Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar 6. nóvember 2025 10:00 Lestin brunar, hraðar, hraðar segir í frægu ljóði og lestin er sannarlega farin af stað þegar kemur að þróun raforkumarkaðar á Íslandi. Fólk hefur mögulega helst tekið eftir raforkumörkuðum vegna frétta um verðhækkanir síðasta vetur. Það þykir síður fréttnæmt þegar framboð er nægilegt og verð lækkar, eins og á þessu ári. Miklar verðhækkanir eru oftast merki um að raforkuöryggi sé ógnað vegna þess að framboð á markaði er ekki nægilegt. Hugtakið raforkuöryggi kann að vera svolítið óljóst. En það þýðir bara að notendur hafi aðgang að raforku á viðráðanlegu verði. Landsvirkjun bar lagalega skyldu til 2003 til að tryggja að næg raforka væri til staðar. Það var gert annars vegar með forgangsröðun í raforkusölu, þar sem heimili og fyrirtæki önnur en stórnotendur höfðu forgang og ekki voru gerðar nýjar skuldbindingar við stórnotendur ef það gæti komið niður á afhendingu til almennra notenda. Hins vegar var það gert með því að skerða afhendingu til stórnotenda ef veðurfar og innrennsli í lón var sérstaklega óhagstætt. Með breytingu á raforkulögum 2003 var þessi skylda Landsvirkjunar afnumin, en eðli raforkukerfisins breyttist þó ekki og raforkuöryggi hefur verið áfram tryggt með sama hætti. Tvískiptur markaður hefur tryggt öryggi Þrátt fyrir að Landsvirkjun hafi ekki lagalega skyldu til þess hefur fyrirtækið forgangsraðað sölu til heimila og smærri fyrirtækja. Forsvarsfólk annarra raforkuframleiðenda hefur talað með sambærilegum hætti um mikilvægi þess að tryggja framboð fyrir almenna notendur. Þetta hefur gefist vel. Orkukaupmáttur er hvergi meiri en á Íslandi, verð hefur verið stöðugt og afhending trygg og hér hafa stórnotendur getað keppt á alþjóðavettvangi vegna langtímasamninga sem skapa fyrirsjáanleika í rekstri. Hægt hefur verið að tryggja raforkuöryggi með þessum hætti vegna þess að raforkumarkaður á Íslandi er tvískiptur, almennur markaður og stórnotendamarkaður. Það gerir okkur kleift að forgangsraða öðrum hlutanum og skerða hinn ef á þarf að halda. En nú er ekkert í lögum sem skyldar framleiðendur til að tryggja raforkuöryggi. Því hafa stjórnvöld unnið að því að breyta lögum og skilgreina aðgerðir til að efla raforkuöryggi almennra notenda. Markmið stjórnvalda í þeirri vinnu hefur verið að tryggja heimili og minni fyrirtæki, en ekki að tryggja nægt framboð fyrir alla notendur raforkukerfisins. Ef efla á raforkuöryggi almennra notenda verður að vera hægt að greina þá frá öðrum í raforkukerfinu. Velferð samfélags umfram skammtímagróða Landsvirkjun hefur haft skýra forgangsröðun í raforkusölu: Fyrirtækið hefur hagað raforkusölu í takti við þau markmið sem lögð voru til grundvallar við stofnun fyrirtækisins, markmið um að hámarka velferð íslensks samfélags til lengri tíma frekar en að elta skammtímagróða. Verð á almennum markaði endurspeglar kostnað og stöðu kerfisins. Greiðsluvilji heimila fyrir raforku er nánast endalaus, enda getum við ekki án raforkunnar verið. Það hefur ekki verið stefna Landsvirkjunar að hækka verð, einungis því heimili væru tilbúin að greiða meira. Á stórnotendamarkaði erum við í alþjóðlegri samkeppni þar sem greiðslugeta er takmörkuð. Markmið Landsvirkjunar hefur verið að hámarka raforkuverð með tilliti til þessarar greiðslugetu viðskiptavina. Með þessu stuðlum við að verðmætasköpun til lengri tíma, samhliða því að hámarka nýtingu auðlinda. Stóra spurningin sem við stöndum frammi fyrir núna er hvort þetta sé mögulegt áfram, miðað við þróun á raforkumarkaði? Er Landsvirkjun heimilt að halda frá orku fyrir heimili ef t.d. rafmyntagröftur er tilbúinn að borga hærra verð? Má Landsvirkjun halda frá vatni í lónum sínum til að selja heimilum síðar ef annar aðili óskar eftir því að fá að kaupa orkuna núna? Verður raforkumarkaður framtíðarinnar enn þannig að leyfilegt verði að forgangsraða almennum notendum eða munu almennir notendur og stórnotendur keppa um orkuna? Hver er endastöðin? Ef raforkumarkaður er án aðgreiningar er engin leið til að meta raforkuöryggi einstakra hópa né grípa til aðgerða fyrir þann hóp. Þá er engin leið til að tryggja að verð og verðsveiflur séu frábrugðnar milli almennra notenda og stórnotenda. Óvíst er hversu hagfelldur slíkur markaður væri til lengri tíma fyrir bæði raforkuöryggi og samkeppnishæfni Íslands á stórnotendamarkaði. Vandamálin verða til ef lög og reglur fylgja ekki með og ef endastöðin er ekki skýr. Við stofnun Landsvirkjunar fyrir 60 árum voru ekki allir sammála um allar ákvarðanir en það var þó almenn pólitísk og samfélagsleg sátt um hvernig raforkukerfið ætti að þróast. Nú ríkir ekki sama sátt. Yfirlýsingar eftirlitsaðila og mikilvægra stofnana eru á einn veg á meðan vinna, yfirlýsingar og markmið stjórnvalda eru á annan veg. Mikilvægt er að stjórnvöld tali skýrar og tryggi að stofnanir samfélagsins vinni í samræmi við stefnu þeirra. Eða hugnast fólki betur að stjórnvöld breyti stefnu sinni og fylgi stofnunum? Ef stjórnvöld vilja einn markað án aðgreiningar þá er mikilvægt að það sé skýrt og að allir skilji að orkuöryggi almennra notenda er þá einungis tryggt ef þeir eru tilbúnir að greiða hæsta verð fyrir raforkuna öllum stundum og ef þeir gera það ekki fá þeir ekki orku. Það felur óhjákvæmilega í sér verðsveiflur og samkeppni við stórnotendur og líklegt að stjórnvöld þurfi þá að skoða mögulegt niðurgreiðslukerfi að evrópskri fyrirmynd fyrir neytendur, iðnað og framleiðendur. Við þurfum ekki að horfa lengra en til Noregs. Þar hefur ekki tekist að uppfylla skilyrði um raforkuöryggi. Fólk hefur ekki haft aðgang að raforku á viðráðanlegu verði. Þá verður raforkumarkaður að fréttaefni, pólitísku viðfangsefni og að kosningamáli. Því er Noregur nú byrjaður að niðurgreiða raforkuverð til heimila, til viðbótar við niðurgreiðslur til iðnaðar. Stjórnvöld ráða hvert förinni er heitið Orkukerfið okkar er einangrað og framleiðslan breytileg milli ára. Við þurfum að haga okkur á annan hátt en flestar þjóðir sem við berum okkur saman við. Við þurfum að sjá til þess að raforkumarkaðurinn styðji við markmið okkar, tryggi raforkuöryggi almennings og viðhaldi alþjóðlegri samkeppnishæfni Íslands. Grundvallarspurningarnar sem stjórnvöld þurfa að svara í dag eru tvær: Á hæstbjóðandi að fá orkuna, alltaf? Eiga almennir notendur og stórnotendur að keppa um raforku? Höfundur er sérfræðingur á deild viðskiptagreiningar og þróunar markaða hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Haukur Ásberg Hilmarsson Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Lestin brunar, hraðar, hraðar segir í frægu ljóði og lestin er sannarlega farin af stað þegar kemur að þróun raforkumarkaðar á Íslandi. Fólk hefur mögulega helst tekið eftir raforkumörkuðum vegna frétta um verðhækkanir síðasta vetur. Það þykir síður fréttnæmt þegar framboð er nægilegt og verð lækkar, eins og á þessu ári. Miklar verðhækkanir eru oftast merki um að raforkuöryggi sé ógnað vegna þess að framboð á markaði er ekki nægilegt. Hugtakið raforkuöryggi kann að vera svolítið óljóst. En það þýðir bara að notendur hafi aðgang að raforku á viðráðanlegu verði. Landsvirkjun bar lagalega skyldu til 2003 til að tryggja að næg raforka væri til staðar. Það var gert annars vegar með forgangsröðun í raforkusölu, þar sem heimili og fyrirtæki önnur en stórnotendur höfðu forgang og ekki voru gerðar nýjar skuldbindingar við stórnotendur ef það gæti komið niður á afhendingu til almennra notenda. Hins vegar var það gert með því að skerða afhendingu til stórnotenda ef veðurfar og innrennsli í lón var sérstaklega óhagstætt. Með breytingu á raforkulögum 2003 var þessi skylda Landsvirkjunar afnumin, en eðli raforkukerfisins breyttist þó ekki og raforkuöryggi hefur verið áfram tryggt með sama hætti. Tvískiptur markaður hefur tryggt öryggi Þrátt fyrir að Landsvirkjun hafi ekki lagalega skyldu til þess hefur fyrirtækið forgangsraðað sölu til heimila og smærri fyrirtækja. Forsvarsfólk annarra raforkuframleiðenda hefur talað með sambærilegum hætti um mikilvægi þess að tryggja framboð fyrir almenna notendur. Þetta hefur gefist vel. Orkukaupmáttur er hvergi meiri en á Íslandi, verð hefur verið stöðugt og afhending trygg og hér hafa stórnotendur getað keppt á alþjóðavettvangi vegna langtímasamninga sem skapa fyrirsjáanleika í rekstri. Hægt hefur verið að tryggja raforkuöryggi með þessum hætti vegna þess að raforkumarkaður á Íslandi er tvískiptur, almennur markaður og stórnotendamarkaður. Það gerir okkur kleift að forgangsraða öðrum hlutanum og skerða hinn ef á þarf að halda. En nú er ekkert í lögum sem skyldar framleiðendur til að tryggja raforkuöryggi. Því hafa stjórnvöld unnið að því að breyta lögum og skilgreina aðgerðir til að efla raforkuöryggi almennra notenda. Markmið stjórnvalda í þeirri vinnu hefur verið að tryggja heimili og minni fyrirtæki, en ekki að tryggja nægt framboð fyrir alla notendur raforkukerfisins. Ef efla á raforkuöryggi almennra notenda verður að vera hægt að greina þá frá öðrum í raforkukerfinu. Velferð samfélags umfram skammtímagróða Landsvirkjun hefur haft skýra forgangsröðun í raforkusölu: Fyrirtækið hefur hagað raforkusölu í takti við þau markmið sem lögð voru til grundvallar við stofnun fyrirtækisins, markmið um að hámarka velferð íslensks samfélags til lengri tíma frekar en að elta skammtímagróða. Verð á almennum markaði endurspeglar kostnað og stöðu kerfisins. Greiðsluvilji heimila fyrir raforku er nánast endalaus, enda getum við ekki án raforkunnar verið. Það hefur ekki verið stefna Landsvirkjunar að hækka verð, einungis því heimili væru tilbúin að greiða meira. Á stórnotendamarkaði erum við í alþjóðlegri samkeppni þar sem greiðslugeta er takmörkuð. Markmið Landsvirkjunar hefur verið að hámarka raforkuverð með tilliti til þessarar greiðslugetu viðskiptavina. Með þessu stuðlum við að verðmætasköpun til lengri tíma, samhliða því að hámarka nýtingu auðlinda. Stóra spurningin sem við stöndum frammi fyrir núna er hvort þetta sé mögulegt áfram, miðað við þróun á raforkumarkaði? Er Landsvirkjun heimilt að halda frá orku fyrir heimili ef t.d. rafmyntagröftur er tilbúinn að borga hærra verð? Má Landsvirkjun halda frá vatni í lónum sínum til að selja heimilum síðar ef annar aðili óskar eftir því að fá að kaupa orkuna núna? Verður raforkumarkaður framtíðarinnar enn þannig að leyfilegt verði að forgangsraða almennum notendum eða munu almennir notendur og stórnotendur keppa um orkuna? Hver er endastöðin? Ef raforkumarkaður er án aðgreiningar er engin leið til að meta raforkuöryggi einstakra hópa né grípa til aðgerða fyrir þann hóp. Þá er engin leið til að tryggja að verð og verðsveiflur séu frábrugðnar milli almennra notenda og stórnotenda. Óvíst er hversu hagfelldur slíkur markaður væri til lengri tíma fyrir bæði raforkuöryggi og samkeppnishæfni Íslands á stórnotendamarkaði. Vandamálin verða til ef lög og reglur fylgja ekki með og ef endastöðin er ekki skýr. Við stofnun Landsvirkjunar fyrir 60 árum voru ekki allir sammála um allar ákvarðanir en það var þó almenn pólitísk og samfélagsleg sátt um hvernig raforkukerfið ætti að þróast. Nú ríkir ekki sama sátt. Yfirlýsingar eftirlitsaðila og mikilvægra stofnana eru á einn veg á meðan vinna, yfirlýsingar og markmið stjórnvalda eru á annan veg. Mikilvægt er að stjórnvöld tali skýrar og tryggi að stofnanir samfélagsins vinni í samræmi við stefnu þeirra. Eða hugnast fólki betur að stjórnvöld breyti stefnu sinni og fylgi stofnunum? Ef stjórnvöld vilja einn markað án aðgreiningar þá er mikilvægt að það sé skýrt og að allir skilji að orkuöryggi almennra notenda er þá einungis tryggt ef þeir eru tilbúnir að greiða hæsta verð fyrir raforkuna öllum stundum og ef þeir gera það ekki fá þeir ekki orku. Það felur óhjákvæmilega í sér verðsveiflur og samkeppni við stórnotendur og líklegt að stjórnvöld þurfi þá að skoða mögulegt niðurgreiðslukerfi að evrópskri fyrirmynd fyrir neytendur, iðnað og framleiðendur. Við þurfum ekki að horfa lengra en til Noregs. Þar hefur ekki tekist að uppfylla skilyrði um raforkuöryggi. Fólk hefur ekki haft aðgang að raforku á viðráðanlegu verði. Þá verður raforkumarkaður að fréttaefni, pólitísku viðfangsefni og að kosningamáli. Því er Noregur nú byrjaður að niðurgreiða raforkuverð til heimila, til viðbótar við niðurgreiðslur til iðnaðar. Stjórnvöld ráða hvert förinni er heitið Orkukerfið okkar er einangrað og framleiðslan breytileg milli ára. Við þurfum að haga okkur á annan hátt en flestar þjóðir sem við berum okkur saman við. Við þurfum að sjá til þess að raforkumarkaðurinn styðji við markmið okkar, tryggi raforkuöryggi almennings og viðhaldi alþjóðlegri samkeppnishæfni Íslands. Grundvallarspurningarnar sem stjórnvöld þurfa að svara í dag eru tvær: Á hæstbjóðandi að fá orkuna, alltaf? Eiga almennir notendur og stórnotendur að keppa um raforku? Höfundur er sérfræðingur á deild viðskiptagreiningar og þróunar markaða hjá Landsvirkjun.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun