Segir börnin fara svöng í háttinn og líða eins og þau skipti ekki máli Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2020 09:31 Marcus Rashford fagnaði sigri gegn PSG á þriðjudagskvöld en harmaði í gær tap í baráttunni fyrir bættum kjörum barna í Englandi. Getty/Xavier Laine Marcus Rashford lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að hafna tillögu um fríar máltíðir á frídögum fyrir fátæk börn í landinu. Málið hefur verið enska landsliðsframherjanum mikið hjartans mál en hann ólst sjálfur upp við fátækt í Wythenshawe í Manchester. Hann hefur barist fyrir því að börn sem minna mega sín búi ekki við sult, og vann stóran sigur í þeirri baráttu í sumar, en ekki að þessu sinni. One to remember next time they pop up on TV claiming to care about our kids. Just like they did when they wanted them back at school. @DailyMirror pic.twitter.com/X4xc0F0D4y— Darren Lewis (@MirrorDarren) October 22, 2020 Þegar skólum var lokað í vor vegna kórónuveirufaraldursins fengu fjölskyldur matarmiða til að geta fengið fríar máltíðir, og þannig var það áfram í sumar eftir að stjórnvöld sneru fyrri ákvörðun sinni í kjölfar baráttu Rashfords. Þeirri hugmynd að 1,4 milljón barna, sem talin eru hjálpar þurfi í Englandi, fengju 15 punda matarmiða á viku þegar skólastarf lægi niður, fram að páskum 2021, var hins vegar hafnað í gær. Rashford tjáði sig um málið á Twitter: „Horfum framhjá öllum hávaðanum, skotunum, flokkapólitíkinn og einbeitum okkur að raunveruleikanum. Umtalsverður fjöldi barna fer í háttinn í kvöld ekki bara svöng heldur með þá tilfinningu að þau skipti ekki máli, eftir þau ummæli sem hafa fallið í dag,“ skrifaði Rashford, sólarhring eftir að hann skoraði sigurmark Manchester United gegn PSG í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. Rashford sagði málið snúast um mannúð. „Ég er ekki með sömu menntun og stjórnmálamenn, eins og margir hafa bent á á Twitter, en ég hef félagslegu reynsluna af því að vera í þessum aðstæðum og að hafa varið tíma með fjölskyldum og börnum sem verða verst fyrir barðinu á þessu. Þessi börn skipta máli,“ skrifaði Rashford. Enski boltinn Tengdar fréttir Aftur höfðu lærisveinar Solskjærs betur gegn PSG Manchester United sótti góð þrjú stig til Frakklands er liðið vann 2-1 sigur á PSG í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu þetta tímabilið. 20. október 2020 20:56 Rashford fékk heiðursorðu drottningar Marcus Rashford, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, var meðal þeirra sem hlutu heiðursorðu Bretlandsdrottningar. 10. október 2020 13:45 Rashford heldur áfram baráttunni gegn fátækt og matarskorti barna Enski knattspyrnumaðurinn Marcus Rashford er hvergi nærri hættur baráttu sinni gegn fátækt og matarskorti barna í Englandi. 2. september 2020 07:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Marcus Rashford lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að hafna tillögu um fríar máltíðir á frídögum fyrir fátæk börn í landinu. Málið hefur verið enska landsliðsframherjanum mikið hjartans mál en hann ólst sjálfur upp við fátækt í Wythenshawe í Manchester. Hann hefur barist fyrir því að börn sem minna mega sín búi ekki við sult, og vann stóran sigur í þeirri baráttu í sumar, en ekki að þessu sinni. One to remember next time they pop up on TV claiming to care about our kids. Just like they did when they wanted them back at school. @DailyMirror pic.twitter.com/X4xc0F0D4y— Darren Lewis (@MirrorDarren) October 22, 2020 Þegar skólum var lokað í vor vegna kórónuveirufaraldursins fengu fjölskyldur matarmiða til að geta fengið fríar máltíðir, og þannig var það áfram í sumar eftir að stjórnvöld sneru fyrri ákvörðun sinni í kjölfar baráttu Rashfords. Þeirri hugmynd að 1,4 milljón barna, sem talin eru hjálpar þurfi í Englandi, fengju 15 punda matarmiða á viku þegar skólastarf lægi niður, fram að páskum 2021, var hins vegar hafnað í gær. Rashford tjáði sig um málið á Twitter: „Horfum framhjá öllum hávaðanum, skotunum, flokkapólitíkinn og einbeitum okkur að raunveruleikanum. Umtalsverður fjöldi barna fer í háttinn í kvöld ekki bara svöng heldur með þá tilfinningu að þau skipti ekki máli, eftir þau ummæli sem hafa fallið í dag,“ skrifaði Rashford, sólarhring eftir að hann skoraði sigurmark Manchester United gegn PSG í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. Rashford sagði málið snúast um mannúð. „Ég er ekki með sömu menntun og stjórnmálamenn, eins og margir hafa bent á á Twitter, en ég hef félagslegu reynsluna af því að vera í þessum aðstæðum og að hafa varið tíma með fjölskyldum og börnum sem verða verst fyrir barðinu á þessu. Þessi börn skipta máli,“ skrifaði Rashford.
Enski boltinn Tengdar fréttir Aftur höfðu lærisveinar Solskjærs betur gegn PSG Manchester United sótti góð þrjú stig til Frakklands er liðið vann 2-1 sigur á PSG í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu þetta tímabilið. 20. október 2020 20:56 Rashford fékk heiðursorðu drottningar Marcus Rashford, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, var meðal þeirra sem hlutu heiðursorðu Bretlandsdrottningar. 10. október 2020 13:45 Rashford heldur áfram baráttunni gegn fátækt og matarskorti barna Enski knattspyrnumaðurinn Marcus Rashford er hvergi nærri hættur baráttu sinni gegn fátækt og matarskorti barna í Englandi. 2. september 2020 07:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Aftur höfðu lærisveinar Solskjærs betur gegn PSG Manchester United sótti góð þrjú stig til Frakklands er liðið vann 2-1 sigur á PSG í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu þetta tímabilið. 20. október 2020 20:56
Rashford fékk heiðursorðu drottningar Marcus Rashford, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, var meðal þeirra sem hlutu heiðursorðu Bretlandsdrottningar. 10. október 2020 13:45
Rashford heldur áfram baráttunni gegn fátækt og matarskorti barna Enski knattspyrnumaðurinn Marcus Rashford er hvergi nærri hættur baráttu sinni gegn fátækt og matarskorti barna í Englandi. 2. september 2020 07:00