Um hlutanna eðli, hamfarir og hnípna þjóð í vanda Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 28. október 2020 08:00 Undanfarið hafa verið í Ríkissjónvarpinu mjög áhugaverðir þættir um líf snillingsins Alberts Einsteins. Einstein skynjaði eðli og innsta kjarna hlutanna. Hann vissi að sömu náttúrulögmál gilda í öllum alheiminum og að á sama tíma eru hlutirnir breytilegir eftir því frá hvaða sjónarhorni þeir eru skoðaðir. Tími og rúm eru afstæðir hlutir. Ljósið bognar er það nálgast sólina. Við erum í dag að ganga í gegnum náttúruhamfarir. Þessi veira sem geisar um Jörðina alla kemur úr náttúrunni. Hún fer eftir eðli sínu sem náttúran ein hefur ákvarðað. Á sama hátt og frumefni lotukerfisins hafa ákveðið eðli, er veiran með ákveðin einkenni og hegðar sér á ákveðinn hátt. Eiturefni í náttúrunni eru t.d. efni eins og kadmíum, úraníum og strontíum. Kadmíum þekkjum við Íslendingar vel. Það berst með eldgosum út í andrúmsloftið og sest í mosa og vötn, þar sem það getur haft áhrif á lífríki. Að sama skapi er COVID-19 veiran náttúrlegt fyrirbæri. Faraldur hennar eru náttúruhamfarir eins og eldgos eða flóð. Faraldurinn er hins vegar langvinnur og erfiður, þar sem hann stendur mánuðum eða árum saman. Það má kannski líkja þessu við Kröfluelda. Þegar fræðingar sögðu að eldunum væri loksins lokið, gaus gjarnan næsta dag. Alveg eins og þegar um eiturefni er að ræða, þá gerir veiran ekki mannamun. Náttúran getur verið viðskotaill og þessi veira náttúrunnar fer ekki eftir pólitík, samsæriskenningum eða skoðunum fólks. Hún fer einfaldlega eftir sínu eigin náttúrulega eðli. Við skulum því ekki kenna fólki um þessa veiru. Við skulum ekki kenna Almannavörnum um veiruna. Við skulum ekki kenna starfsfólki Landspítalans, Landakots eða Sólvalla um veiruna. Við myndum ekki kenna þeim um, ef það væri eldgos í gangi? Auðvitað geta alltaf orðið mistök. Það er mannlegt eðli að gera mistök og við myndum líka gera mistök ef við værum að bregðast við eldgosi eða flóði. Þórólfur Guðnason, Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson og Páll Matthíasson eru öll að gera sitt allra, allra besta. Við skulum gefa þeim tækifæri, tíma og ráðrúm til að vinna vinnuna sína. Við Íslendingar skulum hætta að rífast. Leggjum niður vopn. Sameinuð getum við sigrast á ógninni sem er veiran sjálf. Ég hvet alla íbúa Íslands til dáða! Eitt sinn var gert manntal þegar Kýreneus var landsstjóri á í Sýrlandi. Þá snéri hver maður sér til sinnar borgar. Við búum líka svo vel hér á Íslandi að eiga þjóðkirkju sem stóð með okkur í Móðuharðindunum 1783-1785. Sú forna kirkja hefur staðið með þjóðinni um aldir. Hún er mörgum vígi eða borg. Núna skulum við öll fara inn á við og leita styrks hver í sinni borg, hver í sínum söfnuði og í sínu heimspekilega virki. Fjölmenningarsamfélagið Ísland getur fundið sinn styrk, hvert í sinni trú, heimspeki eða lífsskoðun. Við þurfum ekki öll að vera eins, en sameinuð erum við sterk. Hættum að kíta! Stöndum saman! Sameinuð getum við sigrast á þessari ógn! Höfundur er þýðandi og framkvæmdastjóri Brandugla Translations ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa verið í Ríkissjónvarpinu mjög áhugaverðir þættir um líf snillingsins Alberts Einsteins. Einstein skynjaði eðli og innsta kjarna hlutanna. Hann vissi að sömu náttúrulögmál gilda í öllum alheiminum og að á sama tíma eru hlutirnir breytilegir eftir því frá hvaða sjónarhorni þeir eru skoðaðir. Tími og rúm eru afstæðir hlutir. Ljósið bognar er það nálgast sólina. Við erum í dag að ganga í gegnum náttúruhamfarir. Þessi veira sem geisar um Jörðina alla kemur úr náttúrunni. Hún fer eftir eðli sínu sem náttúran ein hefur ákvarðað. Á sama hátt og frumefni lotukerfisins hafa ákveðið eðli, er veiran með ákveðin einkenni og hegðar sér á ákveðinn hátt. Eiturefni í náttúrunni eru t.d. efni eins og kadmíum, úraníum og strontíum. Kadmíum þekkjum við Íslendingar vel. Það berst með eldgosum út í andrúmsloftið og sest í mosa og vötn, þar sem það getur haft áhrif á lífríki. Að sama skapi er COVID-19 veiran náttúrlegt fyrirbæri. Faraldur hennar eru náttúruhamfarir eins og eldgos eða flóð. Faraldurinn er hins vegar langvinnur og erfiður, þar sem hann stendur mánuðum eða árum saman. Það má kannski líkja þessu við Kröfluelda. Þegar fræðingar sögðu að eldunum væri loksins lokið, gaus gjarnan næsta dag. Alveg eins og þegar um eiturefni er að ræða, þá gerir veiran ekki mannamun. Náttúran getur verið viðskotaill og þessi veira náttúrunnar fer ekki eftir pólitík, samsæriskenningum eða skoðunum fólks. Hún fer einfaldlega eftir sínu eigin náttúrulega eðli. Við skulum því ekki kenna fólki um þessa veiru. Við skulum ekki kenna Almannavörnum um veiruna. Við skulum ekki kenna starfsfólki Landspítalans, Landakots eða Sólvalla um veiruna. Við myndum ekki kenna þeim um, ef það væri eldgos í gangi? Auðvitað geta alltaf orðið mistök. Það er mannlegt eðli að gera mistök og við myndum líka gera mistök ef við værum að bregðast við eldgosi eða flóði. Þórólfur Guðnason, Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson og Páll Matthíasson eru öll að gera sitt allra, allra besta. Við skulum gefa þeim tækifæri, tíma og ráðrúm til að vinna vinnuna sína. Við Íslendingar skulum hætta að rífast. Leggjum niður vopn. Sameinuð getum við sigrast á ógninni sem er veiran sjálf. Ég hvet alla íbúa Íslands til dáða! Eitt sinn var gert manntal þegar Kýreneus var landsstjóri á í Sýrlandi. Þá snéri hver maður sér til sinnar borgar. Við búum líka svo vel hér á Íslandi að eiga þjóðkirkju sem stóð með okkur í Móðuharðindunum 1783-1785. Sú forna kirkja hefur staðið með þjóðinni um aldir. Hún er mörgum vígi eða borg. Núna skulum við öll fara inn á við og leita styrks hver í sinni borg, hver í sínum söfnuði og í sínu heimspekilega virki. Fjölmenningarsamfélagið Ísland getur fundið sinn styrk, hvert í sinni trú, heimspeki eða lífsskoðun. Við þurfum ekki öll að vera eins, en sameinuð erum við sterk. Hættum að kíta! Stöndum saman! Sameinuð getum við sigrast á þessari ógn! Höfundur er þýðandi og framkvæmdastjóri Brandugla Translations ehf.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun