Setur spurningarmerki við VAR eftir jafnteflið á Old Trafford Anton Ingi Leifsson skrifar 24. október 2020 19:31 Maguire heldur í fyrirliða Chelsea. Ekkert var dæmt. Oli Scarff - Pool/Getty Images Cesar Azpilicueta, fyrirliði Chelsea, setur spurningarmerki við VAR eftir markalaust jafntefli Chelsea gegn Manchester United á Old Trafford í dag. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en bæði lið vildu fá sína vítaspyrnuna. Fyrirliðinn sagði að hann hefði viljað sjá Chelsea halda boltanum betur í síðari hálfleik. „Mér fannst við geta fengið meira út úr þessu. Við fundum svæðin en síðasta sending klikkaði eða við tókum ekki réttar ákvarðanir. Við vörðumst vel og Mendy varði vel, einu sinni í fyrri hálfleik og einu sinni í síðari, en við gátum gert meira,“ sagði fyrirliðinn eftir leikinn. „Við stýrðum leiknum betur í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik vorum við að flýta okkur of mikið og hreyfðum boltann ekki nægilega vel. Við misstum boltann of auðveldlega sem gerði það að verkum að við misstum stjórnina en við stóðum saman og allir lögðu sig fram.“ Chelsea vildi fá vítaspyrnu í leiknum eftir að Azpilicuta féll í teignum eftir baráttu við Harry Maguire. Fyrirliði Chelsea setti spurningarmerki við VAR í þeirri stöðu og fannst þetta sjálfum vera vítaspyrnu. Harry Maguire gets away with a headlock on César Azpilicueta inside his own box. pic.twitter.com/WeXGWpPDR9— Squawka News (@SquawkaNews) October 24, 2020 „Góð spurning. Á vellinum fannst mér þetta víti og hann tók utan um hálsinn á mér og axlirnar. Dómarinn tekur ákvörðunina og VAR er til þess að hjálpa. Dómarinn tekur ákvörðunina og skjárinn er til þess að hjálpa. Þetta var 50-50 einvígi svo afhverju ekki að taka tuttugu sekúndur og skoða þetta betur?“ „Mér finnst VAR geta bætt sig mikið. Þetta gerist í fótboltanum og ég segi ekki að það sé alltaf víti þegar einhver er snertur í teignum. Á Englandi er þetta harður leikur og í fótboltanum og í ensku úrvalsdeildinni erum við alltaf að reyna bæta okkur og þetta er ekki gagnrýni. Við getum öll hjálpast að, að gera þetta að betri deild.“ Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira
Cesar Azpilicueta, fyrirliði Chelsea, setur spurningarmerki við VAR eftir markalaust jafntefli Chelsea gegn Manchester United á Old Trafford í dag. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en bæði lið vildu fá sína vítaspyrnuna. Fyrirliðinn sagði að hann hefði viljað sjá Chelsea halda boltanum betur í síðari hálfleik. „Mér fannst við geta fengið meira út úr þessu. Við fundum svæðin en síðasta sending klikkaði eða við tókum ekki réttar ákvarðanir. Við vörðumst vel og Mendy varði vel, einu sinni í fyrri hálfleik og einu sinni í síðari, en við gátum gert meira,“ sagði fyrirliðinn eftir leikinn. „Við stýrðum leiknum betur í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik vorum við að flýta okkur of mikið og hreyfðum boltann ekki nægilega vel. Við misstum boltann of auðveldlega sem gerði það að verkum að við misstum stjórnina en við stóðum saman og allir lögðu sig fram.“ Chelsea vildi fá vítaspyrnu í leiknum eftir að Azpilicuta féll í teignum eftir baráttu við Harry Maguire. Fyrirliði Chelsea setti spurningarmerki við VAR í þeirri stöðu og fannst þetta sjálfum vera vítaspyrnu. Harry Maguire gets away with a headlock on César Azpilicueta inside his own box. pic.twitter.com/WeXGWpPDR9— Squawka News (@SquawkaNews) October 24, 2020 „Góð spurning. Á vellinum fannst mér þetta víti og hann tók utan um hálsinn á mér og axlirnar. Dómarinn tekur ákvörðunina og VAR er til þess að hjálpa. Dómarinn tekur ákvörðunina og skjárinn er til þess að hjálpa. Þetta var 50-50 einvígi svo afhverju ekki að taka tuttugu sekúndur og skoða þetta betur?“ „Mér finnst VAR geta bætt sig mikið. Þetta gerist í fótboltanum og ég segi ekki að það sé alltaf víti þegar einhver er snertur í teignum. Á Englandi er þetta harður leikur og í fótboltanum og í ensku úrvalsdeildinni erum við alltaf að reyna bæta okkur og þetta er ekki gagnrýni. Við getum öll hjálpast að, að gera þetta að betri deild.“
Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira