítalans og vann þar mikið að málum kvenna sem þurftu að sækja um þungunarrof eftir að tímafrestir voru útrunnir. Sú reynsla skaut sterkum stoðum undir þá skoðun hennar að konur ættu sjálfar að ráða yfir eigin líkama en ekki einhverjir nefndarmenn sem hefðu takmarkaðar forsendur til að setja sig í spor kvenna. Þarna hugsaði Gunna með hjartanu. Gunna var virkur þátttakandi í Reykjavíkurlistanum sem komst til valda í Reykjavík vorið 1994 eftir nær 60 ára samfellda valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Reykjavíkurlistinn lagði áherslu á að breyta menningunni í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar úr menningu valdstjórnar í menningu og viðhorf sem byggðust á því að þjóna. Gunna var formaður Félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar og hún hófst þegar handa, í samstarfi við Láru Björnsdóttur félagsmálastjóra og hennar fólk, við að breyta fjárhagsaðstoð úr n.k. ölmusu í réttindi byggð á gegnsæjum reglum. Á þessu ári eru einmitt 25 ár síðan þessi breyting var innleidd hjá Reykjavíkurborg sem óhætt er að segja að hafði afgerandi áhrif á vinnubrögð og viðhorf félagsráðgjafa sem unnu með fjárhagsaðstoð og félagslega ráðgjöf. Ég var borgarstjóri á þessum tíma og með þessu fækkaði þeim verulega sem töldu sig þurfa að fara á fund borgarstjóra til að biðja um framfærslu. Rétturinn var tryggður. Breytingarnar hjá Reykjavíkurborg gengu ekki átakalaust fyrir sig og við vorum gagnrýnd fyrir að gera of vel við skjólstæðingana og kostnaður borgarinnar yrði of mikill. En eins og Gunna sagði í viðtali við Mbl. Í maí 1995, ,,af hverju á þetta fólk að vera fimmta flokks sem lendir í tímabundum erfiðleikum? Af hverju á fólk að þurfa að suða sig í gegnum kerfið?“ Því miður erum við ennþá með einhver kerfi sem miðast meira við að vera valdstjórn en þjónusta við fólkið og ennþá eru þess dæmi að fólk þurfi að suða sig í gegnum kerfið. Við erum nokkur, vinir Gunnu, vandamenn og fyrrum samstarfsmenn, sem ætlum nota afmælisdaginn hennar til að halda minningu hennar á lofti á Facebook með því að skoða hvernig við getum fylgt hennar fordæmi, hugsað með hjartanu og látið það vísa okkur veginn í umbótastarfi sem alltaf er nauðsynlegt. Höfundur er fyrrverandi borgarstjóri.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun