Bræður skoruðu á móti hvor öðrum í ítalska boltanum í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2020 08:31 Lorenzo Insigne, til vinstri, og Roberto Insigne fagna hér mörkum sínum í leiknum í gær. AP/Alessandro Garofalo Napoli hafði betur á móti Benevento í bræðraslag í ítölsku deildinni í gær. Benevento komst í 1-0 en Napoli svaraði með tveimur mörkum og vann leikinn 2-1. Stærsta frétt leiksins var þó eflaust að bræður skoruðu á móti hvor öðrum í honum. Roberto Insigne kom Benevento í 1-0 á 30. mínútu leiksins en eldri bróðir hans, Lorenzo, jafnaði metin fyrir Napoli á 60. mínútu. Andrea Petagna skoraði svo sigurmarkið sjö mínútum síðar. Brothers Roberto and Lorenzo Insigne both scored in the same Serie A game today pic.twitter.com/PXinEOU8rs— B/R Football (@brfootball) October 25, 2020 Lorenzo Insigne er 29 ára gamall og þremur árum eldri en Roberto. Lorenzo er fyrirliði Napoli en Roberto yfirgaf félagið í fyrra. „Eftir leikinn þá sagði ég honum að vinstri fóturinn minn væri betri en hans,“ sagði Lorenzo Insigne í léttum tón eftir leikinn. „Við föðmuðumst líka því þetta var spennandi dagur fyrir okkar fjölskyldu. Ég er ánægður með markið mitt og óska bróður mínum líka til hamingju með markið sitt,“ sagði Lorenzo. „Ég er mjög hamingjusamur en biðst fyrirgefningar á því að fyrsta markið sitt í Seríu A hafi komið á móti bróður mínum. Það var góð tilfinning að spila á móti bróður mínum og Napoli, sem er liðið frá borginni minni. Við erum samt leiðir yfir því að tapa leiknum,“ sagði Roberto Insigne. Lorenzo Insigne and his younger brother Roberto were on opposite sides of the scoresheet as Napoli beat Benevento 2-1 today https://t.co/CP6RbPSmaM pic.twitter.com/u7RQ4GigES— BBC Sport (@BBCSport) October 25, 2020 Roberto Insigne náði aðeins að spila tvo leiki með Napoli liðinu og var loksins seldur eftir að hafa farið ítrekað á láni til annarra liða. Lorenzo Insigne hefur aftur á móti skorað 68 mörk í 273 deildarleikjum með Napoli en hann er á sínu níunda alvöru tímabili með félaginu. Sigurinn var mikilvægur fyrir Napoli liðið sem er nú einu stigi á eftir toppliði AC Milan. Ítalski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Napoli hafði betur á móti Benevento í bræðraslag í ítölsku deildinni í gær. Benevento komst í 1-0 en Napoli svaraði með tveimur mörkum og vann leikinn 2-1. Stærsta frétt leiksins var þó eflaust að bræður skoruðu á móti hvor öðrum í honum. Roberto Insigne kom Benevento í 1-0 á 30. mínútu leiksins en eldri bróðir hans, Lorenzo, jafnaði metin fyrir Napoli á 60. mínútu. Andrea Petagna skoraði svo sigurmarkið sjö mínútum síðar. Brothers Roberto and Lorenzo Insigne both scored in the same Serie A game today pic.twitter.com/PXinEOU8rs— B/R Football (@brfootball) October 25, 2020 Lorenzo Insigne er 29 ára gamall og þremur árum eldri en Roberto. Lorenzo er fyrirliði Napoli en Roberto yfirgaf félagið í fyrra. „Eftir leikinn þá sagði ég honum að vinstri fóturinn minn væri betri en hans,“ sagði Lorenzo Insigne í léttum tón eftir leikinn. „Við föðmuðumst líka því þetta var spennandi dagur fyrir okkar fjölskyldu. Ég er ánægður með markið mitt og óska bróður mínum líka til hamingju með markið sitt,“ sagði Lorenzo. „Ég er mjög hamingjusamur en biðst fyrirgefningar á því að fyrsta markið sitt í Seríu A hafi komið á móti bróður mínum. Það var góð tilfinning að spila á móti bróður mínum og Napoli, sem er liðið frá borginni minni. Við erum samt leiðir yfir því að tapa leiknum,“ sagði Roberto Insigne. Lorenzo Insigne and his younger brother Roberto were on opposite sides of the scoresheet as Napoli beat Benevento 2-1 today https://t.co/CP6RbPSmaM pic.twitter.com/u7RQ4GigES— BBC Sport (@BBCSport) October 25, 2020 Roberto Insigne náði aðeins að spila tvo leiki með Napoli liðinu og var loksins seldur eftir að hafa farið ítrekað á láni til annarra liða. Lorenzo Insigne hefur aftur á móti skorað 68 mörk í 273 deildarleikjum með Napoli en hann er á sínu níunda alvöru tímabili með félaginu. Sigurinn var mikilvægur fyrir Napoli liðið sem er nú einu stigi á eftir toppliði AC Milan.
Ítalski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira