Klopp ánægður með nýja parið en vill að það tali meira Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2020 08:00 Fabinho bjargaði Liverpool meistaralega með því að hreinsa á marklínu eftir að boltinn fór yfir Adrian. Getty/Andrew Powell Jürgen Klopp var ánægður með frammistöðu Fabinho sem miðvarðar í 1-0 sigrinum gegn Ajax í gær en segir þá Joe Gomez geta gert betur. Liverpool var án Virgil van Dijk og Joël Matip vegna meiðsla, í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Fabinho fór því af miðjunni í stöðu miðvarðar, eins og stundum áður, og gæti þurft að leysa það hlutverk mun oftar í vetur nú þegar ljóst er að Van Dijk verður frá keppni í marga mánuði vegna hnémeiðsla. Þeir Gomez mynduðu nýtt miðvarðapar Liverpool. Klippa: Ajax - Liverpool 0-1 Vegna meiðsla Van Dijk hefur talsverð umræða verið um miðvarðamál Liverpool og Klopp er meðvitaður um það: „Var pressa varðandi þessa stöðu í kvöld? Já,“ sagði Klopp á blaðamannafundi eftir leik í gær. „Það er ljóst að miðverðirnir tveir voru að spila sinn fyrsta leik saman, held ég. Fabinho getur spilað í þessari stöðu og hefur raunar gaman af því. Ef ég bæði hann um að spila sem bakvörður myndi hann ekki njóta þess eins mikið. Miðað við okkar stöðu þá verða þessir strákar að halda sér í standi en ég er mjög ánægður með kvöldið. Þetta gaf honum klárlega sjálfstraust,“ sagði Klopp um Fabinho. Joe og Fabinho þurfa að venjast hvor öðrum Brasilíumaðurinn kom Liverpool til bjargar seint í leiknum með bakfallsspyrnu á marklínu þegar Dusan Tadic var nálægt því að jafna metin fyrir Ajax. „Þetta var gott en Fabinho getur spilað betur. Joe og Fabinho þurfa að venjast hvor öðrum, og venjast því hvaða kröfur eru gerðar um að menn í þessari stöðu tali við aðra og hjálpi miðjunni. Þetta var góð frammistaða en það er mikið svigrúm til að bæta sig, og það er gott. Þetta var svo sannarlega gott kvöld.“ Sigurmark Liverpool var sjálfsmark heimamanna eftir spyrnu Sadio Mané.Getty/MAURICE VAN STEEN Þríeykið Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mané fór af velli eftir klukkutíma leik en Klopp sagði það ekki hafa verið vegna leiksins við Sheffield United á laugardag, eða vegna meiðsla. Mané sást með kælipoka á hnénu eftir að hafa farið af velli: „Eins og sást þá var þetta hraður leikur og ef að boltinn vannst fengu menn stórt tækifæri á að sækja hratt. Þetta var krefjandi fyrir fremstu þrjá mennina svo ég var ánægður með að geta gert þessar breytingar og eiga fimm skiptingar. Sadio hefur verið með „dead leg“ í nokkra daga. Hann finnur enn til en þetta er ekki vandamál og hann notar kælingu þegar hann er ekki að spila,“ sagði Klopp. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool, aukaspyrnu Gündogans og markasúpuna í Bæjaralandi Liverpool, Manchester City og Bayern Munchen byrja öll Meistaradeildina vel í ár en öll unnu þau leiki sína í 1. umferð riðlakeppninnar í gærkvöldi. 22. október 2020 07:01 Liverpool vann í Hollandi á sjálfsmarki Liverpool byrjar Meistaradeildina vel þetta tímabilið en þeir unnu 1-0 sigur á Ajax á útivelli í kvöld. 21. október 2020 20:55 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Jürgen Klopp var ánægður með frammistöðu Fabinho sem miðvarðar í 1-0 sigrinum gegn Ajax í gær en segir þá Joe Gomez geta gert betur. Liverpool var án Virgil van Dijk og Joël Matip vegna meiðsla, í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Fabinho fór því af miðjunni í stöðu miðvarðar, eins og stundum áður, og gæti þurft að leysa það hlutverk mun oftar í vetur nú þegar ljóst er að Van Dijk verður frá keppni í marga mánuði vegna hnémeiðsla. Þeir Gomez mynduðu nýtt miðvarðapar Liverpool. Klippa: Ajax - Liverpool 0-1 Vegna meiðsla Van Dijk hefur talsverð umræða verið um miðvarðamál Liverpool og Klopp er meðvitaður um það: „Var pressa varðandi þessa stöðu í kvöld? Já,“ sagði Klopp á blaðamannafundi eftir leik í gær. „Það er ljóst að miðverðirnir tveir voru að spila sinn fyrsta leik saman, held ég. Fabinho getur spilað í þessari stöðu og hefur raunar gaman af því. Ef ég bæði hann um að spila sem bakvörður myndi hann ekki njóta þess eins mikið. Miðað við okkar stöðu þá verða þessir strákar að halda sér í standi en ég er mjög ánægður með kvöldið. Þetta gaf honum klárlega sjálfstraust,“ sagði Klopp um Fabinho. Joe og Fabinho þurfa að venjast hvor öðrum Brasilíumaðurinn kom Liverpool til bjargar seint í leiknum með bakfallsspyrnu á marklínu þegar Dusan Tadic var nálægt því að jafna metin fyrir Ajax. „Þetta var gott en Fabinho getur spilað betur. Joe og Fabinho þurfa að venjast hvor öðrum, og venjast því hvaða kröfur eru gerðar um að menn í þessari stöðu tali við aðra og hjálpi miðjunni. Þetta var góð frammistaða en það er mikið svigrúm til að bæta sig, og það er gott. Þetta var svo sannarlega gott kvöld.“ Sigurmark Liverpool var sjálfsmark heimamanna eftir spyrnu Sadio Mané.Getty/MAURICE VAN STEEN Þríeykið Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mané fór af velli eftir klukkutíma leik en Klopp sagði það ekki hafa verið vegna leiksins við Sheffield United á laugardag, eða vegna meiðsla. Mané sást með kælipoka á hnénu eftir að hafa farið af velli: „Eins og sást þá var þetta hraður leikur og ef að boltinn vannst fengu menn stórt tækifæri á að sækja hratt. Þetta var krefjandi fyrir fremstu þrjá mennina svo ég var ánægður með að geta gert þessar breytingar og eiga fimm skiptingar. Sadio hefur verið með „dead leg“ í nokkra daga. Hann finnur enn til en þetta er ekki vandamál og hann notar kælingu þegar hann er ekki að spila,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool, aukaspyrnu Gündogans og markasúpuna í Bæjaralandi Liverpool, Manchester City og Bayern Munchen byrja öll Meistaradeildina vel í ár en öll unnu þau leiki sína í 1. umferð riðlakeppninnar í gærkvöldi. 22. október 2020 07:01 Liverpool vann í Hollandi á sjálfsmarki Liverpool byrjar Meistaradeildina vel þetta tímabilið en þeir unnu 1-0 sigur á Ajax á útivelli í kvöld. 21. október 2020 20:55 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Sjáðu sigurmark Liverpool, aukaspyrnu Gündogans og markasúpuna í Bæjaralandi Liverpool, Manchester City og Bayern Munchen byrja öll Meistaradeildina vel í ár en öll unnu þau leiki sína í 1. umferð riðlakeppninnar í gærkvöldi. 22. október 2020 07:01
Liverpool vann í Hollandi á sjálfsmarki Liverpool byrjar Meistaradeildina vel þetta tímabilið en þeir unnu 1-0 sigur á Ajax á útivelli í kvöld. 21. október 2020 20:55